Fréttablaðið - 27.05.2014, Blaðsíða 11
ÞRIÐJUDAGUR 27. maí 2014 | FRÉTTIR | 11
NÁTTÚRA Lundinn kom tveimur vikum síðar
en venjulega í byggðir í Vestmannaeyjum,
sem hefur ekki gerst síðan mælingar hófust
árið 1952, eða í 62 ár. Fuglinn sást fyrst 2. maí
síðastliðinn en yfirleitt kemur hann í Eyjar í
kringum 18. apríl.
„Mig grunar að þetta sé ekki góður fyrir-
boði,“ segir Erpur Snær Hansen, doktor í líf-
fræði. „Yfirleitt er svona seinkun vísbending
um að eitthvað sé að, annaðhvort á vetrarstöðv-
unum eða að fæðan í Selvogsbanka er ekki nógu
mikil.“
Fylgst verður með lundanum í sumar og til
stendur að setja upp sjálfvirkar myndavélar
til að mæla varpið. „Þetta er ný aðferðafræði
í samvinnu við Oxford-háskóla. Notuð er tölva
sem getur þekkt lunda og talið þá en þeir eru
búnir að gera þetta mikið með mörgæsir á Suð-
urskautslandinu. Það hefur tekist mjög vel og
þeir eru að færa sig yfir á norðurhvelið núna
og lundinn varð fyrir valinu,“ segir Erpur
Snær.
Fyrir viku fór hópur Eyjapeyja í árlegan leið-
angur frá Vestmannaeyjahöfn til Helliseyjar
til eggjatöku. Þar komu þeir ekki auga á neinn
lunda, sem er óvenjulegt á þessum árstíma. - fb
Sjálfvirkar myndavélar verða settar upp í Eyjum í sumar í samvinnu við Oxford-háskóla:
Lundinn kom tveimur vikum of seint
MYNDAR LUNDANN Erpur Snær Hansen að störfum
með holumyndavél sem er notuð til að koma auga á
lunda í holum sínum.
KÖNNUN Sjálfsbjargarheimilið er
sigurvegari í flokki stórra stofn-
ana samkvæmt niðurstöðum úr
könnuninni Stofnun ársins 2014.
Einkaleyfastofan er stofnun
ársins í flokki meðalstórra stofn-
ana og í flokki lítilla stofnana bar
Héraðsdómur Suðurlands sigur
úr býtum.
Niðurstöður könnunarinnar
í ár sýna að mat starfsmanna á
öllum ánægjuþáttum hefur hækk-
að lítillega, nema þátturinn sem
mælir ánægju með launakjör.
Val á stofnun ársins er byggt á
svörum tæplega fjórtán þúsund
opinberra starfsmanna. - ebg
Könnun um stofnun ársins:
Sjálfsbjargar-
heimilið vann
STÝRIR SJÁLFSBJÖRG Þorkell Sigur-
laugsson er stjórnarformaður Sjálfs-
bjargar. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
STJÓRNMÁL Ísak Einar Rúnars-
son hefur verið kjörinn formaður
stúdentaráðs.
Hann tekur við af Maríu Rut
Kristinsdóttur sem hefur gegnt
embættinu síðastliðið ár.
Ísak er 22 ára Garðbæingur
en undanfarin tvö ár hefur hann
stundað nám við hagfræðideild
Háskóla Íslands. Hann er oddviti
Vöku sem vann sigur í kosning-
unum í febrúar.
„Ég tel sóknarfæri felast í
hagsmunabaráttu stúdenta og
mikilvægt er að ráðið haldi áfram
að beita sér af fullu afli í kjara-
málum stúdenta,“ segir Ísak í
samtali við vefsíðu stúdentaráðs.
- sáp
Hagfræðinemi úr Garðabæ:
Nýr formaður
stúdentaráðs
ÍSAK EINAR RÚNARSSON Nýkjörinn
formaður ráðsins telur sóknarfæri vera í
kjaramálum stúdenta.
BELGÍA, AP Í kjölfar skotárásar
við sögulegt safn um gyðingdóm
í Brussel hafa belgísk yfirvöld
blásið til dauðaleitar að söku-
dólgnum.
Byssumaðurinn myrti þrjár
manneskjur, ferðamannapar frá
Ísrael og franska konu. Einnig
hæfði hann Belga, sem ligg-
ur nú þungt haldinn á sjúkra-
húsi. Maðurinn lagði fyrir utan
safnið, gekk inn, hleypti af byssu
sinni og yfirgaf því næst svæðið.
Undirsaksóknari Belgíu, Ine Van
Wymersch, sagði ýmsasr ástæður
geta verið að baki árásinni, en
allt bendi til þess að ástæðuna
megi rekja til gyðingahaturs. - kóh
Belgar leita byssumanns:
Dauðaleit gerð
að byssumanni
RANNSÓKN STENDUR YFIR Blásið
hefur verið til allsherjarleitar að byssu-
manninum sem myrti þrjá og særði
einn á laugardag. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Miðasala er hafin á harpa.is og midi.is
4 dagar. 9 tónleikar. 13.–16. júní.
Listrænn stjórnandi
Víkingur Heiðar Ólafsson
MAHLER
CHAMBER ORCHESTRA
og Pekka Kuusisto 15. júní
4 dagar. 9 tónleikar. 13.–16. júní.
MISSIÐ EKKI AF EINNI FREMSTU HLJÓMSVEIT OKKAR TÍMA
„Þessum tónlistarmönnum hefur tekist að skapa
hina fullkomnu hljómsveit.”
Claudio Abbado
Lundinn hefur ekki komið svo
seint til byggða í Eyjum síðan
mælingar hófust fyrir 62 árum.
62