Fréttablaðið - 05.06.2014, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 05.06.2014, Blaðsíða 28
5. júní 2014 FIMMTUDAGUR| SKOÐUN | 28 Nú þegar sveitarstjórnarkosningar með sinni óvæntu trúarbragðaumræðu eru að baki langar okkur að fylgja eftir grein okkar sem birtist í Morgunblaðinu og á vef þjóðkirkjunnar, tru.is, þann 30. maí sl. og bar heitið stóra moskumálið. Þar leiddum við rök að því að þau viðhorf sem forysta Framsóknar í Reykjavík bar fram varðandi stöðu ólíkra trúarbragða í borginni sé í grunninn ekki svo fjarri því viðhorfi sem Siðmennt hefur haldið á lofti og hlotið stuðning fráfarandi mann- réttindaráðs Reykjavíkurborgar. Framsóknarforystan í borginni mælir fram með meirihlutavaldi í trúarefnum á meðan mannréttindaráðsmenn vilja í krafti sama valds halda orðræðu trúar- bragða utan almannarýmisins en ein- skorða hið opinbera samtal við almenn siðgildi byggð á veraldlegri heimsmynd og mannhyggju. Í grein okkar hvetjum við til þess að farin sé þriðja leiðin þótt ekki sé hún fyrirhafnarlaus; að ástunda samræðu og miðla gildum þvert á allar hugmyndir um aðgreiningu hins opin- bera lífs frá einkalífinu. Segja má að tvær tilfinningar hafi einkennt moskumálið eins og það birt- ist í þjóðarsamtalinu. Annars vegar lá andúð í loftinu og var markvisst beitt á báða bóga og svo var öll umræðan líka skammar-miðuð ef svo má að orði kom- ast. Andúð og skömm eru sterkar tilfinn- ingar sem eiga mikla viðspyrnu innra með okkur hverju og einu. Þyngsta skömm sem hægt er að hugsa sér er lík- lega sú að vera viðfangsefni andúðar í eigin samfélagi. Þar vill enginn lenda. Þess vegna hendum við andúðinni og skömminni á milli okkar, enginn vill sjá þær stöllur en miklu heldur hafa þær á tryggum stað hjá einhverjum öðrum; framsóknar-rasistum, pólitískum rétt- trúnaðar-popúlistum, síðskeggjuðum handhöggvandi heiðursmorða-múslim- um eða ¥°€∑åßΔμ˜∫√ç~Ω! Svo lýkur kosningum, rykið sest og við erum öll hér og það er enginn að fara neitt. Þá er þörf á að ræða saman og reyna að skilja hvað gerðist. Hvernig stendur á því að önnur eins tilfinningabylgja skuli geta gengið yfir eina þjóð og haft augljós pólitísk áhrif? Þar sem er reykur þar er eldur segja menn. Eins mætti segja: Þar sem er andúð þar er skömm. Tími samræðunnar Skyldi andúðin sem leyst var úr læðingi í moskumálinu m.a. eiga rætur í sam- eiginlegri skömm? Allt frá því við hjón- in vorum ungt háskólafólk á 9. áratugn- um og „uppakynslóðin“ var og hét teljum við að tilfinning almennings fyrir því að vera peð í samfélaginu hafi farið stigvax- andi og að hún hafi náð vissum hæðum í fjármálabólunni og hruninu. Auðvitað eru engar svona skýringar tæmandi. Samt grunar okkur að dræm kjörsókn ásamt andúðar- og skammarmiðaðri kosningaumræðu eigi að hluta til skýr- ingu sína í því að stórir hlutar samfélags- ins upplifi sig setta til hliðar með einum eða öðrum hætti og að þjóðin sem heild sé þjökuð af þeirri spennu sem fylgi vax- andi mismunun. Hvers vegna ætti maður að taka þátt í kosningum í samfélagi sem sífellt skammar mann og bregður fyrir mann fæti? Og þegar hið opinbera samtal er lítið annað en skömm og ásökun, andúð og afsakanir er þá ekki rökrétt að grípa fegins hendi þegar kostur gefst á því að varpa skömminni á tiltekna þjóðfélags- hópa? Ég er þó ekki síðskeggjaður mús- limi eða grunsamlegur innflytjandi frá Austur-Evrópu. Ég er þó ekki hættulegur og óhreinn eins og sumir. Og þegar allt er hvort eð er ekkert annað en keppni um að koma sér að er þá ekki best að vera í góða liðinu, hafa fallegustu og réttustu skoð- anirnar og vera slyngastur við að koma þeim á framfæri svo að maður sé örugg- lega hreinn og geðfelldur, óumdeildur og jafnvel sérfræðingur! Í nútímasamfélagi skammar og and- úðar eru sérfræðingar þeir einu sem eru hólpnir, því þeir hafa engin trúar- brögð. Sérfræðingurinn er sá eini sem ekki þarf að skammast sín. Hann gefur álit en óhreinkar sig ekki, horfir án þess að snerta, gaumgæfir til þess að meta en er sjálfur ósnertur af öllu og öllum. Hann á sjónarhorn guðsins sem dó ein- hvers staðar í allri óreiðunni – hið hlut- lausa sjónarhorn. Getur hugsast að nú sé að renna upp tími samræðunnar? Að við getum farið að setjast yfir verkefnið að vera mann- eskjur, hræddar og auðsæranlegar manneskjur sem erum hvert og eitt að reyna að finna út úr tilverunni og ótt- umst ekkert meir en þá stöðu að við eða börnin okkar sitji uppi með Svarta Pétur við spilaborð lífsins? Svarti Pétur ➜ Hvernig stendur á því að önnur eins tilfi nningabylgja skuli geta gengið yfi r eina þjóð og haft augljós pólitísk áhrif? Þar sem er reykur þar er eldur segja menn. Eins mætti segja: Þar sem er andúð þar er skömm. TRÚMÁL Bjarni Karlsson og Jóna Hrönn Bolladóttir prestar Fjölmennustu árgangar Íslandssögunnar eru nú að eldast og innan 10 til 15 ára mun fjölga verulega í þeim hópi sem verð- ur 55 ára og eldri. Þessi hópur er núna um 78.000 manns, en eftir rúmlega 15 ár verða um 113.000 manns í þessum ald- urshópi, sem er um 45 prósenta fjölgun frá því sem nú er. Ef horft er á þá fjölmiðla sem við notum dags daglega fer afar lítið fyrir umfjöllun um líf og störf þessa hóps. Hvaða fjölmiðlar eru til dæmis að fjalla um sam- band foreldra við uppkomin börn sín og tengdabörn, eða hvernig best er að hátta sambandinu við barnabörnin? Hvern- ig lífið breytist með aldrinum, svo sem þarfir okkar í húsnæðismálum? Að ekki sé talað um fjármálin sem breytast þegar líður á ævina. Og hvað með samband við vini og hvernig við önnumst veikan maka? Hvar er verið að fjalla um það? Vissulega hafa Félög eldri borgara í landinu fjallað um þetta í sínum tímarit- um og einnig hefur komið út aukablað með Morgunblaðinu síðustu misseri þar sem fjallað er um málefni fólks sem er komið yfir miðjan aldur. En þessa umfjöllun er ekki að finna í þeim fjölmiðlum sem við notum að staðaldri, sem eru kall- aðir „mainstream“ fjölmiðlar í fræðunum. Afgangsstærð Það vantar að vísu ekki umfjöllun þar um heilsu, mataræði, heimili, barnauppeldi og slíkt, en yfirleitt beinist sú umfjöll- un meira og minna að yngra fólkinu í samfélaginu. Það er frábært, en þýðir ekki að þar með sé þessi umfjöllun tæmd. Tugþúsundir manna hafa einfaldlega aðrar áherslur en unga fólkið og um þær ætti einnig að fjalla. Þá virðist sem elsta fólkinu okkar finnist það stundum sett hjá í samfélaginu. Að það upplifi jafnvel að það sé litið á það sem „afgangsstærð“ í samfélaginu og að almennt sé lítill áhugi á málefnum sem varða það sérstaklega. Því finnst að minnsta kosti að það sé verk að vinna að skapa jákvæðara viðhorf samfélagsins í garð þeirra sem eldri eru, ef marka má framtíðarþing um farsæla öldrun sem var haldið í fyrra- sumar í Reykjavík. Verðum við ósýnileg með aldrinum? SAMFÉLAG Erna Indriðadóttir fj ölmiðlakona BL Sævarhöfða 2, sími 525 8000 E N N E M M / S ÍA / N M 6 17 3 6 Less emissions. More driving pleasure.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.