Fréttablaðið - 02.06.2014, Síða 11
MÁNUDAGUR 2. júní 2014 | FRÉTTIR | 11
ÍSAFJARÐARBÆR Gísli Halldór Hall-
dórsson verður bæjarstjóri Ísa-
fjarðarbæjar en hann var bæj-
arstjóraefni Í-listans sem náði
hreinum meirihluta í kosningunum.
Gísli er starfandi formaður bæj-
arráðs fyrir Sjálfstæðisflokk. Hann
bauð sig þó ekki fram í prófkjöri
flokksins í vetur og hefur sagt
ástæðuna vera skort á samhljómi
við aðra sjálfstæðismenn. Í kjöl-
farið tilkynntu hann og Arna Lára
Jónsdóttir, oddviti Í-flokksins, að
hann yrði bæjarstjóraefni flokks-
ins en hann tók þó ekki sæti á list-
anum.
„Hann hefur langa reynslu
af sveitarstjórnarmálum og við
treystum honum mjög vel til verks-
ins,“ segir Arna Lára en aldrei kom
til greina að hún yrði sjálf bæjar-
stjóraefni flokksins.
Arna Lára er að vonum ánægð
með niðurstöður kosninganna enda
í fyrsta skipti í átján ár sem Sjálf-
stæðisflokkurinn nær ekki meiri-
hluta í bæjarstjórn. Hún segist telja
að fólk hafi verið tilbúið í breyting-
ar og að flokkurinn muni byrja á að
einbeita sér að atvinnu- og fræðslu-
málum bæjarins. - ebg
Í-listinn með meirihluta eftir átján ára valdasetu Sjálfstæðisflokksins:
Söguleg úrslit í Ísafjarðarbæ
FERÐAMENNSKA Vatnajökulsþjóð-
garður hefur fengið 40 milljóna
króna styrk frá iðnaðar-og við-
skiptaráðuneytinu vegna upp-
byggingar göngustíga við Detti-
foss.
Um er að ræða um 260 metra
langan göngupall og nýjan útsýn-
ispall við fossinn að vestanverðu.
Landeigendur Reykjahlíðar
hafa haft áform um að taka gjald
af ferðamönnum á svæðinu til að
byggja upp göngustíga og útsýn-
ispall.
Nú hefur iðnaðarráðuneytið
ákveðið að hefja uppbyggingu.
– sa
260 metra göngupallur:
40 milljónir í
göngustíga
KOSNINGAR Bloggarinn Eva
Hauksdóttir segist undrandi á
því að enginn frambjóðandi hafi
þegar kært framboð Sveinbjarg-
ar Birnu Sveinbjörnsdóttur.
Sveinbjörg, sem er oddviti
Framsóknar og flugvallarvina, er
búsett í Kópavogi, en með skráð
lögheimili í Reykjavík. Þjóðskrá
athugar nú hvort skráningin sé
lögmæt.
„Ég tel engan vafa um að þetta
framboð hafi verið ólöglegt,“
segir Eva.
„Mér finnst bara afskaplega
sorglegt að það sé töluvert stór
hópur sem vill mismuna útlend-
ingum á grundvelli trúar og
menningarbakgrunns,“ segir Eva
jafnframt. - sks
Eva Hauks er undrandi:
Framboð vafa-
laust ólögmætt
HVUMSA Eva skilur ekki hvers vegna
aðrir frambjóðendur hafa ekki þegar kært
framboð Sveinbjargar. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
SKÁK Alþjóðlegi meistarinn Guð-
mundur Kjartansson sigraði á
Íslandsmeistaramótinu í skák
2014.
Með frammistöðu sinni tryggði
hann sér áfanga að stórmeistara-
titli.
Guðmundur var sjöundi í stiga-
röð keppenda áður en mótið hófst
svo að árangur hans kom allflest-
um í opna skjöldu.
Guðmundur hlaut sex og hálfan
vinning í níu skákum, vinningi
meira en Héðinn Steingrímsson
og Hannes Hlífar Stefánsson sem
lentu í 2.-3. sæti. Sex stórmeistar-
ar tóku þátt á mótinu. - sa
Sigraði á Íslandsmeistaramóti:
Guðmundur
skákmeistari
SEYÐISFJÖRÐUR Ótrúlega mjótt
var á munum í sveitarstjórnar-
kosningunum á Seyðisfirði um
helgina. Munurinn á þeim þrem-
ur flokkum sem voru í framboði
var einungis sex atkvæði.
Sjálfstæðisflokkurinn fékk
flest atkvæði, eða 144, sem
skilaði honum þremur bæjar-
fulltrúum. Næstur kom Seyðis-
fjarðarlistinn með 142 atkvæði og
tvo bæjarfulltrúa. Framsóknar-
flokkurinn rak lestina með 138
atkvæði og tvo bæjarfulltrúa. - ih
Fylgið hnífjafnt á Seyðisfirði:
Munaði aðeins
sex atkvæðum
ÍSAFJÖRÐUR
Sveitarstjórnarkosningar
Ísafjarðarbær
%
2010:
5
4
L– L-listinn
44
3
4
32,3
1
1
15,6
0
8,2
MEIRIHLUTI
FALLINN