Fréttablaðið


Fréttablaðið - 05.06.2014, Qupperneq 25

Fréttablaðið - 05.06.2014, Qupperneq 25
FIMMTUDAGUR 5. júní 2014 | SKOÐUN | 25 Mikið veður hefur verið gert út af ummælum odd- vita Framsóknarflokks- ins í Reykjavík um meinta andúð á múslimum. Öfugt við marga aðra kenninga- smiði held ég ekki að þarna sé um að ræða úthugsað samsæri um að snúa Fram- sóknarflokknum til öfga- stefnu fasista til þess að afla atkvæða í gruggugum polli þegar allt annað var þrotið. Ég held að málið sé miklu einfald- ara. Byrjandi í pólitík með enga reynslu og harla litla þekkingu jafn- vel á samþykktri stefnu síns eigin flokks en með tiltekna persónulega tengslasögu við múslimska borgara í útlöndum, gerði sér ekki þau sann- indi ljós að einstaklingur sem val- inn er til þess að leiða hóp flokks- systkina sinna í kosningabaráttu verður að hafa gætur á því hvað hann segir. Frambjóðandinn gerði sér ekki ljóst að slíkur einstakling- ur í oddvitasæti talar fyrir fleiri en sjálfan sig og ummæli eins og þau sem viðhöfð voru teljast vera gefin fyrir framboðsins hönd. Svo festi frambjóðandinn sig fyrr en varði í sinni eigin bullinkollu og sprikl- aði þar eins og fiskur fastur á öngli. Festist æ meir því meir sem sprikl- að var. Ég er ekki í nokkrum vafa um að þeir fjölmörgu, góðu Fram- sóknarmenn sem ég þekki munu taka að sér að uppfræða þennan byrjanda á vígvelli framboða um einföldustu undirstöðuatriði og trúi ekki öðru en hún muni læra þegar fram í sækir – svona þegar góðir félagar úr flokknum og reynslan taka höndum saman um að hjálpa til við heimalærdóminn. Draugur vakinn úr myrkri þjóðarsál Ég hef því sannast sagna ekki mikl- ar áhyggjur af því að Framsóknar- flokkurinn sé að verða fasískur þótt byrjanda í framboði blautum á bak við bæði eyrun hafi illa orðið fóta- skortur á eigin tungu. Ég hef miklu meiri áhyggjur af því að sú bullin- kolla vakti upp mikinn og óvæntan stuðning í hópi íslenskra kjósenda sem mættu fúsir til leiks þegar for- ingi gaf sig fram sem að minnsta kosti sýndist vera að flytja boðskap fasisma um ekki bara óvild heldur blint hatur á tilteknum hópi mikils minnihluta Íslendinga. Miklu verri er þó eftirleikurinn. Þegar þessi hópur veitti fordómum sínum og hatri útrás á blogginu með heiftúð- ugu orðbragði og jafnvel líflátshót- unum. Getur ekkert sjálft– nema æpt og hótað Nú er það vel þekkt úr evrópskri sögu að sá hópur einstaklinga sem móttækilegastur er fyrir slíkum boðskap og blindu hatri á minni- hlutahópa og útlendinga er yfirleitt fólk sem er illa upplýst, illa að sér, illa skrifandi og illa máli farið og þarfnast því einhvers foringja sem getur komið orðum að þeim hugs- unum sem þrífast þarna í myrkum afkimum þjóðarsálar. Það ræður ekki við að taka sjálft þátt í upp- lýstri umræðu, hvað þá heldur að færa þekkingarleg rök fyrir skoð- unum sínum en er umsvifalaust mætt öllum að óvörum þegar slík- ur málflutningur öðlast einhvers konar viðurkenningu í orðræðum einhvers foringja. Þá er það mætt tilbúið jafnvel til ofbeldisverka ef á þarf að halda, æpandi fúkyrði með hnefana á lofti. Þessi sögusannindi koma óhjá- kvæmilega í hugann þegar lesið hefur verið bloggið og hlustað hefur verið á innhringingarnar þennan sólarhring sem liðið hefur frá kosn- ingaúrslitunum í Reykjavík. Satt er það að ekki er þar víða fyrir að fara mikilli uppfræðslu, ekki mik- illi þekkingu, ekki miklum orða- forða umfram sóðaskap, blót, ragn, heift, og heitingar, ekki mikilli mál- vöndun og varla getu til þess að staf- setja á skiljanlegri íslensku algeng- ustu orð tungunnar eins og reynt hefur þó verið að kenna yngstu börnum fjög- urra kynslóða. Margt af þessu fólki fengi hvergi inni í prentmiðlum en lætur sig hafa það að koma fyrir augu alþjóðar á netinu með þenn- an grunnfærna hatursboð- skap, jafnvel undir mynd af sjálfu sér með fjölskyldunni! Sagan endurtekin? Ritstjóri Morgunblaðsins mun hafa sagt eitthvað á þá leið að umræðuna um hatursfulla afstöðu margra Íslendinga til útlendinga og minni- hlutahópa þurfi að fara að taka ef ekki á illa að fara. Það er rétt hjá honum að tími er kominn til þess að draga þessa skoðanahópa, sem nú tjá sig ákafast á netinu, fram í dagsljós- ið og láta þá standa fyrir máli sínu opinberlega svo það komi áþreifan- lega í ljós á hve þunnri þekkingu og á hve veikluðum röksemdum málflutningurinn hvílir. Þegar það hefur verið eftirminnilega opin- berað held ég að fáir myndu vilja láta aðra kenna sig við aðild að þeim „hæfileikahópi“. Og þó? Það skyldi þó aldrei vera?!? Það skyldi þó aldrei vera að slíkt hugarfar sé hin hliðin á íslensku þjóðrembunni? Þannig var það í nasistaríkinu þýska. Þar var fasisminn einfaldlega hin hliðin á þjóðrembu „aríanna“. Þannig getur sagan endurtekið sig – og á til að gera það stundum. Hin hliðin á þjóðrembunni Í umræðum formanna stjórnmálaflokkanna á kosninganótt lét ég þau ummæli falla að íslensk stjórnmál hefðu glatað sakleysi sínu með mosku- útspili Framsóknarflokks- ins og eftirleik þess. Mig langar að skýra þetta frekar. Við viljum líta á okkur sem fordómalaust og umburðarlynt samfélag og eigum erfitt með að viður- kenna annað. Og víst er um það að um margt hefur íslenskt samfélag verið til fyrirmyndar. Nægir þar að nefna hversu hratt við höfum snúist frá fordómum til umburð- arlyndis gagnvart samkynhneigð- um. Og okkur finnst gott að halda þeirri hlið að umheiminum að við stöndum saman gegn fordómum, eins og best sást þegar við send- um Pollapönk til útlanda með þau skilaboð nú nýverið. En í þessu felst líka að við höfum kannski forðast að horfast í augu við það að fordómar eru til. Við sem höfum tekið þátt í stjórnmálum vitum það mætavel. Íslensk stjórnmál hafa hins vegar hingað til byggt á ákveðinni sam- stöðu um að gera þá ekki að póli- tískum veiðilendum. Á því varð breyting í nýafstöðn- um sveitarstjórnarkosningum. Moskuútspil Framsóknarflokks- ins var vissulega eftirtektar- vert fyrir það sem var beinlín- is sagt en enn frekar fyrir það hvernig og hvenær það var sagt og hvernig því var leyft að liggja án skýringa til að gefa óttanum undir fótinn. Formanni flokks- ins – sem líka er forsætisráð- herra landsins – var í lófa lagið að stemma þessa á að ósi en hann kaus beinlínis að gera það ekki. Með því tryggði hann flokknum ávinning af hinum hálf- kveðnu vísum. Við höfum ýmis dæmi um sérkenni- legan málflutning af hálfu Framsóknar að þessu leyti á undanförn- um misserum. Þess vegna hlýtur Framsóknarflokk- urinn að þurfa að skýra nákvæmlega afstöðu sína í útlendingamálum. Niðurstaða kosninganna er sú að útspil af þessum toga geta aflað stjórnmálaafli fylgis. Það er barnaskapur að halda að það gerist ekki aftur. Þvert á móti er árangur Framsóknarflokksins í Reykjavík nú þess eðlis að óhjá- kvæmilegt er að einhver öfl – ný eða gömul – munu róa á þessi mið fyrir næstu kosningar. Við því þarf að bregðast. Ræðum um staðreyndir Við verðum að takast á við þessa nýju stöðu og leggja betri grunn að umræðu um útlendinga og inn- flytjendur. Ísland liggur í þjóðbraut vegna breyttra atvinnuhátta. Land sem fær nú stærstan hluta útflutnings- tekna af ferðaþjónustu mun aldrei aftur geta verið lokað útlending- um með sama hætti og var fyrir opnun landsins með EES-samn- ingnum. Land sem tekur á móti hátt í milljón ferðamönnum á ári getur aldrei aftur haft útlend- ingaeftirlit á skemmtistöðum og biðröð í vegabréfaskoðuninni eins og í gamla daga. Með sama hætti þurfum við sífellt fleira fólk til að vinna störf sem Íslendingar kjósa að vinna ekki. Sú þróun var hafin fyrir EES-samninginn og hún mun halda áfram þótt við mynd- um freista þess að loka okkur af. Það sem mestu skiptir er að það fólk og börn þess njóti ekki lak- ari kjara en Íslendingar og geti orðið hluti af íslensku samfélagi og öðlast möguleika á að afla sér menntunar og betri starfskjara, kynslóð fram af kynslóð. En við þurfum að viðurkenna að það er manninum eðlislægt að bera ótta í brjósti gagnvart hinu ókunna og þar með fólki af fram- andi uppruna og við getum ekki áfellst fólk fyrir þær tilfinningar. Viðbragðið hlýtur að vera að ræða þær áhyggjur sem valda ótta og grennslast fyrir um áhyggju- efnin. Greina hvaða ótti á við rök að styðjast og hver ekki. Umræð- an þarf að snúast um staðreyndir. Um sum óttaefnin ræði ég í ann- arri grein. Að næra ótta SAMFÉLAG Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar ➜ En við þurfum að viður- kenna að það er mann- inum eðlislægt að bera ótta í brjósti gagnvart hinu ókunna og þar með fólki af framandi uppruna og við getum ekki áfellst fólk fyrir þær tilfi nningar. Viðbragðið hlýtur að vera að ræða þær áhyggjur sem valda ótta og grennslast fyrir um áhyggjuefnin. Greina hvaða ótti á við rök að styðjast og hver ekki. Umræðan þarf að snúast um staðreyndir. ➜ Miklu verri er þó eftirleikurinn. SAMFÉLAG Sighvatur Björgvinsson fv. ráðherra Hægt er að velja þriggja kílómetra skokk eða göngu að Öskjuhlíð og til baka, eða tíu kílómetra hlaup suður fyrir Reykjavíkur- flugvöll og til baka. Tími mældur hjá öllum aldursflokkum: 14 ára og yngri, 15-18 ára, 19-39 ára, 40-49 ára, 50-59 ára og 60 ára og eldri. Verðlaun fyrir fyrstu þrjú sætin í karla- og kvennaflokki fyrir báðar vegalengdir auk fjölda veglegra útdráttarverðlauna. Allir sem ljúka hlaupinu fá viðurkenningarpening. Helga Camilla hjá World Class hitar hlauparana upp kl. 18:40. Happ býður öllum upp á súpu að hlaupi loknu. Eðal Toppur og Latabæjar Brazzi í boði Vífilfells. Þá fá allir Hleðslu frá Mjólkursamsölunni. Forskráning á hlaup.is til hádegis í dag. Skráning hjá Krabbameinsfélaginu í Skógarhlíð 8 til kl. 18:00. Þátttökugjald: 500 krónur fyrir 14 ára og yngri 1.500 krónur fyrir 15 ára og eldri HEILSUHLAUP Krabbameinsfélagsins er í dag, fimmtudaginn 5. júní Pollapönk ræsir hlauparana af stað kl. 19:00 við hús Krabbameinsfélagsins að Skógarhlíð 8. 10 km 3 km
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.