Fréttablaðið - 26.06.2014, Page 12

Fréttablaðið - 26.06.2014, Page 12
26. júní 2014 FIMMTUDAGUR| FRÉTTASKÝRING | 12 Ísland hefur skuldbundið sig til að draga úr losun gróðurhúsaloftteg- unda um nærri þriðjung á næstu sex árum eða fram til ársins 2020. Markmiðið er vel raunhæft, segir sérfræðingur. 31 prósent Ísland og Evrópusambandið und- irrituðu samkomulag á fimmtu- dag um sameiginlegt markmið 29 ríkja innan Kýótó-bókunarinnar varðandi losun gróðurhúsaloft- tegunda, og hvernig þeim verð- ur náð á tímabilinu 2013 til 2020. Samkvæmt samningnum verða skuldbindingar Íslands tvískiptar. Annars vegar er losun innan við- skiptakerfis ESB, sem er um 40 prósent af heildarlosun Íslands, og munar þar mest um losun frá stóriðju. Þessi losun er á sameig- inlegri ábyrgð ríkjanna 29. Hins vegar eru úthlutaðar landsheim- ildir Íslands sem falla utan við- skiptakerfisins. Þegar allt er talið þyrfti nettólosun að minnka um tæplega 31 prósent. En er þetta raunhæft markmið og hvernig verður því náð? Margt kemur til Hugi Ólafsson, skrifstofustjóri í umhverfisráðuneytinu, segir að nú liggi fyrir nákvæmari tölur en árið 2012 þegar annað skuld- bindingartímabil Kýóto-bókunar- innar var samþykkt, til dæmis hvað liggur innan viðskiptakerfis ESB og hvað ekki. Unnið verður áfram samkvæmt aðgerðaáætlun sem var dregin upp árið 2010 og felur í sér nokkr- ar lykilaðgerðir. Hugi segir að a lmennar aðgerðir sam- kvæmt aðgerða- áætluninni séu til dæmis að kol- efnisskattur var settur á og inn- leiðing viðskiptakerfisins í gegn- um EES-samninginn. Gjöldum á bíla og eldsneyti hefur verið breytt, sem Hugi telur að haft hafi nokkur áhrif. „Menn horfa núna til rafbíla, enda loftslagsvænn og ódýr kost- ur fyrir þjóðarbúið. Það er ástæða til að nefna sértækari hluti eins og rafvæðingu fiskimjölsverk- smiðja. Aukin hlutdeild hjólreiða og göngu hefur haft, og mun hafa, áhrif. Þar er margt að hreyfast í rétta átt, hvort sem hugarfars- breytingu er að þakka eða upp- byggingu. Svo er meiri notkun á almenningssamgöngum þáttur sem hefur hér áhrif,“ segir Hugi og nefnir að fyrir nokkrum árum hafi ríkt mikil bjartsýni um notk- un lífeldsneytis sem orkugjafa hér á landi, jafnt sem á heims- vísu. Nú hafi fallið skuggi á þær hugmyndir, og verði að taka það með í reikninginn þegar horft er til framtíðar. Eins og áður sagði er reiknað með að binding lofttegunda dugi til að mæta markmiði Íslands um allt að því helming. Hér má segja að skógrækt og landgræðsla síð- ustu áratuga komi okkur til góða; eftir því sem skógur vex mun kol- efnisbinding hans aukast. Raunhæft Páll Kolka, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun, telur að mark- miðið um 31 prósents minni nettó- losun á tímabilinu sé vel raunhæft. Spurður um vistspor Íslands segir Páll það töluvert dýpra og stærra en þeirra landa sem við miðum okkur almennt við. Þó að losun Íslands sé hverfandi lítil í heildarsamhenginu þá megi gera miklu betur. Hvað valdi því segir Páll hins vegar ekki auðvelt að svara enda hafi það ekki verið greint sérstaklega. Hins vegar liggur fyrir að bílaeign Íslend- inga sé mikil enda fámenn þjóð sem byggir stórt land og eru sam- göngur stór þáttur í öllum reikn- ingum um losun Íslands í alþjóð- legum samanburði. efnanotkun 0,1% landbúnaður 14% úrgangur 4% rafmagn og hiti 4% sjávarútvegur 12% samgöngur 19% iðnaður 47% ➜ Losun á Íslandi Losunarmarkmið talið raunhæft Ísland skuldbindur sig til að minnka losun gróðurhúsalofttegunda um tæpan þriðjung á sex árum. Sérfræðingar telja markmiðið raunhæft. Óvissuþættir eru margir, til dæmis hvaða áhrif aukinn ferðamannastraumur kann að hafa. Íslenskur skógur leysir hálfan vandann. HUGI ÓLAFSSON MATARHOLA Losun frá samgöngum nemur um 20 prósentum af heildarmagninu; aukning er frá vegaumferð en losun frá flugi og siglingum hefur dregist saman. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Spurður um hvað gæti unnið gegn því að Ísland nái markmiðum sínum segir Hugi að dregið hafi úr skógrækt á síðustu árum. Á þetta hafa skógræktarsérfræðingar einnig bent að undanförnu. „Svo er stórlega aukinn ferðamannastraumur. Við vitum ekki hvað það er mikilvægt atriði varðandi losunina,“ segir Hugi og bætir við að málið varði alla helstu atvinnuvegi þjóðarinnar og daglegt líf fólks. Allar áætlanir þurfi enn fremur að skoða reglulega til að bregðast við hröðum þjóðfélags- breytingum. Ekki þurfi annað en að líta aftur um áratug, hvað þá til ársins 1990 þegar lagt var af stað í þessa vegferð, því til sönnunar. Markmiðin og leiðir að þeim séu því í sífelldri endurskoðun og strax á næsta ári á Ísland einnig að gera grein fyrir markmiðum sínum fyrir árið 2030 í tengslum við nýjan alþjóðlegan loftslagssamning sem skal liggja fyrir á næsta ári. Ferðamannastraumur er óvissuþátturÁrið 2011 nam heildarlosun gróður- húsalofttegunda frá Íslandi 4,5 milljónum tonna CO2-ígilda. Losun vegna iðnaðar (eldsneytisbrennsla og iðnaðarferlar) er samtals 47 prósent og vegna samgangna 19 prósent. Svavar Hávarðsson svavar@frettabladid.is 210 hestafla dísilvél, 8 þrepa sjálfskipting með takkaskiptingu í stýri og loftpúðafjöðrun með Terrain Response drifbúnaði á öllum hjólum gera Land Rover Discovery 4 að einum öflugasta og þægilegasta jeppa sem völ er á. Meðal nýjunga er nýr framendi með nýjum aðalljósum, breytt afturljós, start/stopp ræsibúnaður og Meridian 380W hljómtæki. Þú færð allar nánari upplýsingar um verð og búnað á www.landrover.is E N N E M M / S ÍA / N M 6 19 7 1 *M ið að v ið u pp ge fn ar v ið m ið un ar tö lu r fr am le ið an da u m e ld sn ey tis no tk un í bl ön du ðu m a ks tr i. ÞAÐ ER KOMINN NÝR LAND ROVER DISCOVERY 4 Discovery 4 S – verð frá: 11.890.000 kr. Eldsneytisnotkun 8,8 l/100 km* í blönduðum akstri. BL Sævarhöfða 2, sími 525 8000 KEMUR ÞÚ AF FJÖLLUM? landrover.is

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.