Fréttablaðið - 05.06.2014, Qupperneq 24
5. júní 2014 FIMMTUDAGURSKOÐUN
HALLDÓR
FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRI: Andri Ólafsson andri@frettabladid.is RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Álfrún Pálsdóttir alfrun@frettabladid.is VIÐSKIPTI: Fanney Birna Jónsdóttir fanney@frettabladid.is MENNING: Friðrika Benónýsdóttir fridrikab@frettabladid.is
DÆGURMÁL: Lilja Katrín Gunnarsdóttir liljakatrin@frettabladid.is VÍSIR: Kolbeinn Tumi Daðason, kolbeinntumi@365.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚTLITSHÖNNUN: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald
RITSTJÓRAR: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is, Mikael Torfason mikael@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000
eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á
landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
ISSN 1670-3871
FRÁ DEGI
TIL DAGS
Í
gær voru liðin 25 ár frá því kínversk stjórnvöld frömdu
fjöldamorð á mótmælendum á Torgi hins himneska friðar
í Peking. Mörg hundruð manns, aðallega ungt fólk, voru
drepin fyrir að krefjast mannréttinda, frelsis og lýðræðis.
Mikill viðbúnaður var af hálfu stjórnvalda í Peking í
gær til að koma í veg fyrir að grimmdarverkanna yrði minnzt
með nokkrum hætti. Í aðdraganda tímamótanna hafa útsendarar
Kínastjórnar sett að minnsta kosti 66 andófsmenn í varðhald
eða stofufangelsi, að því er mannréttindasamtökin Amnesty
International hafa staðreynt. Gengið hefur verið enn lengra í að
þagga niður alla umræðu en
fyrir fimm árum, þegar 20 ár
voru liðin frá atburðunum.
Kínversk stjórnvöld hafa
aldrei viðurkennt glæpina sem
voru framdir 4. júní 1989. Þau
hafa raunar lagt mikið á sig til
að reyna að fá þátttakendur í
mótmælunum á torginu til að gleyma því líka hvað átti sér stað.
Í gær birtust í bandarískum fjölmiðlum viðtöl við Fang Zheng,
einn af námsmönnunum sem mótmæltu á torginu 1989. Hann
missti báða fætur þegar skriðdreki ók yfir hann. Hann hafði
þá rétt náð að bjarga meðvitundarlausri stúlku frá því að verða
undir skriðdrekanum. Strax á sjúkrahúsinu, þar sem hann var til
meðhöndlunar, reyndu útsendarar stjórnvalda að fá hann til að
viðurkenna að hann hefði beitt ofbeldi og skriðdrekastjórinn ekki
átt annars kost en að aka yfir hann.
„Það fyrsta sem þeir vildu að ég gerði var að gleyma sann-
leikanum, snúa staðreyndunum á haus. Þetta var stöðug barátta.
Þeir vildu að ég hylmdi yfir það sem gerðist,“ segir Fang í við-
tali við Epoch Times. Honum var síðar neitað um að taka þátt í
íþróttamótum fatlaðra nema hann lygi til um hvernig hann missti
fæturna. Eftir 20 ára baráttu, þar sem stöðugt var lagt að honum
að segja ekki sannleikann, flutti hann til Bandaríkjanna.
Amnesty krafðist þess í gær af Kínastjórn að hún viðurkenndi
mannréttindabrotin 1989, efndi til opinberrar rannsóknar á
atburðunum og drægi þá til ábyrgðar sem stóðu fyrir fjöldamorð-
unum. Amnesty krefst þess líka að aðstandendum fórnarlamb-
anna verði greiddar bætur og áreitni og ofsóknum á hendur þeim
sem ræða opinberlega um atburðina verði hætt.
Það er ágætt að rifja upp þegar ráðamennirnir okkar brosa á
myndum með kínverskum kollegum sínum og tala um gildi aukins
samstarfs við Kína hvers konar ríki er um að ræða. Þótt Kína hafi
tekið upp markaðsbúskap er það ekki frjálslynt lýðræðisríki. Það
er einræðisríki, þar sem mannréttindabrot og skoðanakúgun er
daglegt brauð.
Það er sjálfsagt að eiga samskipti og viðskipti við Kína eins og
önnur ríki, en íslenzk stjórnvöld eiga að nota öll tækifæri til að
taka undir kröfur Amnesty og fleiri mannréttindasamtaka um að
þessi partur kínverskrar sögu verði gerður upp. Hjörleifur Svein-
björnsson, sem bjó lengi í Kína, benti á það í grein í Fréttablaðinu
í gær að slíkt uppgjör, á hvaða formi sem væri, væri til marks um
stefnubreytingu hjá kínverskum stjórnvöldum. Við eigum að nýta
tengsl okkar við Kína til að ýta undir slíka breytingu.
Setjum fyrirvara við hrifninguna af Kína:
Fjöldamorð
þaggað niður
Ólafur Þ.
Stephensen
olafur@frettabladid.is
Fátt er fallegra og gleðilegra en fæðing
barns. Hafi allt gengið að óskum í fæðing-
unni tekur við tími mikillar eftirvæntingar
hjá foreldrum. Þeir hlakka til að fylgjast
með nýjasta fjölskyldumeðlimnum taka þau
stórkostlegu þroskaskref sem fram undan
eru og umvefja hann ást og umhyggju.
Foreldrar sem búa á þeim svæðum í heim-
inum þar sem enn fyrirfinnst stífkrampi
geta hins vegar ekki leyft sér að gleðjast
með þessum hætti. Ekki strax. Við tekur
óttafullur tími. Skyldi barnið hafa smitast?
Ef barnið hefur smitast af stífkrampa í fæð-
ingunni er fátt hægt að gera til að bjarga
því. Þau vita það.
Stífkrampi er skæður sjúkdómur með öra
og afar kvalafulla framrás. Hann smitast úr
umhverfinu í opin sár og er algengasta smit-
leiðin í naflasár hvítvoðunga. Sjúkdómurinn
var afar aðgangsharður á Íslandi á árum
áður. Sem dæmi létust 60-80% nýfæddra
barna í Vestmannaeyjum um miðja nítjándu
öld og í Grímsey létust fimm börn úr stíf-
krampa árið 1904, en á þeim tíma bjuggu
rétt rúmlega 80 manns í eyjunni.
Í dag er stífkrampi hins vegar óþekktur
hérlendis, þökk sé bættum lífsgæðum og
bólusetningum. Bólusetning er eina leiðin
til að koma alfarið í veg fyrir sjúkdóminn
en byrjað var að bólusetja gegn honum hér-
lendis árið 1952.
Þrátt fyrir að hægt sé að koma í veg
fyrir sjúkdóminn með bólusetningu deyja
árlega 60.000 ungbörn og mæður úr stíf-
krampa. Það er á níu mínútna fresti! Meiri-
hluti þeirra býr á svæðum þar sem konur
eru fátækar og hafa takmarkaðan aðgang
að heilsugæslu og upplýsingum um öruggar
fæðingar.
Kiwanis og UNICEF, Barnahjálp Sam-
einuðu þjóðanna, eiga að baki afar árang-
ursríkt samstarf í baráttunni fyrir bættum
lífsgæðum barna á heimsvísu. Áður hafa
samtökin verið í samstarfi í baráttunni gegn
joðskorti hjá börnum og skilaði það gríðar-
legum árangri. Nú hafa samtökin tekið hönd-
um saman á ný til að útrýma stífkrampa.
Við vitum að það er hægt. Á síðustu 20 árum
hefur dánartíðni nýbura vegna stífkrampa
lækkað um heil 90%.
Við hjá Kiwanis biðlum til almennings að
aðstoða okkur í þessari baráttu. Með því að
senda sms-ið STOPP í númerið 1900 er hægt
að styrkja baráttu okkar um 630 krónur –
eða sem nemur níu bólusetningum. Ekkert
barn á að þurfa að deyja af orsökum sem
jafnauðvelt er að koma í veg fyrir og stíf-
krampa.
Níunda hver mínúta
Ekkert að marka
Rósa Guðbjartsdóttir, oddviti sjálfstæð-
ismanna í Hafnarfirði, fór í þagnarbind-
indi eftir kosningar og heyrðist ekkert
frá henni í tvo sólarhringa. Flokkurinn
sendi frá sér stuttaralega tilkynningu
í gær þar sem sagði að ákveðið hefði
verið að hefja formlegar viðræður við
Bjarta framtíð um myndun meirihluta.
Oddviti Bjartrar framtíðar lýsti því yfir
í fyrradag að allir flokkar ættu að
vinna saman, hann vildi breiða
samstöðu. Oddvitar VG og
Samfylkingar lýstu því yfir
opinberlega að þetta þætti
þeim góð hugmynd, það
heyrðist hins vegar ekkert
í sjálfstæðismönnum.
Fjarðarpósturinn segir að
annaðhvort hafi ekki
verið vilji hjá Sjálf-
stæðisflokknum fyrir breiðri samstöðu
eða það hafi ekkert verið að marka
yfirlýsingar Bjartrar framtíðar. Það
hljóta að vera meiri líkur en minni á
að þagnarbindindið hafi verið vegna
þess að sjálfstæðismönnum hugnaðist
ekki að öll dýrin í skóginum væru vinir.
Einfalda leiðin
Björt framtíð er líka í meirihlutavið-
ræðum í Kópavogi. Björt framtíð
hefur aldrei lýst því yfir að
það væri skynsamlegast
að allir myndu stjórna
saman þar. Ármann Kr.
Ólafsson virðist sigla
hratt og örugglega
í bæjarstjóra-
stólinn.
SUF utan þjónustusvæðis
Á Fésbókarsíðu Sambands ungra
framsóknarmanna birtist fræg
færsla rétt fyrir sveitarstjórnar-
kosningar, þar sem moskuummæli
Sveinbjargar Birnu Sveinbjörns-
dóttur voru fordæmd. Færslan
fékk ekki að lifa lengi á síðunni og
var snögglega kippt út. Stjórn SUF
virðist nú öll vera stödd utan þjón-
ustusvæðis, því frá því að færslan fór
inn og út af síðunni hefur enginn
stjórnarmaður SUF látið ná í sig.
Blaðamaður gafst upp á að reyna
að ná í Helga Hauk Hauksson,
formann SUF, í gegnum síma og
sendi honum skilaboð í gegnum
Fésbók. Formaðurinn hefur
séð skilaboðin en hefur ekki
viljað svara.
johanna@frettabladid
HJÁLPARSTARF
Ástbjörn Egilsson
verkefnisstjóri
Stífk rampaverkefni-
sins á Íslandi
➜ Stífkrampi er skæður sjúkdómur
með öra og afar kvalafulla framrás.
helgi í öllum
verslunum
Fjarðar
Tax Free
Frá fimmtudegi
til laugardags
– í miðbæ Hafnarfjarðar