Fréttablaðið - 27.05.2014, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 27.05.2014, Blaðsíða 20
KYNNING − AUGLÝSINGMótorhjól ÞRIÐJUDAGUR 27. MAÍ 20142 Útgefandi: 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, s. 512 5000 Umsjónarmenn auglýsinga: Atli Bergmann, atlib@365.is, s. 512- 5457 Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal. FRÆGIR Á MÓTOR HJÓLUM Mörgum finnst mótorhjól vera tákn um töffaraskap og virðist það vera almenna viðhorfið í Hollywood. Alla vega eru þeir þó nokkrir töffararnir sem þeysa um götur stjörnuborgarinnar á glæstum mótorfákum. Engin Hollywood-stjarna hefur haft fleiri orð um ást sína á mótorhjólum en Tom Cruise. Kvikmyndastjarnan er meira að segja þekkt fyrir að hafa mætt á frumsýningar mynda sinna á einhverju fjölmargra hjóla sinna. Hann hefur líka skipulagt áhættuatriði tengd mótor- hjólum í einhverjum myndum, til dæmis „Knight and Day“. Brad Pitt hefur ef til vill ekki verið eins margorður um mótorhjólaástina og félagi hans, Cruise, en þeir virðast vera álíka áhugasamir um hjólin. Pitt sést oft á einu af mörgum mótorhjólum sínum en hann á safn fornra hjóla. Fyrir tæpum aldarfjórðungi sá Hilmar Lúthersson mynd af illa förnu mótorhjóli af gerðinni Matsles 500, árgerð 1946. Hann falaðist eftir því við eigand- ann, Stefán Einarsson verktaka á Siglunesi, en sá vildi síður skilja við það og Hilmar gaf hjólið upp á bátinn. Fjölmörgum árum síðar var Birgir Guðnason að vinna fyrir Stefán á Siglunesi. „Ég var að gera við ýmis tæki og tól fyrir Stefán enda erum við góðir vinir. Ég vissi af áhuga Hilmars á hjól- inu og notaði því alls konar þum- alskrúfur á Stefán til að fá hjól- ið,“ segir Birgir glettinn. Að end- ingu fór svo að Birgir fékk hjólið og hófst nú mikið ævintýri að koma því til byggða. „Ég sótti hjólið á Zodiac-gúmmíbát því út í Siglunes liggur enginn vegur. Fyrst þurfti þó að aka hjólinu í eldgömlum Pajero-jeppa yfir nesið endilangt til að koma því niður í fjöru. Þetta var heilmik- ið ferðalag sem gekk ekki áfalla- laust enda bráðnaði mótorinn á miðjum firðinum. Þá var feng- ið annað stærra skip, hjólið híft upp í það og loks f lutt á Siglu- fjörð. Þaðan var því síðan ekið á Selfoss til Hilmars,“ lýsir Birgir. Hjólið var illa farið en Birgir þóttist fullviss um að ef einhver gæti gert það upp þá væri það Hilmar sem af flestum er kallað- ur Tæmerinn. Viðurnefnið er rekið til þess tíma þegar Sniglarnir voru stofnaðir. „Við kölluðum hann Old Timer því hann var mun eldri en við hinir,“ upplýsir Birgir en Hilm- ar hefur þann heiðurssess að vera Snigill númer 1. „Hjólið var eiginlega ónýtt þegar ég fékk það og búið að skít- mixa það á ýmsan hátt,“ segir Hilmar sem féllust þó ekki hend- ur þegar hann sá það. „Ég þekki til svona hjóla og hef gert upp nokkur slík,“ segir hann og var innan við ár að gera upp hjólið. Hann við- urkennir þó að erfitt sé orðið að fá varahluti í svona gamla fáka. „Ég þurfti að panta þá héðan og þaðan, til dæmis frá Ástralíu og Flórída.“ Matsles 500 mótorhjólið situr nú ásamt ófáum öðrum fallegum hjólum í bílskúr Hilmars á Sel- fossi. Inntur eftir því hversu mörg hjól sé þar að finna svarar Hilm- ar með semingi: „Ég er nú eins og hestamennirnir og þarf að telja til að vita það. Ég á fjögur eða fimm hjól sem eru svona gömul og stór en ætli ég eigi ekki um fimmtán hjól í allt.“ Upp á síðkastið hefur hann fengið aukinn áhuga á skellinöðr- um. „Ætli ég sé ekki genginn í barndóm aftur,“ segir hann glað- lega en nýjasta verkefni Hilmars er Gizmo-skellinaðra. Þá keypti hann sér um daginn hjól frá Bret- landi eins og það sem hann byrj- aði að aka á tólf ára gamall. „Ég byrjaði ungur að hjóla en síðan kom stórt hlé sem fór bæði í fjöl- skyldu og drykkju. Svo rann brennivínið af manni og þá tóku hjólin við aftur. Það voru ágæt- is skipti,“ segir Hilmar glettinn og bætir við að einu hömlurnar á þessu áhugamáli sé plássleysið í bílskúrnum. - sg Matsles fær nýtt líf Gamall draumur Hilmars Lútherssonar varð að veruleika þegar Birgir Guðnason færði honum illa farið flak Matsles 500 mótorhjóls frá 1946. Hilmar á hinu fallega uppgerða Matsles 500 hjóli. MYND/TRYGGVI SIGURÐSSON Fyrst þurfti að flytja hjólið í gömlum Pajero-jeppa niður í fjöru en þar var það sett í gúmmíbát. Birgir Guðnason fór á gúmmíbát frá Siglufirði yfir á Siglunes til að sækja hjólið. Svo illa vildi til að mótorinn bræddi úr sér á miðri leið yfir fjörðinn. MÓTORHJÓLAROKK Mótorhjól og rokktónlist hafa löngum tengst sterkum böndum. Bíómyndin Easy Rider, sem frumsýnd var árið 1969, innsiglaði samband þeirra endanlega en hún skartaði nokkrum stórstjörnum þess tíma, meðal annars Jack Nicholson, Peter Fonda og Dennis Hopper, í leikstjórn þess síðastnefnda. Í kvikmyndinni, sem fylgir eftir tveimur mótorhjólaköppum á ferðalagi, hljóma mörg þekkt rokklög og tónlistarmenn. Upphaflega hafði framleiðandi myndarinnar ætlað þeim félögum Crosby, Stills & Nash að semja tónlistina í kvikmyndinni. Þegar þeir hættu við voru ýmis þekkt og áður útgefin rokklög notuð, þar á meðal eitt helsta mótorhjólarokklag sögunnar, Born to Be Wild, með bandarísku rokksveit- inni Steppenwolf. Lagið hljómar undir upphafsatriði myndarinnar, þegar Fonda og Hopper ríða fákum sínum eftir þjóðveginum, og er órjúfanlegur hluti þessarar áhrifamiklu bíómyndar. Lagið kom upphaflega út árið 1968 og náði 2. sæti á bandaríska smáskífulistanum. Það hefur síðan hljómað í mörgum vinsælum bíómyndum og sjónvarpsþáttum undanfarna áratugi. Mótorhjólasafn Íslands Krókeyri 2, Akureyri sími 866 3500 Mótorhjólasafnið Stórskemmtilegt safn, fullt af draumahjólum og flóttatækjum Opnunartímar Frá 1. júní: alla daga kl. 10-17

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.