Fréttablaðið - 26.06.2014, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 26.06.2014, Blaðsíða 8
26. júní 2014 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 8 NÁTTÚRA Nýr ós Lagar- fljóts og Jökulsár á Dal í botni Héraðsflóa er orð- inn 200 metra breiður hið minnsta, og allt rennsli Lagarfljóts og hluti af rennsli Jöklu fer um hann. Hjá Landsvirkjun standa vonir til að brim loki gamla ósnum í haust og að ekki þurfi að koma til frekari framkvæmda. Forsaga málsins er sú að í vetur fékk Landsvirkjun ábendingu frá landeigendum um að hætta væri á að Lagarfljót bryti sér leið yfir í Fögruhlíðará þar sem ósinn hafði færst nokkra kílómetra í norður. Var ákveðið að grafa nýjan ós þar sem hann hafði löngum verið á síðustu áratugum, eða 3,2 kíló- metrum sunnar. Grafinn var um 200 metra langur og um tíu metra breiður skurður í gegnum fjöru- kambinn, og gert var ráð fyrir að árvatnið myndi síðan grafa út nýjan ós sam- hliða því að brimið lok- aði núverandi ósi. Þetta gekk ekki eftir og var ljóst fljótlega í vetur að brimið hafði lokað ósnum aftur og í vor var ljóst að vatnið frá stóru ánum var tekið að flæða inn í ós Fögruhlíðarár, með tilheyrandi áhyggjum manna af veiði á svæðinu. Leikurinn var því endurtekinn 8. júní síðast- liðinn, þó upphaflega hafi menn horft til frekari framkvæmda utan göngutíma laxfiska. Land- eigendur, Veiðifélag Jökulsár á Dal og aðrir vildu hins vegar reyna aftur strax. Var orðið við því eftir samráð við Veiðimála- stofnun og fleiri. Helgi Jóhannesson, verkefnis- stjóri á þróunarsviði Landsvirkj- unar, segir að ósinn líti mjög vel út. Þegar hafi hann náð að minnsta kosti 200 metra breidd og Lagarfljót allt renni um hann til sjávar og hluti Jöklu, sem held- ur ennþá í gamla ósinn að hluta. „Í vetur var miklu meira brim og árnar vatnsminni svo þær náðu ekki að rífa sig út. Við vitum ekki hvort gamli ósinn lokast sjálfkrafa en við vonumst til að þurfa ekki að skipta okkur frekar af þessu því nýi ósinn er orðinn jafn stór eða stærri en sá gamli,“ segir Helgi og bætir við að orsök- in fyrir færslu óssins sé ekki þekkt. Horft sé til Kárahnjúka en þá stendur eftir að færslan á ósnum hófst áður en rekstur Kárahnjúkavirkjunar hófst. Hvorn ósinn árnar velja til framtíðar kemur í ljós fljótt, segir Helgi og jafnvel strax í sumarlok. Kostnaður við verkið var óveru- legur, að hans sögn. svavar@frettabladid.is Nýi ósinn orðinn um 200 metrar að breidd Rennsli Lagarfljóts og Jöklu að hluta fer nú um nýjan ós sem breikkar hratt. Breikkun hans er þegar orðin tvítugföld. Landsvirkjun gerir sér vonir um að fram- kvæmdum á Héraðssandi sé nú lokið og gamli ósinn lokist af sjálfu sér í vetur. VIÐ HÉRAÐSFLÓA Greinilega sést á myndinni að Lagarfljót fer allt um nýja ósinn og syðstu kvíslar Jöklu. MYND/STEFÁN SCHEVING EINARSSON HELGI JÓHANNESSON NÝJAR UMBÚÐIR *PLÚS með bláberja- og limebragði inniheldur einungis 95 kaloríur. Lín Design Laugavegi 176 og Glerártorgi www.lindesign.is Sími 533 2220
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.