Fréttablaðið - 02.06.2014, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 02.06.2014, Blaðsíða 2
2. júní 2014 MÁNUDAGUR| FRÉTTIR | 2 FÓLK „Ég er bara farinn að labba um, get að vísu ekki hlaupið enn, en ég keypti mér reiðhjól. Þessu fylgja auðvitað verkir, sjúkraþjálf- un og píningar en þetta er allt að koma,“ segir Ævar Sveinn Sveins- son, 24 ára smiður úr Árbænum. Ævar lenti í vinnuslysi í Kóra- hverfinu í febrúar þegar hann féll 15 metra niður á steinsteypta stétt. Hann hlaut opið beinbrot á báðum ökklum, hryggbrotnaði og mjaðmagrindarbrotnaði og var fluttur í skyndi á sjúkrahús þar sem hann gekkst undir aðgerð sem tók níu klukkustundir. Við tók end- urhæfing á Grensásdeild. „Þetta hefur verið heldur skjót- ur bati. Ég byrjaði á því að losna við grindina framan á mjöðminni og mátti þá byrja að labba í vatni, þannig er maður léttari. Svo fékk ég leyfi til þess að fara í tíu mín- útna göngutúr á dag en þá blés auðvitað allt út og bólgnaði svo að þess á milli var ég bara í hjóla- stólnum. Svo fór ég á hækjurnar en er nú búinn að losna við þær,“ segir Ævar. Hann segir að frá upphafi hafi hann verið staðráðinn í því að ná fullum bata. „Tímaramminn sem læknarnir gefa manni er alltaf rúmur. Þeir reiknuðu með því að ég gæti kannski farið að ganga í haust en mér tókst þetta á fjórum mánuðum, sem er alveg frábært.“ Ævar hefur stundað mótókross af kappi um langt skeið og vill ólmur komast aftur á hjólið. Næst á dag- skrá er hins vegar sólarlandaferð með kærustunni, Halldísi Sævars- dóttur, sem staðið hefur þétt við bakið á honum – og svo meiri end- urhæfing. kristjana@frettabladid.is Kringlunni heyrnarstodin.is HEYRNARSTÖ‹IN ÓTRÚLEGT FALL Á myndinni má sjá hversu hátt fallið var. Þó svo að þetta sé ekki sama bygging og sú sem Ævar féll fram af er um sömu hæð að ræða. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Féll fimmtán metra en gengur óstuddur Ævar Sveinn Sveinsson féll niður fimm hæðir og lenti á báðum fótum á stein- steyptri stétt í vinnuslysi í febrúar síðastliðnum. Ævar var staðráðinn í að ná fullum bata og nú, fjórum mánuðum síðar, er hann farinn að ganga um óstuddur. ÁRNESHREPPUR Kosningar gengu vel fyrir sig í Árneshreppi, fámennasta sveitarfélagi lands- ins, að sögn Ingólfs Benedikts- sonar, formanns kjörstjórnar í hreppnum. Kosið var óhlutbund- inni kosningu. Guðlaugur Ágústs- son hlaut flest atkvæði eða 25. Kjörsókn var 72,3 prósent og kusu 34 af þeim 47 sem voru á kjörskrá. Kjörstaður var opinn frá hálf ellefu að morgni til hálf sjö að kvöldi. Um klukkutíma tók að telja atkvæðin. - ih 47 á kjörskrá í Árneshreppi: Klukkutíma tók að telja atkvæði KRÍMSKAGI Krímskagi hefur tekið upp rússnesku rúbluna sem gjaldmiðil. Þetta er skref í átt til frekari aðlögunar héraðsins að reglum og hagkerfi Rússneska ríkjasambandsins, en skaginn var inn- limaður í Rússland í mars. Samkvæmt upplýsingum frá rússneska seðla- bankanum munu verslanir á Krímskaga nú aðeins sýna verð í rúblum. Þar til nú hefur verslun á Krím- skaga verið í aðlögunarferli þar sem bæði rúblan og hin úkraínska hryvnia voru gjaldgengir miðlar. Sem stendur berst nýkjörinn forseti Úkraínu, Petro Porosjenkó, við að halda þjóðinni saman og rétta af hagkerfið. Aðskilnaðarsinnar í austurhluta landsins vilja innlimun úkraínskra bæja og sveita í ríkjasamband Rússa. Vladyslav Seleznyov, talsmaður varnarmálaráðu- neytis Úkraínu, sagði í samtali við Bloomberg- fréttastofuna að úkraínskar herdeildir héldu áfram að berjast gegn aðskilnaðarsinnuðum uppreisnar- mönnum. Margir þeirra beita hræðsluáróðri og hryðjuverkum til að vekja athygli á málstað sínum. Embættismenn Evrópusambandsins og Banda- ríkjanna hafa sakað forseta Rússlands, Vladimír Pútín, um að ýta undir óeirðirnar í austurhéruðun- um. Pútín á að hafa gerst sekur um að sjá aðskiln- aðarsinnum fyrir fjármagni, skotvopnum og liðs- auka. - kóh Úkraínsk mynt ekki lengur gjaldgeng á Krímskaga eftir innlimunina: Taka upp rússneska rúblu HERNAÐARÆFINGAR Aðskilnaðarsinni æfir sig að skjóta úr vélbyssu í nágrenni við Donetsk í austanverðri Úkraínu. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP HÁTÍÐARHÖLD Sjómannadagurinn var víða haldinn hátíðlegur í gær. Fjölbreytt dagskrá var í boði fyrir alla fjölskylduna og hetjur hafsins voru venju samkvæmt heiðraðar í tilefni dagsins. Dagurinn var örlítið votur víðast hvar en vætan kom þó ekki í veg fyrir skemmtileg hátíð- arhöld um land allt. Í Reykjavík var stútfull dagskrá alla helgina þar sem hafnardagur- inn og sjómannadagurinn hafa verið sameinaðir undir nafninu Hátíð hafsins. - ka Landsmenn héldu upp á sjómannadaginn víða um land: Hetjur hafsins heiðraðar í gær SIGLT UM SJÓINN Félagar í Kayakklúbbnum kepptu í sprettróðri við Reykjavíkur- höfn en upphafs- og endamarkið var við Sjóminjasafnið. FÉTTABLAÐIÐ/VILHELM VÍSINDI Teymi vísindamanna í Boston hefur nú tekist í fyrsta sinn í sögu læknisfræðinnar að prenta út æðar í þrívídd. Sú undirgrein læknisfræðinn- ar sem fjallar um að lækna eða græða ýmiss konar vefi eins og húð, vöðva og æðar hefur þróast hratt á síðustu árum. Útprentuðu æðarnar eru gerð- ar úr eins konar vatnskenndu hlaupi, sem er gert með háþró- uðum lífeindaþrívíddarprentara. Rannsóknarteymið segir mögu- legt að í framtíðinni verði þrí- víddarprentarar mikið notaðir við vefjalækningar. - kóh Æðar úr þrívíddarprentara: Prentaðar æðar Er ekkert hálfvitalegt að fá gullplötu sjö árum síðar? „Nei, nei, er ekki sagt að morgun- stund gefi gull í mund? Það er ekki komið hádegi hjá Hálfvitunum.“ Hljómsveitin Ljótu hálfvitarnir fékk á dögunum afhenta gullplötu fyrir fyrstu plötu hljómsveitarinnar sem kom út árið 2007. Sævar Sigurgeirsson er einn meðlima hljóm- sveitarinnar. EVRÓPUSAMBANDIÐ David Came- ron hefur hótað því að Bretar kunni segja skilið við Evrópu- sambandið verði Jean-Claude Juncker kjörinn forseti fram- kvæmdastjórnar Evrópusam- bandsins. Þetta er fullyrt í þýska miðlinum Der Spiegel. Juncker er fulltrúi stærsta flokkahópsins í nýafstöðnum kosningum til Evrópuþingsins. Mið-og hægriflokkahópur Junck- ers hlaut 213 af 751 þingsæti í kosningunum. Cameron á að hafa sagt að gamlir stjórnmálamenn gætu ekki leyst vandræði ESB. Spiegel segir að ráðherrann hafi sagt að yrði Juncker forseti kynnu Bret- ar að flýta kosningum um áfram- haldandi veru Breta í ESB sem áætlað er að fari fram 2017. David Cameron mun hafa til- kynnt óánægju sína þjóðarleið- togum annarra Evrópusambands- ríkja. Cameron er sagður vera ósáttur við að svo eindreginn stuðningsmaður frekara Evrópu- samstarfs verði forseti fram- kvæmdastjórnarinnar. Hann vill að nýr forseti taki tillit þeirra kjósenda sem eru ónægðir með hvaða stefnu Evr- ópusambandið hefur tekið. Samkvæmt heimildum The Guardian á Cameron að hafa samfært Angelu Merkel um að draga stuðning sinn við Juncker til baka og koma þar með í veg fyrir að hann verði skipaður for- seti framkvæmdastjórnar Evr- ópusambandsins. - ih David Cameron er ósáttur við fyrirhugaðan forseta framkvæmdastjórnar ESB: Hótar að flýta þjóðaratkvæði ÓSÁTTUR CAMERON Forsætisráðherra Bretlands hótar að flýta þjóðaratkvæði um ESB verði næsti forseti fram- kvæmdastjórnar sambandsins honum ekki að skapi. FRÉTTABLAÐIÐ/AP SPURNING DAGSINS

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.