Fréttablaðið - 05.06.2014, Side 30
5. júní 2014 FIMMTUDAGUR| SKOÐUN | 30
Íslenskur efnahagur hvíl-
ir að mestu leyti á nýtingu
náttúrunnar, hvort sem er
við matvælaframleiðslu,
ferðamennsku eða virkj-
un orkuauðlinda. Miklu
skiptir að nýtingin sé
sjálfbær. Íslenskar fisk-
afurðir njóta þess í verð-
lagningu á mörkuðum
erlendis að villtir fisk-
stofnar hér við land eru
heilbrigðir og sjálfbærir
vegna vel stýrðra veiða
úr hreinum sjó. Sami hreinleiki
náttúru landsins er helsta sölu-
varan til ferðamanna. Erlendir
neytendur borga fyrir þá full-
vissu íslenskar vörur séu nátt-
úruleg og vistvæn afurð og ferða-
menn fyrir að íslensk náttúra sé
hrein og óspillt. Þetta þýðir á
markaðsmáli að ímynd Íslands
á heimsvísu einkennist af hrein-
leika og sjálfbærni. Falli blettur
á þá ímynd verður erfitt að má
hann brott.
Ímyndarþróun er ekki ný af
nálinni, flestir tengja tiltekn-
ar vörur við ákveðin lönd: osta
og vín við Frakkland, súkkulaði
við Belgíu, viskí við Skotland. Í
þessu ljósi er mikið í húfi þegar
teknar eru ákvarðanir sem geta
haft áhrif á hreinleika og sjálf-
bærni íslenskrar náttúru enda
væri kjörið að tengja fisk og
aðrar sjávarafurðir við Ísland.
Til að svo geti orðið þarf að koma
til samstillt átak. Illa ígrunduð
stefna í umhverfismálum spillir
möguleikum okkar til að vinna
með ímyndina um heilbrigðan
villtan fisk frá Íslandi.
Opið sjókvíaeldi hefur nú
verið fullreynt í nágrannalönd-
um okkar. Það hefur sannarlega
skilað fáeinum einstaklingum
miklum auði en jafnframt skap-
að ótæpilegan og óumdeildan
umhverfisvanda sem nú er reynt
að bregðast við með ýmsum
ráðum. Laxastofnar hafa hrun-
ið í mörgum norskum
ám, mest vegna áhrifa
frá opnum laxeldiskví-
um. Það er því ekki að
ástæðulausu sem allt
sjókvíaeldi á laxi hefur
verið bannað í Alaska af
ótta við að lífríkið skað-
ist með tilheyrandi tjóni
fyrir ímynd landsins á
alþjóðamörkuðum. Þar
er í staðinn lögð áhersla
á að veiða og selja villtan
fisk í hæsta gæðaflokki
um allan heim.
Óháð úttekt
Trúverðugleiki og uppruni eru
mikilvæg atriði þegar kemur
að markaðssetningu á íslenskri
vöru. Í fyrirhuguðum eldisá-
formum er um að ræða norskan
eldislax sem á að ala í íslensku
vistkerfi. Því munu koma fram
athugasemdir ef hann verð-
ur kynntur á mörkuðum sem
íslenskur lax. Alþjóðlegu sam-
tökin Slow Food, sem beita sér
fyrir skynsamlegri nýtingu auð-
linda og varðveislu matarhefða,
viðurkenna ekki fiskeldi í opnum
kerfum sem umhverfisvæna mat-
vælaframleiðslu.
Í dreifðum byggðum landsins
getur fiskeldi í smáum stíl vissu-
lega skapað hagnað en gæta verð-
ur þess að reksturinn valdi ekki
spjöllum á náttúrunni.
Af þeim fyrirtækjum sem
hyggja á sjókvíaeldi við Ísland
hefur Fjarðalax sýnt einna
mesta varkárni í umhverfismál-
um. Margt jákvætt er að finna
í þeirra fyrirætlunum, svo sem
áætlanir um kynslóðaskipt eldi
og hvíld fjarða. Það er engu að
síður sannfæring NASF að villt-
um löxum á Íslandi og orðspori
íslensks sjávarútvegs verði best
borgið með því að leyfa alls ekki
laxeldi í opnum sjókvíum hér við
land. Hyggilegra væri að skipa
sér í framvarðarsveit þeirra sem
nú þróa nýjar aðferðir við eldi í
lokuðum kerfum eða á landi. Við
slíkt eldi gæti Ísland notið þess
að búa að vistvænni, staðbund-
inni orku og hreinu vatni – sem
gæti lækkað kostnað sem óhjá-
kvæmilega hlýst af hinni nýju
tækni.
Næsta skref í laxeldi á Íslandi
ætti að vera óháð úttekt á rekstr-
ar- og þjóðhagslegri hagkvæmni
laxeldis hér við land, áður en
ráðist verður í stækkanir eldis-
stöðva sem byggðar eru á úrelt-
um aðferðum. Við þá úttekt yrði
að kanna nýjar tæknilausnir og
meta allar kostnaðartölur með
langtímasjónarmið í huga, þar
með talin umhverfisáhrif og
markaðshorfur.
Í haust er fyrirhuguð ráðstefna
á vegum NASF, Líffræðifélags
Íslands og Stofnunar Sæmundar
fróða við HÍ þar sem fjallað verð-
ur um efnahagslegan og sam-
félagslegan ávinning af laxeldi;
málefni sem stjórnvöld hljóta að
láta sig varða.
Ímynd íslenskra matvæla
Undanfarið hefur tillaga
um breytingu á deiliskipu-
lagi á Ytri-Skógum á svæð-
inu við Skógafoss verið í
auglýsingu og kynningu.
Í upphafi var kappkostað
að ná samstöðu í sveitar-
stjórn um tillöguna en sú
samstaða brást á ögur-
stundu. Ástæða breyting-
arinnar er sú að áhuga-
samir aðilar vilja fjárfesta
í uppbyggingu á hóteli og
aðrir í uppbyggingu á þjónustu-
svæði. Það er skylda sveitarstjórn-
ar að sinna þeim sem vilja stuðla
að atvinnuuppbyggingu og það er
í raun hvatinn að breytingartil-
lögunni en um leið að bregðast við
stórauknum ferðamannastraumi á
þessum fallega stað. Það er degin-
um ljósara að við verðum að vanda
okkur mjög í þessu máli og í deili-
skipulagstillögunni eru sett skýr
ákvæði um mannvirkin og útlit
þeirra.
Nú hefur náðst samstaða sveit-
arstjórnar Rangárþings eystra
að eftir að skipulagsnefnd sveit-
arfélagins hefur fengið í hend-
ur athugasemdir við tillöguna,
verði hún og athugasemdirnar
sendar óháðum aðila til skoðunar,
umfjöllunar og ráðgjafar. Þessir
óháðu aðilar eru Rannsóknarmið-
stöð í skipulagsfræðum við Land-
búnaðarháskólann á Hvanneyri.
Þegar niðurstöður rannsóknar-
miðstöðvarinnar liggja fyrir mun
skipulagsnefnd og síðan sveitar-
stjórn taka endanlega ákvörðun
um framvindu málsins.
Stóraukinn ferðamannastraumur
Sveitarstjórn gerir sér grein fyrir
að nauðsynlegt er að bregðast við
stórauknum ferðamannastraumi
við Skógafoss og reyndar víðar
í sveitarfélaginu. Vegur, bíla-
stæði og fleira þessu tengt er ekki
lengur í takt við tímann
og annar ekki þeirri umferð sem
fer um svæðið. Ljóst er að ferða-
menn sækja í aukna afþreyingu og
þjónustu á ferðamannastöðum og
eðlilegt er að atvinna og eftirtekja
skapist af komu þeirra og heim-
sóknum til sveitarfélagins.
Skýrt skal tekið fram að hér er
um tillögur að ræða en ekki bein-
ar ákvarðanir og sérstakt athuga-
semdaferli hefur átt sér stað eins
og lög gera ráð fyrir.
Með þessu viðbótarferli minnka
líkur á að um óafturkræf „skipu-
lagsslys“ verði að ræða og að fag-
leg sjónarmið ráði för en ekki til-
finningar eða hagsmunagæsla.
Undirritaður hefur borið þessa
aðferðafræði undir nokkra virta
umhverfissinna sem telja hana til
mikillar fyrirmyndar og að ljóst sé
að hér sé um mjög fagleg vinnu-
brögð að ræða.
Það skal skýrt tekið fram að
sveitarfélagið fer með skipulags-
vald við Skóga sem og annars stað-
ar í sveitarfélaginu eins og lög
gera ráð fyrir. Hins vegar þegar
kemur að því að úthluta lóðum
á Skógum er það í valdi héraðs-
nefnda Rangárvalla- og Vestur-
Skaftafellssýslu en ekki sveitar-
stjórnar Rangárþings eystra. Alls
standa fimm sveitarfélög að hér-
aðsnefndunum. Það er því ljós að
umfjöllun um þetta mál er langt
frá því að vera lokið.
Fagleg deiliskipulags-
vinna við Skógafoss➜Næsta skref í laxeldi á Íslandi ætti að vera óháð
úttekt á rekstrar- og þjóð-
hagslegri hagkvæmni
laxeldis hér við land, áður
en ráðist verður í stækkanir
eldisstöðva sem byggðar eru
á úreltum aðferðum. Við þá
úttekt yrði að kanna nýjar
tæknilausnir og meta allar
kostnaðartölur með lang-
tímasjónarmið í huga, þar
með talin umhverfi sáhrif og
markaðshorfur.
➜ Með þessu viðbót-
arferli minnka líkur
á að um óafturkræf
„skipulagsslys“ verði
að ræða og að fagleg
sjónarmið ráði för en
ekki tilfi nningar eða
hagsmunagæsla.
FISKELDI
Orri Vigfússon
formaður NASF–
Verndarsjóðs villtra
laxastofna
SKIPULAG
Ísólfur Gylfi
Pálmason
sveitarstjóri
ford.is
Ford F350 Super Duty 4x4 Crew Cab 6,7 Power Stroke V8 440 hö dísil, tog 1166 Nm, 6 þrepa sjálfskiptur TorqShift® SelectShift Automatic™.
Verð inniheldur hraðatakmarkara. Brimborg og Ford áskilja sér rétt til að breyta verði og búnaði án fyrirvara. Útbúnaður getur verið frábrugðinn mynd í auglýsingu.
Sérpantaðu F350 sérsniðinn að þínum þörfum
NÝR FORD F350
Brimborg Reykjavík
Bíldshöfða 6
Sími 515 7000
Brimborg Akureyri
Tryggvabraut 5
Sími 515 7050
Nýir og notaðir bílar: Söludeildir eru opnar alla virka daga kl. 9-17 og laugardaga kl. 12-16
Varahlutaverslun og verkstæðismóttaka er einnig opin laugardaga kl. 12-16
ÞÚ VILT HAFA HANN!
PANTAÐU BÍLINN EINS OG
FORD F350 SD
6,7 POWER STROKE V8 DÍSIL
7.990.000 KR.FRÁ
440 HÖ. 6 ÞREPA SJÁLFSKIPTUR
4X4 CREW CAB