Fréttablaðið - 26.05.2014, Page 54
26. maí 2014 MÁNUDAGUR| LÍFIÐ | 22
BAKÞANKAR
Hauks Viðars
Alfreðssonar
Miðasala á:
VONARSTRÆTI
THE AMAZING SPIDERMAN 2 3D
ÝHARR OG HEIMIR
GRAND BUDAPEST HOTEL
KL. 5.20 - 6 - 8 - 9 - 10.40
KL. 6 - 9
KL. 8
KL. 5.45 - 10
3D
X-MEN: DAYS OF FUTURE PAST 3DLÚXUS
VONARSTRÆTI
VONARSTRÆTI LÚXUS
BAD NEIGHBOURS
LÁSI LÖGGUBÍLL
THE OTHER WOMAN
THE AMAZING SPIDERMAN 2 3D
RIO 2 2D ÍSL. TAL
KL. 5.20 - 8 - 10.40
KL. 5 - 10.45
0KL. 3.20 - 5.20 - 8 - 10.4
KL. 8
KL. 5.50 - 8 - 10.25
KL. 3.30
KL. 8
KL. 5 - 10.10
KL. 3.10
- T.V., BIOVEFURINN OG S&H
VINSÆLASTA
MYND LANDSINS
- EMPIRE
MORGUNBLAÐIÐ
SVARTHÖFÐI
“IT COULD BE HIS BEST FILM SO FAR” -
THE GUARDIAN
SJÁ FLEIRI SÝNINGAR Á WWW.BIOPARADÍS.IS - Miðasala: 412 7711 - Hverfisgata 54 - bioparadis.is - Hluti af Europa Cinemas
X-MEN 3D 5:20, 8, 10:40
VONARSTRÆTI 5:20, 8, 10
BAD NEIGHBOURS 10:40
THE OTHER WOMEN 5:40
LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar
ÁLFABAKKA
AKUREYRI
EGILSHÖLL
KRINGLUNNI
KEFLAVÍK
CHICAGO TRIBUNE ROGEREBERT.COM
FILM.COM
T.V., BÍÓVEFURINN OG S&H
Ábendingahnappinn má
finna á www.barnaheill.is
Hin virtu Palme d’Or-verðlaun,
eða Gullpálminn, sem afhent eru
á ári hverju á kvikmyndahátíð-
inni í Cannes, fóru að þessu sinni
til tyrkneska kvikmyndagerðar-
mannsins Nuri Bilge Ceylan fyrir
myndina Wint er Sleep. Ceylan
er kannski ekki vel þekktur á
alþjóðavísu en hefur getið sér gott
orð fyrir kvikmyndagerð í heima-
landi sínu og hefur áður hlotið
fimm verðlaun á kvikmyndahátíð-
inni í Cannes. Leikstjórinn Quent-
in Tarant ino og leikkonan Uma
Thurman afhentu verðlaunin nú í
tilefni þess að tuttugu ár eru liðin
síðan Pulp Fiction var frumsýnd.
Gullpálminn til
Winter Sleep
QUENTIN TARANTINO Afhenti
verðlaunin. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY
Wide Slumber á Listahátíð
Wide Slumber er nýtt tónleikhúsverk úr smiðju VaVaVoom og Bedroom Community, en verkið var frumsýnt
á laugardagskvöld í Tjarnarbíói í tengslum við Listahátíð í Reykjavík. Tónlistina samdi Valgeir Sigurðsson,
en textinn er upp úr ljóðabók Angelu Rawlings. Sara Martí leikstýrði verkinu, en söngvarar voru þau Alexi
Murd och, Sasha Siem og Ásgerður Júníusdóttir. Auk þess lék Sigríður Sunna á sviðinu. Hljóð færaleikarar
voru þeir James McVinnie, Liam Byrne og Ólafur Björn Ólafsson.
SASHA SIEM í hlutverki svefnrannsóknamanns. MYND/PIERRE-ALAIN GIRAUDALEXI MURDOCH í hlutverki svefngengilsins. MYND/PIERRE-ALAIN GIRAUD
SIGRÍÐUR SUNNA REYNISDÓTTIR í hlutverki
Vefarans. MYND/PIERRE-ALAIN GIRAUD
ÁSGERÐUR JÚNÍUSDÓTTIR í gervi fiðrilda-
fræðingsins. MYND/PIERRE-ALAIN GIRAUD
MATT CEOLIN með listaverk sín, fiðrildi úr texta um svefntruflanir.
HÖFUNDAR WIDE SLUMBER Hjónin Sigríður Sunna Reynis-
dóttir og Valgeir Sigurðsson.
Ekki vera lummó eft ir Gnarr
Fyrir fjórum árum var tilhugsunin um Jón Gnarr í borgarstjórastólnum alveg
út í hött. Núna er tilhugsunin um einhvern
annan í embættinu jafn fáránleg. En allt
líður undir lok og næst þegar ég skrifa
bakþanka verður kominn nýr borgarstjóri í
Reykjavík.
AÐ frátöldum Banjólista Framsóknar
og hvítra, kristinna flugvallarvina eru
reykvísku frambjóðendurnir ágætlega
frambærilegir. Flestir veðja á að Dagur
B. Eggertsson verði næsti borgarstjóri
og það væru sennilega ekkert hræði-
leg örlög fyrir Reykjavík ef sú spá
rættist.
ÞAÐ sem ég mun hins vegar
sakna er óþekktin og uppátækja-
semin. Fráfarandi borgarstjóri er
rokkstjarna en ekki pólitíkus. Og
jú, vissulega má færa rök fyrir
því að rokkstjörnur eigi að halda
sig við rokkið og láta blýants-
nagarana um mikilvægar stjórn-
sýsluákvarðanir.
OG það er það sem mun gerast
núna. Næsti borgarstjóri mun ekki
fara í drag á Gay Pride eða klæðast ein-
kennisklæðnaði Pussy Riot til þess að mót-
mæla mannréttindabrotum Pútíns (sem er
líklega það frábærasta sem gert hefur verið
í heiminum). En vonandi hefur hann samt
lært eitthvað af Jóni.
ÞETTA þarf ekki að vera leiðinlegt og það
er óþarfi að halda alltaf öllum góðum. Ef
einhverjum misbýður það að borgarstjóri
velti vöngum um það hvort Jesús hafi verið
hommi þá er það þeirra mál.
BORGARSTJÓRI þarf ekki að vera sam-
einingartákn Reykvíkinga. Hann þarf bara
að mæta í vinnuna og gera allt þetta hund-
leiðinlega stöff sem við hin nennum ekki að
gera. Og það gerði Jón, nema stundum var
hann í Stjörnustríðsbúningi á meðan.
ÞAÐ er hins vegar ósanngjarnt að ætlast
til þess að eftirmaður Jóns verði eins og
hann og það geri ég alls ekki. Um leið væri
það skref afturábak fyrir hann að setja sig
í rembingslegar stellingar og reyna að vera
fullkominn. Sá pakki er búinn. Slakaðu
bara á og vertu þú sjálfur. Það er eina leiðin
til að verða ekki „lummó týpan sem kom á
eftir Jóni Gnarr“.