Fréttablaðið - 27.05.2014, Blaðsíða 30
27. maí 2014 ÞRIÐJUDAGUR| MENNING | 22
Á sumarsýn-
ingu Listasafns
Reykjanesbæjar,
Dæmisögum úr
sumarlandinu,
er að finna úrval
nýlegra olíumál-
verka eftir Karó-
línu Lárusdóttur,
sem fengnar eru
að láni frá einka-
aðilum. Sérstök áhersla er lögð á
stærri verk listakonunnar, sem að
jafnaði eru ekki eins aðgengileg
og minni málverk hennar, grafík-
myndir og vatnslitamyndir.
Sýningarstjóri er Aðalsteinn Ing-
ólfsson, sem er höfundur bókar um
Karólínu sem kom út á síðasta ári.
Dæmisögur úr Sumarlandinu
verður opnuð í Duushúsum á upp-
stigningardag, 29. maí, klukkan 14.
Karólína í
Reykjanesbæ
KARÓLÍNA
LÁRUSDÓTTIR
MENNING
TÓNLIST ★★★★★
Þriðja sinfónían
Gustav Mahler
SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT ÍSLANDS
LÉK UNDIR STJÓRN OSMO VÄNSKÄ.
EINSÖNGVARI: JAMIE BARTON. EINN-
IG KOMU FRAM VOX FEMINAE OG
STÚLKNAKÓR REYKJAVÍKUR UNDIR
STJÓRN MARGRÉTAR PÁLMADÓTTUR.
FÖSTUDAGUR 23. MAÍ Í ELDBORG,
HÖRPU.
Það var sko enginn slagari sem
var á dagskránni á tónleikum
Sinfóníuhljómsveitar Íslands á
Listahátíð á föstudagskvöldið.
Heldur þriðja sinfónía Mahlers,
sem er fyrir einsöngvara, tvo kóra
og hljómsveit. Hún tekur næstum
tvo klukkutíma og er magnaður
skáldskapur í sex köflum.
Vafasamt er að fullyrða um
hvað kaflarnir fjalla, enda er tón-
list um eitthvað sem ekki er hægt
að koma í orð. Fyrsti þátturinn
er langlengstur, tekur næstum
klukkutíma í flutningi. Hann ein-
kennist af draumkenndri nátt-
úrustemningu. Í fimmta kaflan-
um koma söngvarar til sögunnar,
fyrst syngur mezzósópran um
nóttina úr Svo mælti Zaraþústra
eftir Nietszche, en síðan taka kór-
arnir við og syngja um himna-
ríki. Hinir kaflarnir eru líka um
heiminn í kringum okkur, eftir
því sem ég kemst næst. Sá síð-
asti er ofurhægur, en endar á því-
líkum vímukenndum hápunkti að
það er engu líkt.
Náttúran hefur auðvitað annan
tímaskala en maðurinn og þriðja
sinfónía Mahlers er tvisvar sinn-
um lengri en venjuleg, stór sin-
fónía. Það merkilega er að á tón-
leikunum á föstudagskvöldið
leiddist manni ekki eitt augna-
blik. Snilldin var þvílík að maður
var bergnuminn allan tímann.
Tónmál Mahlers er sérkennilegt,
það er rómantískt án þess að vera
yfirdrifið eða væmið, laglínurn-
ar koma alltaf á óvart, raddsetn-
ingin er ávallt frumleg og yfir
öllu er einhver ævintýraljómi
og framandi andrúmsloft sem er
óviðjafnanlegt.
Túlkun Osmo Vänskä var stór-
brotin og lifandi og stjórnaði
hann hljómsveitinni afar vel.
Þar var margt einstaklega fal-
lega leikið, og stóðu flestir hljóð-
færaleikararnir sig frábærlega.
Látum vera að málmblásturinn
hafi ekki alltaf verið hreinn, það
er varla hægt að ætlast til þess,
svo mikið mæðir á hljóðfæraleik-
urunum í lengri tíma. Látum líka
vera að einhver hafi rekið sig í
míkrófón sem átti að vera slökkt
á á viðkvæmu augnabliki í sin-
fóníunni. Það var sprenging sem
maður hrökk við af. Þetta voru
skuggar, örfáar snurður á annars
fullkominni upplifun.
Mezzósópraninn Jamie Bart on
söng einsöng og gerði það stór-
kostlega, röddin var þétt og
hljómmikil, og túlkunin þrungin
djúpri sannfæringu. Vox feminae
og Stúlknakór Reykjavíkur undir
stjórn Margrétar Pálmadóttur
stóðu sig líka prýðilega, heildar-
hljómurinn var hreinn og í góðu
jafnvægi. Útkoman var tær snilld
og maður gekk út í nóttina á eftir
í sætri skáldavímu.
Jónas Sen
NIÐURSTAÐA: Stórfenglegur flutn-
ingur á þriðju sinfóníu Mahlers.
Ævintýraljómi og náttúrustemning
EINSÖNGVARINN „Mezzósópraninn Jamie Barton söng einsöng og gerði það stór-
kostlega, röddin var þétt og hljómmikil, og túlkunin þrungin djúpri sannfæringu.“
MYND/NORDICPHOTOSGETTY
17.00 RIVER OF FUNDAMENT
eftir Matthew Barney og Jona-
than Bepler í Laugarásbíói.
Myndin er 6 klukkustundir að
lengd. Hún er bönnuð áhorfend-
um innan 18 ára og er alls ekki
fyrir viðkvæma.
➜ RIVER OF FUNDAMENT
er nýjasta verk bandaríska
myndlistarmannsins Matthews
Barney, unnið í samstarfi við
Jonathan Bepler tónskáld. Kvik-
myndin er róttæk endursköpun
á skáldverki Normans Mailer,
Ancient Evenings. Í RoF tvinn-
ast saman frásagnarkvikmynd,
lifandi gjörningar, skúlptúr og
ópera byggð á sögu Mailers um
egypska guði og hin sjö stig end-
urholdgunar. Inn í verkið er flétt-
uð frásögn af risi og falli banda-
ríska bílaiðnaðarins.
LISTAHÁTÍÐ Í DAG
LEIKLIST/TÓNLIST ★★★★★
Wide Slumber
Valgeir Sigurðsson og Sigríður Sunna
Reynisdóttir í samstarfi við a.rawlings.
FRUMSÝNING Í TJARNARBÍÓI 24. MAÍ
Tónleikhúsverkið Wide Slumber
er afrakstur samvinnu Bedroom
Community og VaVaVoom. Verkið
er unnið upp úr ljóðabók Angelu
Rawlings, Wide Slumber for Lepi-
dopterists.
Angela Rawlings eða a.raw-
lings er kanadískt hljóðljóð-
skáld og listamaður sem starfar
meðal annars á Íslandi. Angela er
áhugaverður listamaður, sem vel
sómir sér á Listahátíð.
Tónlist Valgeirs Sigurðssonar
er orðin íslenskum leikhúsgestum
að góðu kunn. Valgeir er gríðar-
lega spennandi tónlistarmaður og
gaman verður að fylgjast áfram
með honum. Tónlistin í verkinu
er eitt aðalsmerki sýningarinnar,
sem er á mörkum tónleika og leik-
húss. Hún er kröftug, skemmti-
leg og epísk á köflum þar sem
hljómsveitin, James Mc Vinnie,
Liam Byrne og Ólafur Björn
Ólafsson, stóð sig með prýði.
Söngvarar höfðu misjafnan stíl,
en voru hver öðrum betri. Þá
kom sviðsreynsla Ásgerðar Júní-
usdóttur henni vel. Á köflum var
hrein unun að horfa á stílfærðar
hreyfingar Ásgerðar og hlusta á
hana.
Gallinn er kannski sá að þetta er
mikil sýning með íburðarmikilli
sviðsmynd, stórbrotinni ljósanotk-
un og myndböndum, sem hefðu
mátt njóta sín svo miklu betur.
Í myndböndunum, sem voru vel
unnin og einstaklega falleg, voru
sterkar og áhrifamiklar myndir
sem áttu það þó til að kafna í ljós-
unum á of litlu sviði Tjarnarbíós.
Margt var fallegt og vel gert,
en sýningin varð hálf kauðsk í
svo ófullbúnum sal. Þarna hefði
leikstjórinn mátt yrkja betur
inn í rýmið. Meiri hreyfing
hefði mátt vera á leikurum en sú
kóreógrafía sem mátti sjá kom
vel út. Einnig var fullmikið mis-
ræmi í leik, sem einnig hlýtur að
skrifast á leikstjórnina. Þá heyrð-
ist textinn illa, sem ef til vill á
ekki að koma að sök, en truflaði
undirritaða töluvert.
Ólöf Skaftadóttir
NIÐURSTAÐA: Þegar á heildina
er litið er Wide Slumber prýðis-
sýning, sem var þess virði að sjá, en
húsakynnin, sviðið og salurinn, sniðu
henni of þröngan stakk.
Hefði mátt yrkja betur inn í rýmið
WIDE SLUMBER „ Í myndböndunum, sem voru einstaklega falleg, voru sterkar og
áhrifamiklar myndir.“ MYND/ PIERRE-ALAIN GIRAUD
Börn og nútímasamfélag - Dagvistunarmál
og samþætting atvinnu- og fjölskyldulífs
Opinn fundur á Hótel Reykjavík Natura,
miðvikudaginn 29. maí kl. 8.30-10.00.
Bandalag kvenna í Reykjavík í samstarfi við velferðarráðuneytið stendur
fyrir opnum fundi um börn og nútímasamfélag. Fjallað verður um hvaða um-
hverfi við erum að skapa börnunum okkar, dagvistunarmál og samþættingu
atvinnu- og fjölskyldulífs. Ókeypis aðgangur og allir velkomnir.
Dagskrá:
Fundarstjóri: Margrét Pála Ólafsdóttir, höfundur Hjallastefnunnar
08:30 Inngangsorð: Börn þurfa betri heim,
Margrét Pála Ólafsdóttir, fundarstjóri
08:40 Kröfur samfélagsins til ungra barna
Sæunn Kjartansdóttir, sálgreinir, Miðstöð foreldra og barna
og höfundur bókarinnar Árin sem enginn man
09:00 Áhrif ytra umhverfis leikskólans á veruleika barna innan hans
Kristín Dýrfjörð, lektor við Háskólann á Akureyri
09:20 Samræming fjölskyldulífs og atvinnu og stytting vinnudagsins
Gunnar Örn Gunnarsson, framkvæmdastjóri SLFÍ og fulltrúi
BSRB í vinnuhópi velferðarráðuneytisins um samræmingu
fjölskyldulífs og atvinnu
09:30 - 10:00 Pallborðsumræður
Í pallborðsumræðunum taka þátt ásamt fyrirlesurum, Hrefna Sigurjónsdóttir,
framkvæmdastjóri Heimilis og skóla - landssamtaka foreldra, og Sveinn S.
Kjartansson, formaður Félags foreldra leikskólabarna.
Allar nánari upplýsingar á heimasíðu BKR, bkr.is
Dagskrá fundarins var undirbúin í samstarfi við Miðstöð
foreldra og barna, Heimili og skóli – landssamtök foreldra,
Félag dagforeldra, Félag foreldra leikskólabarna og Félag leik-
skólakennara. Fundurinn er styrktur af velferðarráðuneytinu.
www.lyfja.is
Lægra verð
í Lyfju
w.lyfja.is
Nanogen
Hárvörur 20%
afsláttur
Gildir út maí
Auka hárvöxt, þykkja og gefa fyllingu.
Trefjar hylja skallabletti.
Aukin vellíðan og meira sjálfsöryggi
með góðri hárumhirðu.