Fréttablaðið - 05.06.2014, Blaðsíða 40
KYNNING − AUGLÝSINGReiðhjól & öryggi FIMMTUDAGUR 5. JÚNÍ 20142
Tilgangurinn er að hittast og njóta þess að hjóla um miðbæ Reykjavíkur í sparifötunum. Það er mjög svo frábrugðið því að hjóla á fjöll eða úti í mó í spandex-gallanum,“ segir Þjóðverjinn Alexander Schepsky, einn
af aðstandendum hjólatúrsins Tweed Ride Reykjavík.
„Tweed Run varð til í Lundúnum árið 2009 þegar nokkrir reiðhjólafélagar
ákváðu að hjóla um borgina í sínu fínasta pússi. Það vatt fljótt upp á sig og
hefur siðurinn náð útbreiðslu um allan heim,“ segir Alexander sem íslensk-
aði tvídtúrinn í fyrsta sinn sumarið 2012.
Þátttakendur Tweed Ride Reykjavík mæla sér mót við Hallgrímskirkju
klukkan 13 á laug-
ardag, íklæddir
sígildum, virðu-
legum fatnaði og
drögtum í anda
bresks hefðarfólks.
Síðan hjóla þeir af
stað á klassískum,
virðulegum borg-
arhjólum.
„Þegar við hjól-
um fylktu liði er
það fögur sjón að
sjá og gleður augu
vegfarenda,“ segir
Alexander. „Á Ís-
landi er yfirleitt
litið á hjól sem
íþróttatæki, eins og
fjallahjól og keppnishjól, en upprunalega var reiðhjólið hugsað sem farar-
tæki til að koma fólki á milli staða. Með Tweed Ride viljum við benda borg-
arbúum á að hægt sé að hafa yndi af rólegum hjólreiðum og meðtaka um-
hverfi og mannlíf í slíkum yndistúr því Reykjavík er frábær hjólaborg með
endalaust skemmtilegar hjólaleiðir.“
Þægilegur fjölskyldurúntur
Áður en hjólað er frá Hallgrímskirkju býður Dr. Bæk fría hjólaskoðun og
Bike Brothers þrífa hjólin. Klukkan 13.30 er hópmyndataka og svo er stigið á
pedalana klukkan 13.45.
„Við hjólum saman niður Laugaveg og um miðbæinn, förum í pikknikk á
sólpalli Satt á Hótel Natura og endum á Kexi Hosteli í „high tea“ með ensk-
um samlokum og smákökum að breskum sið og reynum að vera svolítið
ensk í okkur,“ segir Alexander, fullur tilhlökkunar.
Á Kexi Hosteli verður best klæddi herramaðurinn verðlaunaður af
Herrafataverslun Kormáks & Skjaldar, best klædda daman hlýtur verðlaun
frá versluninni Geysi og fallegasta hjólið fær verðlaun frá Reiðhjólaverslun-
inni Berlin.
„Stemningin er einstaklega létt og skemmtileg þar sem safnast saman fólk
með sameiginlegt áhugamál, sem er að klæðast fínum fötum og nota hjól sem
farartæki. Þá fer feimnin af fólki og kjaftar á því hver tuska,“ segir Alexander,
hvergi banginn við að hjóla í sumarhita í tvídi, sem er gróft ullarefni.
„Íslenskt sumar verður aldrei svo heitt að manni verði of hlýtt í tvíd-föt-
unum. Við förum líka hægt yfir og njótum þess að skoða borgarlandslagið,
gömul hús og mannlíf á þægilegum rúnti sem hæfir öllum í fjölskyldunni.“
Taka skal fram að allar gerðir hjóla eru velkomnar í Tweed Ride Reykja-
vík 7. júní. Skráning og upplýsingar á tweedridereykjavik.weebly.com og á
Facebook.
Hjólað í tvídi
Tweed Ride fer fram í Reykjavík á laugardag. Þá
verður hjólað í spariklæðnaði bresks hefðarfólks.
Það er augnayndi að fylgjast með klæða burði hjólreiðafólks í
Tweed Ride. Síðast hjóluðu níutíu manns um miðbæinn og nú
stefnir fjöldinn í 120 hjólreiðamenn.
Alexander Schepsky er doktor í sameindalíffræði og eigandi Reiðhjólaverslunarinnar
Berlin sem hann segir í raun vera herrafataverslun á hjólum. MYND/VALLI
Útgefandi: 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, s. 512 5000
Umsjónarmenn auglýsinga: Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@365.is, 512-5429
Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal.
www.hiss.is
Mjög öflugt reiðhjólaljós
með 2 ljósgeislum
Ljósmagn: 800 ANSI Lumens
Drægni: 167 metrar
Stillingar: 6
Vatnsvarið: IPX-6