Fréttablaðið - 26.06.2014, Blaðsíða 31

Fréttablaðið - 26.06.2014, Blaðsíða 31
ÞVOTTUR FIMMTUDAGUR 26. JÚNÍ 2014 Kynningarblað Margrét Sigfúsdóttir gefur góð ráð, saumaverkstæði, þvottaefni, þvottavélar og þvottaleiðbeiningar. Ariel hefur að markmiði að þróa þvottaefni sem fer sem best með þvottinn og legg- ur í það mikla vinnu,“ segir Katrín Eva Björgvinsdóttir, vörumerkja- stjóri Ariel á Íslandi. „Nýlega hefur Ariel endurbætt og þjappað þvottaduftinu enn betur saman en áður. Þannig þarf minna af þvottaefni í hverja vél en að sama skapi minnkar umfang pakkning- anna,“ segir Katrín Eva og útskýr- ir að þetta sé gert í tvennum til- gangi, það er að bæta vöruna fyrir viðskiptavininn og umhverfið. „Þar sem pakkningarnar eru minni þarf að bera minna úr búðinni auk þess sem úrgangur minnkar. Þá þarf að nota mun minna magn í hvern þvott og við lægra hitastig en áður, samþjöppun hefur einnig jákvæð áhrif á kolefnisspor (e. carbon foot- print) og því betra fyrir umhverfið,“ lýsir Katrín Eva. Þvottaefnið vinnur mjög vel á erfiðum blettum, vernd- ar þræðina í þvottinum og viðheld- ur litnum betur. Ef hvíti þvotturinn er orðinn grár eftir marga þvotta segir Katrín Eva tilvalið að nota Ariel Reg ular í græna pakkanum. „Eftir þrjá þvotta sér maður mun og hvíti þvotturinn verður hvítari og hvítari við hvern þvott. Það sama má segja með litaðan þvott, þá er gott að nota Ariel Colour og litur- inn verður bjartari og helst betur og lengur.“ Framúrskarandi blettahreinsir við 30°C „Ariel er leiðandi á markaðnum með fljótandi þvottaefni. Boðið er upp á þrjár mismunandi gerð- ir, Colour fyrir litaðan þvott, Reg- ular fyrir hvítan og ljósan þvott og Sensitive fyrir þá sem eru með viðkvæma húð,“ segir Katr- ín Eva. Hún bendir á að fljótandi Ariel megi nota sem blettahreinsi og virki efnið við einungis 30°C. „Þannig er óþarfi að setja þvott- inn á 90°C, sem sparar orku og fer betur með fatnaðinn,“ segir Katr- ín Eva sem telur líklegt að flestir séu enn að þvo þvottinn sinn við 40°C eða enn hærra hitastig. „En með notkun Ariel má bæði nota minna magn af þvottaefni og við lægra hitastig.“ Katrín Eva útskýrir að ef nota á fljótandi þvottaefni sem bletta- hreinsi sé best að bera dálítið af því á blettinn og nudda létt. Setja síðan í vélina og þvo við 30 gráðu hita. „Mikilvægt er að nota tapp- ann eða hulsuna sem fylgir með flöskunni til að setja þvottaefn- ið í. Tappinn fer síðan inn í vélina með þvottinum. Þannig næst best- ur árangur með notkun á fljótandi Ariel,“ lýsir Katrín Eva. Byltingarkennd nýjung Þróunarstarfið heldur áfram hjá Ariel. Katrín Eva greinir frá því að væntanleg er á markað enn ein byltingarkennd nýjung frá merkinu. „Framleiðendur Ariel, Proct or&Gamble, vilja meina að nýjungin sé ein sú besta úr þeirra smiðju frá upphafi,“ segir Katrín Eva og bendir á að Proc- tor&Gamble sé einn stærsti fram- leiðandi í heimi og framleiði mark- aðsleiðandi vörur um allan heim. Nýjungin sem um ræðir er Ariel PODS 3in1. „Þetta eru þvottaefna- koddar sem hafa þrefalda virkni. Þeir hreinsa dýpra, lyfta óhrein- indunum frá efninu og viðhalda bjartari litum í þvottinum. Þeir eru handhægir og auðveldir í notkun. Þú setur einfaldlega einn til tvo kodda, eftir óhreinindum, inn í vélina með þvottinum. Ein- faldara getur það varla verið,“ segir Katrín Eva glaðlega og bætir við að með þessari nýjung þurfi fólk ekki að stressa sig á því hvort það sé að nota of mikið eða of lítið af þvottaefni. Ariel PODS 3in1-vörurnar eru væntanlegar í verslanir á næstu vikum. Minna magn og betri virkni Ariel-þvottaefnið er í stöðugri þróun. Í dag þarf mun minna magn af efninu í hvern þvott sem leiðir til minni mengunar, minni pakkninga og minni úrgangs. Með aukinni þróun fljótandi þvottaefnis þarf ekki lengur að þvo blettóttan þvott á miklum hita sem sparar orku. OG FATAVIÐGERÐIR Þvottaefnið vinnur mjög vel á erfiðum blettum, verndar þræðina í þvottinum og viðheldur litnum betur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.