Fréttablaðið


Fréttablaðið - 05.06.2014, Qupperneq 34

Fréttablaðið - 05.06.2014, Qupperneq 34
FÓLK|TÍSKA Tískudívan Anna Karen Ellerts-dóttir er ritstjóri nýrrar tískusíðu á Spyr.is sem heitir einfaldlega Tískudívan. „Ég verð meðal annars með vikulegan þátt í Spyr Sjónvarpi en upphaflega hugmyndin var sú að vera með kennslumyndbönd þar. Hugmynd- in þróaðist út í það að fara heim til þekktra einstaklinga og fá þá til að opna fataskápinn sinn. Í fyrsta þættinum fór ég til Jóhönnu Guðrúnar söngkonu og fékk að forvitnast um hennar fatastíl. Við ætlum að halda því áfram og opna fleiri fataskápa ásamt því að vera með kennslumyndbönd, til dæmis mun ég kenna áhorfendum að sauma einfalda flík og einhverja förðun. Svo verður líka bloggað um allt sem viðkemur tísku inni á Tískudívunni.“ Anna Karen hefur haft áhuga á tísku og förðun frá blautu barnsbeini og er með stúdentspróf af listabraut Fjöl- brautaskólans í Breiðholti þar sem hún lærði fatahönnun. Auk þess er hún förðunarfræðingur. Rauði þráðurinn í hennar stíl er pönkaralegur en hún hefur gaman af alls kyns tilraunastarf- semi. „Ég fæ aðallega innblástur frá öðru fólki og umhverfinu. Ég get ekki sagt að ég eigi einhverja tískufyrirmynd en mér finnst Kate Moss töff og hönn- uðurinn Alexander Wang flottur. Mér finnst flottast þegar fólk hefur persónu- legan stíl og finnst það hvernig hver og einn klæðir sig vera ákveðið tjáningar- form. Ég er ósammála því að fötin skapi manninn, það er frekar þannig að mað- urinn geti nýtt fötin til að tjá sig.“ Hún hefur gaman af því að fara á útsölur og róta í fötum og finna eitt- hvað sem enginn annar vill eiga. „Þetta er spurning um að sjá möguleikana í fötunum. Ég finn til dæmis eitthvað sem er úr flottu efni og breyti því svo eftir mínu höfði. Einnig finnst mér gaman að breyta gömlum fötum sem ég á og gefa þeim nýtt líf. Undanfarið hef ég gert mikið af því þar sem ég er búin að vera í háskóla í nokkur ár og þá er ekki hægt að eyða miklu. Þegar ég á pening aflögu er ég hins vegar fljót að eyða honum í föt. Fyrir sumarið langar mig að fá mér flotta sandala, léttan sumarkjól og lit- ríka slæðu. Það væri líka gaman að eiga bikini til skiptanna þar sem ég fer mikið í sund. Svo er ég líka hrifin af höttum og það væri gaman að bæta við hatta- safnið. Auk þess er ég algjört jakkafrík og á erfitt með að standast fallega yfir- höfn. Ég á yfir fjörutíu jakka og tók einu sinni „jakkaáskorun“ þar sem ég var í nýjum jakka á hverjum degi. Þegar ég var búin að vera í þessu í fimm vikur þá hætti ég af því ég nennti ekki meir,“ segir Anna Karen og hlær. ■ liljabjork@365.is FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ sem býður aug- lýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana ásamt hefðbundnum auglýs- ingum. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal Sölumenn: Bryndís Hauksdóttir, bryndis@365.is, s. 512 5434 Kolbeinn Kolbeinsson, kolli@365.is, s. 512 5447 Hönnun: Silja Ástþórsdóttir TÍSKUDÍVA Anna Karen pælir mikið í tísku og öllu sem henni tengist. Hún bloggar á síðunni Tískudívunni á Spyr.is. MYND/GVA Á YFIR 40 YFIRHAFNIR DÍVA Tíska er ákveðið tjáningarform að mati Önnu Karenar, ritstjóra Tísku- dívunnar. Hún er jakkafrík og á erfitt með að standast flotta yfirhöfn. Skeifunni 8 • 108 Reykjavík • Sími: 517 6460 • www.belladonna.is Verslunin Belladonna Flott föt fyrir flottar konur stærðir 38-58 Smart föt, fyrir smart konur Stærðir 38-52 Bæjarlind 1-3 201 Kópavogur s: 571-5464 my style Bæjarlind 6 • S. 554 7030 www.rita.is Flottar buxur Kr. 4.990.- Str. S-XXL Tveir litir Við erum á Facebook
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.