Fréttablaðið


Fréttablaðið - 05.06.2014, Qupperneq 20

Fréttablaðið - 05.06.2014, Qupperneq 20
5. júní 2014 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR FJÖLSKYLDAN | 20 Mikilvægt er að börn haldi áfram að lesa að jafnaði yfir sumartím- ann þegar skólastarfi lýkur, ekki síst þau sem eru nýbúin að ná tökum á lestri og þau sem glímt hafa við lestrarerfiðleika. Þetta segir Bjartey Sigurðardóttir, tal- meinafræðingur við skólaskrif- stofuna í Hafnarfirði. „Það er mjög algengt að börn- um fari aftur í lestri ef þau lesa ekki að sumarlagi. Þetta á sér- staklega við um börn sem eru með einhver frávik. Þegar þau koma aftur í skólann að hausti er staðan oft hjá þeim eins og á miðsvetrarprófi í janúar veturinn á undan. Þar með hefur heil vor- önn tapast.“ Bjartey segir að líkja megi lestrarfærni við færni í að hlaupa langhlaup. „Ef við hættum að hlaupa í þrjá mánuði náum við ekki jafngóðum tíma og þegar við vorum í góðu formi. Ef börn hætta að æfa sig í lestri dregur úr lesfimi þeirra og lesturinn verður hægari og óþjálli.“ Til að koma í veg fyrir afturför er mikilvægt að börn lesi að jafn- aði um það bil tvisvar í viku yfir sumarið, að sögn Bjarteyjar. „Ég veit um marga kennara sem nesta sína nemendur með fyrirmælum um að lesa heima yfir sumartím- ann. Margir setja upp umbunar- kerfi og í sumum skólum hafa verið settar af stað lestrarkeppn- ir milli bekkja til að ýta undir sumarlestur,“ greinir Bjartey frá. Hún leggur áherslu á að bók- lestur efli orðaforða og bæti mál- skilning. „Æfi börn sig ekki í lestri að sumarlagi dragast þau einnig aftur úr hvað varðar mál- þroska.“ Mikilvægt er að foreldrar haldi áfram að lesa fyrir börnin sín þótt þau hafi náð tökum á lestri, að því er Bjartey bendir á. „Í byrjun er barnið einungis fært um að lesa mjög einfalda texta sem geta verið einhæfir og oft ekki í neinu samræmi við andleg- an þroska og áhuga þess. Það er því mikilvægt að haldið sé áfram að lesa fyrir börn til að bæta mál- skilning þeirra og efla orðaforða þeirra. Þannig eru þau búin undir flóknari bækur sem þau þurfa að glíma við síðar meir.“ ibs@frettabladid.is Ekki láta lestur barnsins detta alveg niður í sumar Algengt er að nemendum fari aftur í lestri viðhaldi þeir ekki lestrarfærni sinni yfir sumartímann. Mikilvægt að lesa tvisvar til þrisvar í viku. Mörg bókasöfn eru með lestrarátak. Þátttakendur fá umbun í lok sumars. Á BÓKASAFNI Bjartey Sigurðardóttir talmeinafræðingur segir að foreldrar eigi að koma þeim boðum til barna sinna að það sé gaman að lesa skemmtilegar bækur og að lestrar- stundir séu skemmtilegar samverustundir. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Æfi börn sig ekki í lestri að sumarlagi dragast þau einnig aftur úr hvað varðar málþroska. Bjartey Sigurðardóttir talmeinafræðingur 1. Lesið með barninu í sumar Látið barnið lesa tvisvar til þrisvar í viku. Þá viðhelst áunnin færni. 2. Nýtið ykkur bókasöfnin Mörg bókasöfn eru með lestrarátak yfir sumartímann þar sem nemendur skrá hvað þeir lesa. Allir þátttakendur fá umbun í lok sumars. 3. Hafið lesefnið hæfilega þungt Ef lesefnið er of þungt er hætta á að barnið missi móðinn. Gott viðmið er að nemandi geri ekki fleiri villur en fimm til sjö í 100 orða texta. 4. Aukið fjölbreytnina Lesið til skiptis og lesið saman í kór. Foreldri getur líka lesið blaðsíðuna fyrst og svo barnið. 5. Farið í skemmtilega leiki Ef barnið hefur ekki náð tökum á lestri má fara í skemmtilega leiki þar sem unnið er að því þjálfa upp hljóðavitundina og tengja hljóð við bókstafi. Nánari upp- lýsingar um slíkt efni má nálgast á Lesvefnum, lesvefurinn.hi.is, og á vef Námsgagnastofnunar, nams.is. Þar er einnig að finna frekari upplýsingar fyrir foreldra. 6. Lesið fyrir börnin Með því að halda áfram að lesa fyrir börnin batnar málskilningur þeirra og orðaforðinn eflist. Ráðin hér að ofan eru frá Bjarteyju Sigurðardóttur talmeinafræðingi. RÁÐ UM LESTUR BARNA6 Til að auka skilning á þeim áhrifum sem foreldrar hafa á menntun barna sinna er mikilvægara að beina athyglinni að uppeldisaðferðum foreldranna í stað afmarkaðri þátta sem tengjast beint skólagöngu. Þessa ályktun dregur Kristjana Stella Blöndal, lektor við Háskóla Íslands, sem í næstu viku ver doktorsritgerð sína sem ber heit- ið Skuldbinding nemenda til náms og brotthvarf úr framhaldsskóla: Þáttur uppeldisaðferða foreldra. Verkefni hennar er byggt á lang- tímarannsókn á meðal íslenskra ungmenna. „Tilgangurinn með rannsókn minni var að skoða hvaða skila- boðum ég gæti komið til foreldra til að valdefla þá til að styðja börn sín til að klára framhaldsskóla. Það sem virðist skipta meginmáli eru uppeldisaðferðirnar, það er að segja leiðandi uppeldi foreldra. Það er uppeldis- aðferð sem ein- kennist af hlýju, stuðningi og hvatningu sam- tímis því sem sett eru skýr mörk og kröfur gerðar í samræmi við þroska. Það er ekki nóg að vera bæði hvetjandi og styðjandi og ekki nóg að gera kröfur heldur þarf þetta tvennt að fara saman. Þessir sameinuðu þættir virðast skipta meira máli en þátttaka foreldranna í sjálfri menntun barnanna. Leið- andi uppeldi gerir þau móttækilegri fyrir skilaboðum foreldra um mikil- vægi menntunar og skuldbinding- ar til náms á unglingsárum,“ segir Kristjana Stella. - ibs Draga má úr brottfalli framhaldsskólanema: Uppeldisaðferðir skipta höfuðmáli Þegar aðeins 39 prósent nemenda í níunda bekk í grunnskólanum í Ströveltorp fyrir utan Äng- elholm í Svíþjóð fengu umsögnina viðurkennt í öllum námsgreinum ákváðu skólamála- yfirvöld að setja kenn- ara á skólabekk. Voru kennararnir látnir meta eigin kennslu og ann- arra. Fimm árum síðar fengu 90 prósent nemenda umsögnina viður- kennt, að því er sænskir fjölmiðlar greina frá. Kennurum í grunnskólanum í Ströveltorp fannst sjálfum skólinn lélegur og enginn fann úrræði til að bæta úr því. Kennarar voru þá látnir sækja 60 eininga háskóla- námskeið. Kennararnir hafa auk þess setið í kennslustund- um hver hjá öðrum, tekið upp kennsluna á myndband og gagnrýnt hver annan á uppbyggilegan hátt. - ibs Gripið var til aðgerða vegna lágra einkunna í sænskum skóla: Kennarar sendir á skólabekk Í FRAMHALDSSKÓLA Foreldrar geta ýtt undir jákvæðar tilfinningar í garð náms og skóla. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR KRISTJANA STELLA BLÖNDAL Hjólasöfnun Barnaheilla – Save the Children á Íslandi stendur til 15. júní næstkomandi. Þetta er í þriðja sinn sem staðið er fyrir söfnun á notuðum reiðhjól- um fyrir börn og unglinga. Að þessu sinni er söfnun- in í samstarfi við Æskuna barna- hreyfingu IOGT og Íslenska fjalla- hjólaklúbbinn, að því er segir á vef Barnaheilla. Hjólunum verður safnað á endurvinnslu- stöðvum Hringrásar og Sorpu á höfuðborgarsvæðinu. Þau verða gerð upp og eru þau ætluð börnum sem ekki eiga kost á því að kaupa sér reið- hjól. Hægt er að sækja um hjól hjá Félagsþjón- ustunni í Reykjavík, Kópavogi, Hafnar- firði og í Reykja- nesbæ. Hjól in verða afhent í júní. - ibs Félagsþjónustan úthlutar hjólum úr söfnun Barnaheilla: Safna notuðum hjólum 25% afsláttur 140x200 39.990 29.990 kr 140x220 44.900 33.742 kr 100x140 16.990 12.735 kr 70x100 12.990 9.742 kr
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.