Fréttablaðið - 05.06.2014, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 05.06.2014, Blaðsíða 19
FIMMTUDAGUR 5. júní 2014 | FRÉTTAVIÐTAL | 19 Lengra ítarlegra viðtal við Vilhjálm Snædal má nálgast á Visir.is. visir.is Jökla, eða Jökulsá á Dal eða Jökulsá á Brú, er ólgandi jökulsá á Austurlandi. Hún á upptök sín í Brúarjökli og fellur um Jökuldal, niður í Jökulsárhlíð þaðan sem hún rennur að ósi í Héraðsflóa. Þegar útsendarar Fréttablaðsins voru á ferð þar á dögunum var hún úfin og ill að sjá. Miklar vorleysing- ar eru enda mikill snjór í fjöllum eystra eftir veturinn. Þverár og lækir steypast yfir heiðarbrún, niður dals- hlíðar og út í Jöklu, sem lengi tekur við. Eftir að áin var virkjuð með Kárahnjúkavirkjun fer megnið af jökulvatni árinnar um jarðgöng til Fljóts- dals. Áin er þannig orðin tær og bergvatnsá mestan hluta árs, nema í vorleysingum og þegar uppi- stöðulónið við Kárahnjúka, Hálsalón, er fullt en þá er jökulvatninu hleypt niður gljúfur þar sem Jökla hefur sorfið sér leið um hálendið og niður dal– verðandi stórlaxabændum í Jökuldal til nokkurrar hrellingar. JÖKLA ÚFIN OG ILL AÐ SJÁ JÖKLA VIÐ SKJÖLDÓLFSSTAÐI Þegar ekki er hleypt yfirfallsjökulvatni í ána er hún gullfalleg berg- vatnsá og hefur flest það til að bera sem prýða má afbragðs laxveiðiá. Mikið vatnasvæði er undir og áin furðu vatnsmikil þótt jökulvatnið hafi verið tekið frá. MYND/JAKOB MIKLAR VORLEYSINGAR ár og lækir steypast hvítfyssandi niður hlíðar Jökuldals og út í á. MYND/JAKOB þeir létu, framsóknarmenn; Stefán Bogi Sveinsson, forseti bæj- arstjórnar, meðal annarra, með Hrafnabjargarmönnum frændum sínum. Þetta eru svo miklir aular. Þær sögðu kerlingarnar að það skal aldrei verða svo að helvítis Jökul- dælingar fái laxinn okkar. Eins og þær hafi haldið það, greyin, að lax- arnir myndu fljúga fram hjá þeim. Það vex gríðarlegur fjöldi af laxi í ánni.“ Það hefur grundvallast á ríg frek- ar en einhverju sem heitið getur vit? „Já, það held ég að sé alveg öruggt. Það grundvallaðist á því að það er nefnilega þannig með mann- skepnuna að mönnum er svo mis- munandi léð frá drottins hendi. Starfsemin sem er í höfðinu, hún var ekkert endilega svo mikil. Hún var ekki notuð. Þetta var ekta fram- sóknarfólk, ágætt, en svo ómerki- legt.“ Vilhjálmur segir nú sögu til marks um ómerkilegheit framsókn- armanna, af því að þeir sem að ánni standa höfðu fengið vilyrði fyrir styrk frá Alcoa og einnig Lands- virkjun til að laga til við og í ánni, svo laxinn kæmist um. En, þeim framsóknarmönnum tókst að koma í veg fyrir að af styrkveitingu gæti orðið af hálfu Landsvirkjunar, svo mikill þótti þeim ófriður um málið. Hluti af afþreyingariðnaði Vilhjálmur á vart orð í eigu sinni til að lýsa þessum gern- ingi. Og er honum þó sjald- an orða vant. Þannig að það er rétt að beina talinu að einhverju öðru, svona uppbyggilegra. Sérðu þá fyrir þér að verða feitur laxabóndi hér fyrir miðjum Jökul- dal? „Ég veit nú ekkert um það. En, snýst ekki lífið um það að … er þetta ekki afþreyingariðnaður, veiðin? Má ekki segja það? Eins og hvað annað sem verið er að gera fyrir ferðamenn? Ég held það. Og, við þurfum peninga hér til að lifa. Á þessu svæði. Og er ekki gott að hafa þá tekjur til þess? Ég sé ekki betur.“ Nú fenguð þið ekki þær bætur sem þið tölduð að ykkur bæri fyrir Jöklu, þegar tappinn var settur í Kárahnjúkavirkjun, má þá ekki segja að þetta séu ansi ríf legar bætur; að fá heila laxveiðiá uppí hendurnar, sem þykir nú ekki ónýtt? „Jújú, það má alveg segja það. Bæturnar vildum við í upphafi en það var hent í Landsvirkj- un eignarnámsheimild. Og þeir töluðu aldrei við okkur. Þeim datt það ekki í hug. Þeir voru af þeirri stærðargráðu í þjóðfélag- inu, drengur minn. Þetta er svona eins og hrokagerði. Landsvirkjun. Þegar menn eru komnir á visst stig og hrokinn ræður ríkjum. Það gilda svo margskonar lög í land- inu. Stjórnarskrá og mannrétt- indi gilda ekki nema um suma. Þið ættuð að vita þetta, en ég býst ekki við því að þið vitið þetta. Hvaða aðferð var höfð …Hefði það geng- ið að fara svona að landeigum og lóðaeigendum í kringum Reykja- vík? Ef þeir hefðu átt svolítið af peningum líka? Þetta er bara svona.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.