Fréttablaðið - 27.05.2014, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 27.05.2014, Blaðsíða 8
27. maí 2014 ÞRIÐJUDAGUR| FRÉTTIR | 8 www.volkswagen.is Fullkominn ferðafélagi Tiguan kostar aðeins frá 5.360.000 kr. Volkswagen Tiguan eyðir aðeins frá 5,8l /100 km Volkswagen Tiguan Í Volkswagen Tiguan sameinast fullkomið fjórhjóladrif, sparneytin dísilvél og einstakir aksturseiginleikar sem veita þér algjört ferðafrelsi. BlueMotion tæknin frá Volkswagen leggur áherslu á lágmarks eyðslu eldsneytis og hámarks umhyggju fyrir umhverfinu. Kynntu þér kosti Volkswagen Tiguan og veittu þér sannkallað frelsi til að ferðast. HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.is Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæ · Heklusalurinn Ísafirði A uk ab ún að ur á m yn d: á lfe lg ur , s va rt ir þ ak bo ga r og lj ós ka st ar ar í fr am st uð ar a . ORKUMÁL Möguleikar til raforku- vinnslu með vindmyllum virðast hag- kvæmari við Búrfell en víðast hvar annars staðar í Evrópu. Svæðið mun verða fýsilegt til vindorkunýtingar um ókomin ár þrátt fyrir að loftslags- breytingar komi til með að hafa áhrif á vindafar. Þetta er meðal niðurstaðna tveggja meistaranema í umhverfis- og iðn- aðarverkfræði við Háskóla Íslands, þeirra Birtu Kristínar Helgadóttur og Birgis Freys Ragnarssonar, sem kynntu meistaraverkefni sín á meistaradegi Verkfræðistofnunar á fimmtudag. Birta Kristín rannsakaði möguleg áhrif loftslagsbreytinga á vindorku- nýtingu við Búrfell, en talið er að þær muni hafa mikil áhrif á veðurfar og auka tíðni ofsaveðra og hugsanlega breyta vindorkunýtingu hérlendis. Rannsóknin var gerð í samstarfi við Veðurstofu Íslands og Landsvirkjun og nýtt voru gögn frá mastri við Búrfell sem mælir vind- hraða í 10 metra hæð yfir jörðu. „Mín meginniðurstaða er sú að að orkuþéttleikinn muni minnka um u.þ.b. 10-23 prósent, allt eftir því fyrir hvaða tímabil var reiknað. Mestu breytingarnar virtust vera á seinni hluta aldarinnar, en þó ekki svo miklar að það hafi mikil áhrif á orkuframleiðslu,“ segir Birta. Birgir lagði mat á mögulega framleiðslu vindorku og greindi kostnað vindorkukerfis í Búrfelli. „Rannsóknin leiddi í ljós að nýtni vindmylla í Búrfelli er rúm 40 prósent að meðaltali. Einnig kom í ljós að Enercon E44-vindmyllur í Búrfelli framleiddu umtals- vert meiri orku en útgefnar aflkúrfur framleiðanda spáðu til um. Lykilniðurstöður voru að kostnaður vind- orku í Búrfelli var metinn á meðal lægsta kostnaðar á kílóvattstund fyrir vindorku í Evrópu,“ segir Birgir. Birgir vill ekki nefna neinar tölur að svo komnu máli, en segir þó að matið sé frekar íhaldssamt. „Þó svo að ekki sé farið bjartsýnustu leið í kostnaðarmati þá var niðurstaðan samt sem áður sú að Hafið í Búrfelli getur framleitt vindorku á samkeppnishæfu verði miðað við framleiðslu í Evrópu,“ segir Birgir. svavar@frettabladid.is Hafið er ákjósanlegt til vindorkunýtingar Þrátt fyrir loftslagsbreytingar bendir allt til að Hafið við Búrfell verði ákjósanleg- ur staður til vindorkunýtingar um ókomin ár. Allt bendir til að Hafið henti óvenju vel til raforkuvinnslu í evrópskum samanburði, bæði er varðar nýtni og kostnað. Á HAFINU Tvær vindmyllur eru við Búrfell nú þegar en þær teygja sig 55 metra í loft upp. Hver spaði er 22 metrar á lengd. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI BIRGIR FREYR RAGNARSSON BIRTA KRISTÍN HELGADÓTTIR VENESÚELA Rúmlega fjögur hund- ruð þúsund fleiri heimili skilgrein- ast nú sem fátæk í Venesúela en fyrir einu ári. Hlutfall þeirra heimila sem búa við örbirgð í landinu hefur hækkað úr 21 prósenti í 27 prósent eða úr 1,4 milljónum manna í 1,8 millj- ónir, samkvæmt tölfræðistofnun venesúelska ríkisins. Hækkunin kemur í kjölfar þess að verðbólga í landinu varð 56 pró- sent. Hún hafði þau áhrif að kaup- máttur neytenda fór þverrandi og fátækt jókst til muna. - kóh Úr 21,2% í 27,3% á einu ári: Fátækt eykst í Venesúela NICOLAS MADURO Forseti Venesúela hefur sætt gagnrýni fyrir efnahagsað- gerðir sínar sem hafa stóraukið verð- bólgu. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP KÍNA, AP Ásakanir hafa gengið á milli Japana og Kínverja eftir að kínverskum herþotum var flogið nærri japönskum flugvélum á haf- svæði þar sem deilt hefur verið um yfirráð. Um 30 metrar voru á milli vélanna. Stjórnvöld í Kína segja tvær japanskar eftirlitsvélar hafa flogið inn á loftvarnarsvæði yfir austur-kínversku hafsvæði. - kóh Hættusamt flug veldur usla: Ásakanir milli Kína og Japans SPÁNN, AP Íbúar spænska bæjar- ins „gyðingavígbúðir“ kusu í gær með því að breyta nafni hans. Kosningin fór svo að 29 manns kusu með breytingunni en 19 vildu halda gamla nafn- inu. Kjósendur ákváðu eftir kosn- ingu að nafn bæjarins skyldi vera „Gyðingahóll“, en það ku vera eldra nafn bæjarins. Heitið Castrillo Matajuidos eða „gyðingavígbúðir“ var tekið upp á tímum spænska rann- sóknarréttarins á 15. öld. Þá var gyðingum gert að snúa sér til kaþólskrar trúar ellegar flytja af landi brott. - kóh Spænskur bær fær nýtt nafn: Ekki lengur „gyðingavíg“ JAFNRÉTTI Fjallað verður um mikilvægi þess að fyrirtæki setji jafnréttismál á oddinn út frá viðskiptalegum forsendum og samfélagsábyrgð, á ráðstefnu sem haldin er í dag á vegum UN Women, Festu-miðstöðvar um samfélagsábyrgð og Samtaka atvinnulífsins. Rætt verður um nauðsyn þess að hafa blandaðar stjórnir og stjórnendur í fyrirtækjum bæði út frá jafnréttissjónarmiðum og af þeirri einföldu ástæðu að teknar eru betri ákvarðanir fyrir tækjum til heilla. - jme Setja jafnréttismál á oddinn: Karla og konur saman í stjórnir

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.