Fréttablaðið - 26.06.2014, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 26.06.2014, Blaðsíða 26
26. júní 2014 FIMMTUDAGUR| SKOÐUN | 26 Á einni viku horfa ung- lingar í Bandaríkjunum á sjónvarp í 31 klukkustund, hlusta á tónlist í 17 klukku- stundir, horfa á bíómyndir í 3 klst., lesa blöð í 4 klst. og eru á netinu í 10 klukku- stundir. Í allt eru þetta tæpar 10 klukkustundir af fjölmiðlaáhrifum á dag! Dagleg skilaboð eru því hvernig þú átt að haga þér, hvað þú átt að gera, hvern- ig fötum þú átt að klæðast og yfir- höfuð hvernig þú átt að vera. Þetta eru allt mjög áhrifamikil skilaboð. Í dag er hægt að „gúgla“ allt og alla. Unglingar og fullorðnir fá nánast allar upplýsingar á „YouTube“ eða „Google“ og þannig mótar þetta huga okkar og skoðanir. Á nokkrum árum hefur allt breyst. Í dag eru flest- ir unglingar á „Facebook“, „Instagram“, „Snap chat“ og með snjallsíma. Fólk hittist sjaldnar og talar lítið sem ekkert saman því allir eru í snjallsímanum. Jólaboð- ið þitt er komið á Facebook áður en það byrjar! Ef við skoðum fjölmiðlaskilaboð til stúlkna þá eru þau skýr! Það sem skiptir öllu máli er hvernig þær líta út. Líkamsímyndin er það sem allt snýst um. Samkvæmt fjöl- miðlastöðlum eiga stúlkur að vera grannar og líta vel út. Stinnur rass, flott brjóst, flatur magi … þá fyrst eru þær sexí og það eykur líkur á árangri! Kvenlíkaminn selur vörur út um allan heim í formi auglýs- inga, viðtala í tímaritum, mynd- banda, bíómynda o.s.frv. Fjöl- miðlar halda því fram að þetta sé það sem fólk vill kaupa. Þeir eru svo áhrifamiklir og sterkir að það er vonlítið að stöðva þá. Í lok dags er þetta alls ekki það sem almenn- ingur vill. Allavega ekki fyrir dætur sínar, systur eða vinkonur. Allar konur sem eru sexí í fjöl- miðlum, bíómyndum eða á mynd- böndum … þær eru líka dætur, vinkonur eða systur. Skilaboð til drengja úr fjölmiðl- um eru hins vegar þau að þeir eigi að vera sterkir og láta ekki vaða yfir sig. Vertu karlmaður! Þeir eiga að sjá til þess að kröfum þeirra sé fylgt eftir bæði í leik, starfi og einkalífi. Það er alltaf verið að reyna að „sjokkera“ meira og meira til þess að ná athygli neytandans. Meira ofbeldi, meira kynlíf. Hver þorir lengra? Sá sem fer lengra og gerir meira fær meiri athygli. Hvenær er komið nóg?! Hvernig breytum við þessu? Eitt af því sem mögulega er hægt að gera til að stöðva þessa þróun er að fá fleiri heilbrigðar fyrirmynd- ir í fjölmiðlana. Ekki endilega þær sem henta staðal ímyndinni heldur mismunandi konur og karla. Góð kvenfyrirmynd styrkir sjálfs- ímynd kvenna, breytir gamaldags hugsunarhætti, hvetur þær til þess að horfa lengra og breytir framtíð- arsýn ungra stúlkna. Sama á við um unga stráka. Við þurfum heil- brigðar fyrirmyndir fyrir þá til að breyta gamaldags hugsunarhætti þar líka. Það er ekki alltaf í lagi að bæla eigin tilfinningar og harka af sér, keyra áfram og vera þessi harði nagli. Fyrirmyndir sem þora að synda gegn straumnum og eru ekki endilega þessi týpíska staðal- ímynd. Þetta snýst ekki um að vera fem- ínisti, kvenremba eða karlremba! Tökum afstöðu. Þín hugsun og afstaða hefur áhrif á fólk- ið í kringum þig og á endanum getur það breytt afstöðu ann- arra og haft margföldunaráhrif á jákvæðan hátt. Eru fjölmiðlar að ala upp börnin okkar? SAMFÉLAG Anna Guðrún Steinsen heilsumarkþjálfi Íslendingar virðast marg- ir haldnir þeirri trú að lega landsins og herleysi skapi okkur sérstöðu um friðsemd í okkar heims- hluta. Allt fram á árið 2014 mátti líka halda því fram að öryggi okkar væri tryggt með aðildinni að NATO, varnarsamningn- um við Bandaríkin ásamt tímabundinni loftrýmis- gæslu, einnig með þátt- töku flugherja Svíþjóðar og Finn- lands utan NATO. Þá varð það til mestu óheilla, að Rússar veittust að Úkraínu með valdbeitingu og yfir- tóku Krímskaga. Landamærum Evrópu var breytt eins og við inn- limun Austurríkis af Þjóðverjum í aðdraganda seinni heimsstyrjald- arinnar. En sagan er því miður ekki þar með öll. Einmitt þegar Rússar höfðu gripið til aðgerða gagnvart Úkraínu, koma yfirlýsingar Pútíns um stórátak í hervæðingu á norður- svæðinu. Stríðsaðgerðir gegn hryðjuverka- starfsemi sem gripið var til í Írak og Afganistan eftir árásina á Tví- buraturnana 2001, hafa borið allt annað en tilætlaðan árangur, eins og Javier Solana bendir á í Morgun- blaðinu 21. júní. Bandaríkin eru vanmáttug um að koma á friðsam- legri sambúð sjíta og súnníta. Þá má ætla að Evrópuþjóðirnar axli sjálfar þá ábyrgð á eigin vörnum sem eðlileg er. Hvert verður þar hlutverk Evrópusambandsins á eftir að koma í ljós. Afstaða Norður- landa undir forystu Norðmanna til varna og öryggis á Norðurslóðum tengist samvinnu við Bandarík- in. Þar er fengin leið í varnar- og öryggismálum sem tekur tillit til hagsmuna Íslands. Þessa þróun ber straumur sögunnar því innan vaxandi Evrópusamvinnu verður hlutur Norður- landanna meiri, svo sem vera ber. Hlutverk Íslands í því samstarfi helgast af landlegu og allri fortíð þjóðarinnar sem óaðskilj- anlegs hluta Evrópu. Öllu alvarlegri þróun en aðsteðjandi hernaðar- ógn eða ágengni Kínverja snertir nú efnahagslegt sjálfstæði Íslands. Þess hefur verið beðið að fyrir lægi end- anleg dómsniðurstaða Hæstarétt- ar Bandaríkjanna í uppgjöri Argen- tínu við vogunarsjóðina. Nú er niðurstaða fengin og að greiða beri kröfur sem urðu við bankahrunið í Argentínu 2001. Mikil málaferli hafa engu skilað nema kostnaði og að lánardrottnar eru í miklu sterk- ari stöðu en áður. Bent er á að þetta hafi sömu áhrif alls staðar í fjár- málaheiminum. Ef Argentína þver- skallast við að gera upp skuldirnar, blasir við áframhaldandi fjármála- leg einagrun með afar neikvæðum efnahagslegum afleiðingum – lang- tíma efnahagslegum fimbulvetri. Gæti þetta beðið okkar? Er það rétt, að aðrar kröfur en í þrotabú föllnu bankanna, svokölluð snjóhengja, séu slíkar að án viðun- andi samninga við kröfuhafa reki Ísland í gjaldþrot? Við hljóta þá að blasa varanleg gjaldeyrishöft í vax- andi fátækt og landflótta fólks. Öllu verra væri að einmitt þeirri einu lausn, sem við getum vænst, væri rutt út af borðinu með þeirri óláns- aðgerð að aðildarviðræðurnar við Evrópusambandið voru stöðvaðar. Þegar síðar var gengið svo langt að slíta skyldi alveg viðræðunum féll yfir skriða mótmæla 40.000 Íslendinga. Margir töldu ekki eftir sér sporin á fundina á Austurvelli. Um skuldamálin og ESB er fjallað í skýrslu Alþjóðamálastofn- unar HÍ um aðildarviðræðurnar. Þar er gert ráð fyrir að afnám fjár- magnshafta verði eitt helsta samn- ingamálið. Bent er á að miðað við reynslu annarra ríkja kæmu nokkr- ir farvegir til greina fyrir ESB til að styðja við afnám haftanna: 1. Slík aðstoð myndi ráðast á síðustu metrunum í aðildarviðræðunum og engar skuldbindingar af hálfu ESB myndu liggja fyrir fyrr en á síðustu metrunum og aðildarsamn- ingur yrði gerður opinber. 2. Slík aðstoð myndi væntanlega vera hluti af áætlun Alþjóðagjaldeyrissjóðs- ins. 3. ESB ásamt Evrópska seðla- bankanum hafi þegar gefið ádrátt um frumkvæði um stofnun vinnu- hóps um afnám hafta. Er ekki kominn tími til að for- gangsraðað sé um aðgerðir sem leiða til þess að þjóðin njóti örygg- is um farsæld í stað óvissu? Um það hefur rödd mótmælendanna heyrst skýrt og ákveðið á fundum sem kenna sig við Viðreisn. Sett er fram sú krafa að aðildarviðræðum við ESB verði lokið og lítt eru ummæli Illuga Gunnarssonar á Hrafnseyri 17. júní Jóni Sigurðssyni til virð- ingar. Jón forseti var alþjóðasinni á vísu síns tíma. Nú er tími fyrir hag- stjórn á nýjum grunni um frelsi í viðskiptum með vörur, þjónustu og fjármagn með fastgengi sem stefn- ir að upptöku evru. Um öryggi Íslands EFNAHAGSMÁL Einar Benediktsson fv. sendiherra Fyrir um 15 árum var byggð moska í grónu íbúahverfi í norður- hluta Seattle. Í þessu hverfi bjó m.a. vina- fólk mitt frá háskóla- árunum, aldraðir Vest- ur-Íslendingar, Ray og Doris Olason, sem urðu mér nokkurs konar fósturfjölskylda á námsárunum – og eru raunar enn. Nokkrum árum eftir að moskan reis á götuhorninu þeirra var ráð- ist á tvíburaturnana í New York. Nágrannar moskunnar, undir for- ystu þeirra Dorisar og Rays, hóp- uðust það sama kvöld til mosk- unnar með blóm, kerti og mat, og skiptust á um að standa vörð um moskuna alla nóttina. Þau héldu uppteknum hætti vikum saman, sannkristnir nágrannarn- ir, og gættu þess að bæna- húsið í hverfinu þeirra og þeir sem þar komu saman, yrðu ekki fyrir aðkasti eða skaða vegna þess haturs og ótta sem greip víða um sig í tengslum við þessa voða- atburði. Þetta er falleg saga, en henni er ekki lokið. Nokkrum árum síðar var Ray Olason, þá háaldraður, að slá blettinn fyrir framan húsið sitt. Grasbletturinn var við götuna og óvarinn fyrir umferð. Þá ger- ist það að stór trukkur kemur á fleygiferð og keyrir gamla mann- inn niður. Hann slasaðist mikið, náði sér aldrei fyllilega eftir þetta slys og er nú látinn. Þegar Doris kona hans kom heim frá sjúkrahúsinu seint um kvöldið eftir slysið var hins vegar búið að hreinsa allt blóð og önnur ummerki við húsið þeirra. Þar höfðu nágrannarnir úr moskunni verið að verki og vildu þar með sýna vinum sínum og velgjörðar- mönnum þakklæti fyrir umhyggj- una um árið. Í mörg ár þar á eftir, raunar allt þar til Doris og Ray fluttu á öldrunarheimili, sáu svo múslim arnir úr moskunni um að slá þennan blett þegjandi og hljóðalaust, svo aldraðir íbúarnir þyrftu ekki að stofna sér í hættu við garðsláttinn. Mér fannst ég þurfa að deila þessari sögu einmitt núna. Flest fólk er nefnilega gott fólk, hvaða trúarbrögð sem það annars aðhyll- ist, en við getum fyrst og fremst búist við vináttu og velvild þess ef við sýnum hana sjálf. Lítil saga um mosku og gott fólk MANNRÉTTINDI Laufey Steingrímsdóttir næringarfræðingur ➜ Ef við skoðum fjölmiðla- skilaboð til stúlkna þá eru þau skýr! Það sem skiptir öllu máli er hvernig þær líta út. Líkamsímyndin er það sem allt snýst um. ➜ Er ekki kominn tími til að forgangsraðað sé um aðgerðir sem leiða til þess að þjóðin njóti öryggis um farsæld í stað óvissu?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.