Fréttablaðið - 27.05.2014, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 27.05.2014, Blaðsíða 10
27. maí 2014 ÞRIÐJUDAGUR| FRÉTTIR | 10 Kjósend- ur eru að mótmæla ríkjandi valdastétt. Baldur Þórhallsson, stjórnmálafræðingur Getur þitt fyrirtæki orðið Fyrirtæki ársins? VR | KRINGLUNNI 7 | 103 REYKJAVÍK | SÍMI 510 1700 | WWW.VR.IS Leiðin að markmiðinu, Ólafía B. Rafnsdóttir, formaður VR Hvað er Fyrirtæki ársins? Tómas Bjarnason, sviðsstjóri starfsmann a- rannsókna hjá Capacent Nova, Liv Bergþórsdóttir forstjóri Johan Rönning, Haraldur Líndal Pétursson forstjóri Skref að betri mannauðsstjórnun, Jakobína H. Árnadóttir, ráðgjafi hjá Capacent Samantekt og spurningar Morgunverðarfundur VR og Capacent um hvernig nýta má niðurstöður í könnun á Fyrirtæki ársins og mikilvægi mann- auðsstjórnunar verður haldinn á Grand Hótel Reykjavík miðvikudaginn 28. maí kl. 8:30 til 10:15. Skráning og morgunverður hefst kl. 8:00 Fundarstjóri er Ketill Berg Magnússon, framkvæmda stjóri Festu, miðstöðvar um samfélagsábyrgð. Fundurinn er opinn öllum. Verð: 2.900 kr. Skráðu þig á vr.is BRUSSEL Kjósendur í Evrópu hafa talað og niðurstöðurnar eru áfall, segir Manuel Valls, forsætisráð- herra Frakklands, um niðurstöður kosninga til Evrópuþingsins. Hann líkti niðurstöðunum við pólitískan jarðskjálfta í Evrópu. Hægriöfgaflokkar og aðrir flokk- ar sem vilja takmarka völd Evrópu- sambandsins unnu góðan sigur í kosningum, og fengu nærri 30 pró- sent þingsæta. Hefðbundnir hægri-, mið- og vinstriflokkar fá eftir sem áður mikinn meirihluta þingsæta á Evrópuþinginu. „Ég held að sigur þessara rót- tæku afla hafi bæði eitthvað með ESB og innanríkismál að gera,“ segir Baldur Þórhallsson stjórn- málafræðingur. Hann segir nokkur atriði vinna með öfgaflokkunum. „Fyrst ber þar að nefna efnahagskreppuna og þær aðgerðir sem stjórnvöld alls staðar í Evrópu hafa verið að grípa til til að takast á við hana,“ segir Baldur. Kjósendur eru einnig að sýna andstöðu við frekari samruna í Evrópu. Kjósendur vilja í auknum mæli að þjóðþingin taki ákvarðan- ir frekar en stofnanir ESB, segir Baldur. Þá má tengja niðurstöðurn- ar við innflytjendamál, en hægri- öfgaflokkarnir eru á móti frekari straumi innflytjenda og frjálsum straumi íbúa ríkja ESB innan sam- bandsins. Í Evrópu er ríkjandi almenn van- trú á stjórnmálastéttina, sem mörg- um finnst að geti ekki svarað kalli kjósenda til að koma á breytingum, segir Baldur. Að lokum tengist þetta innan- ríkismálum í stórum aðildarríkj- um, segir Baldur. Hann bendir á að óvinsælar ríkisstjórnir séu nú við völd í Bretlandi, Frakklandi og Danmörku, en hefðbundin stjórnar- andstaða virðist ekki heldur njóta trausts. „Kjósendur eru að mót- mæla ríkjandi valdastétt,“ segir Baldur. Þjóðfylking Marine Le Pen er ótvíræður sigurvegari kosning- anna í Frakklandi með 25 prósent atkvæða. Sósíalistaflokkur Franco- is Hollande Frakklandsforseta fékk aðeins 14 prósent atkvæða. „Fólkið hefur talað, hátt og skýrt,“ sagði Le Pen eftir að úrslitin voru ljós. Hún sagði kjósendur vilja að ákvarðan- ir yrðu teknar í Frakklandi, ekki af embættismönnum í Brussel sem enginn hafi kosið. Breski sjálfstæðisflokkurinn (UKIP) fékk 27 prósent atkvæða. Það er meira en bæði íhaldsmenn, sem fengu 24 prósent, og Verka- mannaflokkurinn, sem fékk 25 pró- sent atkvæða. Í Grikklandi fékk Syriza, sem er afar vinstrisinnaður flokkur, 26 prósent atkvæða, en flokkur forsæt- isráðherrans 23 prósent. Þjóðernis- sinnar í Gylltri dögun fengu 9 pró- sent atkvæða. Í Þýskalandi unnu Kristilegir demókratar, flokkur Angelu Merk- el kanslara, góðan sigur með um 35 prósent atkvæða. brjann@frettabladid.is ESB-kosning- ar pólitískur jarðskjálfti Flokkar sem vilja takmarka völd ESB fengu nærri 30 prósent þingsæta í kosningum til Evrópuþingsins. Tengist bæði afstöðu almennings til ESB og innanríkis- málum í aðildarríkjunum, segir stjórnmálafræðingur. SIGUR Þjóðarfylking Marine Le Pen bar sigur úr býtum í kosningum til Evrópuþings- ins í Frakklandi. Le Pen sagði fólkið hafa talað. FRÉTTABLAÐIÐ/AP INDLAND Níu manns fórust og 82 slösuðust þegar lest fór út af tein- unum á norðanverðu Indlandi í gær. Slysið varð þegar farþegalest með sex vagna rakst harkalega á kyrrstæða vöruflutningalest. Neyðaraðstoðarteymi mættu á staðinn og hófust handa við að losa fólk úr brakinu. Óljóst er nákvæm- lega hversu margir festust inni í vögnunum eftir slysið. Narendra Modi, nýkjörinn for- sætisráðherra Indlands, lýsti samúð sinni með fjölskyldum fórn- arlambanna á samskiptamiðlinum Twitter í gær. - kóh Farþegalest með sex vagna rakst á kyrrstæða lest á Indlandi: Níu fórust í lestarslysi AF SPORINU Lest Gorakhdam Express rakst harkalega á kyrrstæða flutninga- lest með hræðilegum afleiðingum. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.