Fréttablaðið - 26.06.2014, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 26.06.2014, Blaðsíða 32
KYNNING − AUGLÝSINGÞvottur og fataviðgerðir FIMMTUDAGUR 26. JÚNÍ 20142 Útgefandi: 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, s. 512 5000 Umsjónarmenn auglýsinga: Jónatan Atli Sveinsson, s. 512 5446, jonatan@365.is Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal. ÞVOTTUR OG RAFORKUNOTKUN Þvottur og þurrkun taka til sín um tuttugu prósent raforkunnar á meðalheimili. Til að draga úr orkunotkun við þvottinn má fara eftir þessum þvottaleiðbein- ingum. ■ Fyllið þvottavélina alltaf af taui. Hálftóm vél eyðir álíka miklu rafmagni og full. ■ Forþvottur er ekki nauð- syn legur nema í einstaka tilvikum. Ef forþvotti er sleppt sparast tuttugu prósent af rafmagnsnotkuninni. ■ Því lægri vatnshiti sem þvegið er við, því minni rafmagnsnotkun. Oft dugar að þvo við 40°C í stað 60°C. Merkingar á fötum sýna hámarkshita sem fötin þola en eru ekki leiðbeiningar um hvaða hita skal nota við þvott. ■ Ný þvottvél notar talsvert minna rafmagn en eldri gerðir. Vélar í flokki A, A+ eða A++ eru skilvirkari við þvottinn en aðrar. Heimild: Orkusetur. Merkingar á fatnaði sýna hvaða hita fötin þola. NORDICPHOTOS/GETTY Þvottaefnislínan frá Biotex er byggð á 45 ára reynslu og sérfræði- þekkingu á bæði blettahreinsun og þvottaeiginleikum. „Kostir Bio- tex eru þeir að virku efnin í þvotta- efninu ná að þvo þvottinn við að- eins 30°C. Með því að þvo við 30°C slitna fötin minna og pening- ur sparast,“ segir Brynja Georgs- dóttir, vörumerkjastjóri hjá Nath- an & Olsen. Biotex inniheldur ensím sem ráðast á erfiða bletti. Ensím gefa möguleika á að þvo bletti úr við lægra hitastig en ella og fer Biotex þar af leiðandi betur með flíkurnar. Ensímin eru virk upp í allt að 60°C. „Þvottamarkaðurinn hefur breyst, fólk er meira farið að nota þvottaefni sem sérstaklega hentar fyrir hvern þvott. Þvottaefni sem eru ætluð hvítum og ljósum þvotti innihalda sterkari efni en þau sem ætluð eru marglitum og dökkum þvotti. Til þess að halda s vör t u m og mjög dökk- um fötum fallegum er best að þvo þau með sérstöku þvotta- efni fyrir svartan þvott. Biotex Black inniheldur ensím sem fjar- lægja slitnar trefjar af yfirborði efnisins og gera þannig litina skýrari. Það er ekki svart litarefni í þvottaefninu svo óhætt er að nota það á dökk föt sem innihalda líka ljósari liti.“ Fleiri nota nú fljótandi þvotta- efni í stað hins hefðbundna þvottadufts. Brynja segir fljótandi þvottaefni hafa marga kosti fram yfir þvottaduftið. „Það leysist auð- veldlegar upp í vatninu og því er engin hætta á að þvotturinn inni- haldi leifar af þvottaefni eins og stundum vill gerast með þvotta- duft. Af sömu ástæðu hentar fljót- andi þvottaefni líka vel í hand- þvott og vélaþvott við lágt hita- stig. Fljótandi þvottaefni fer einnig betur með viðkvæman þvott og föt úr mjög fínum efnum.“ Ný viðbót í Biotex-línuna er Biotex Sport & Active, f ljótandi þvottaefni sem sérstaklega er ætlað útivistarfatnaði úr vatns- heldum efnum og öndunarefn- um svo sem skíðafatnaði, snjó- göllum, regnfatnaði og fatnaði úr flís- og softshell-efnum. Slík- an fatnað ætti alltaf að þvo úr þar til gerðu þvottaefni þar sem venju- legt þvottaefni getur eyðilagt eig- inleika efnanna í flíkunum. Fötin haldast falleg Biotex er þekktast meðal Íslendinga fyrir blettaeyðinn sem hefur fengist hér um árabil. Ný þvottaefnislína frá Biotex er byggð á reynslu og þekkingu. Brynja Georgsdóttir segir helsta kost Biotex-þvottaefnanna þann að virku efnin í þvottaefninu nái að þvo þvottinn á aðeins 30°C. MYND/GVA Ég hef stundað fataviðgerðir og breytingar á fötum í 14 ár og er bara rétt að byrja,“ segir Jakobína Kristjánsdóttir kjóla- klæðskeri en hún rekur sauma- verkstæðið Tvinnakeflið ehf. Jakobína flutti verkstæðið ný- verið í stærra og bjartara húsnæði að Melabraut 29 á Hvaleyrarholt- inu í Hafnarfirði og er starfsemin komin á fullt. Hún tekur að sér verkefni fyrir einstaklinga og fyrirtæki og á stóran hóp tryggra viðskipta- vina, allt frá Suðurnesjum til Reykjavíkur. „Ég fæ einnig þó nokkur verk- efni utan af landi,“ segir Jakobína. „Aðallega er ég að stytta, síkka þrengja og víkka fatnað eins og buxur, jakka, pils, kjóla og yfir- hafnir og skipta um rennilása. Þá er mikið um viðgerðir á vinnu- fatnaði. Í mörg ár hefur einnig verið mikið um að fólk komi með nýprjónaðar lopapeysur sem þarf að setja rennilása í. Öðru hvoru koma inn öðru vísi verkefni, sem eru alltaf skemmtileg áskorun en ég tek þó eingöngu að mér verk- efni sem ég er viss um að gangi upp,“ útskýrir Jakobína. En borgar það sig alltaf að láta gera við flík? „Ég met alltaf hvað verkið myndi kosta og þá getur fólk ákveðið sig hvað það vill gera, ef það er með flík sem kostaði ekki mikið upphaf lega. En maður myndar oft tilfinningasamband við fötin sín og oft þykir fólki vænt um sérstaka f lík. Margir koma aftur og aftur með sömu uppáhaldsgallabuxurnar til að láta gera við þær við hvert nýtt gat. Fólk nýtir sér fataviðgerðir og -breytingar mikið og hefur í raun alltaf gert.“ Afgreiðslutími Tvinnakeflisins er frá klukkan 12 til 17 virka daga. Lokað er á mánudögum. Nánari upplýsingar fást í síma 8474684 og einnig á Facebook-síðu fyrir- tækisins. Fataviðgerðir í 14 ár Jakobína Kristjánsdóttir kjólaklæðskeri flutti saumaverkstæði sitt nýlega úr vesturbæ Hafnarfjarðar að Melabraut 29 í Hafnarfirði. Tvinnakeflið ehf. annast fataviðgerðir og fatabreytingar og er starfsemin komin á fullt. Jakobína Kristjánsdóttir sinnir fatavið- gerðum og -breytingum í Tvinnakeflinu. Tvinnakeflið ehf. er til húsa að Melabraut 29 í Hafnarfirði en var áður í vesturbæ Hafnar- fjarðar. MYND/TVINNAKEFLIÐ EHF Algengustu mistök í þvottahús-inu er að sortera ekki óhreint tau eftir litum og lesa ekki þvotta- leiðbeiningar í flíkum vegna mismun- andi hitastigs.“ Þetta segir Margrét skólameistari í þvottahúsi Hússtjórnarskólans. „Öll handklæði, viskastykki, borð- tuskur og bómullarnærföt þarf að sjóða með kröftugu þvottaefni með efna- kljúfum. Þetta er óhreinasti þvottur heimilisins og á hann dugar hvorki milt þvottaefni né þvottakerfi á 40°C eða 60°C. Baðhandklæði til heimabrúks má gjarnan nota oftar en einu sinni en þau sem notuð eru á opinberum stöð- um, eins og í sundi, leikfimi og líkams- rækt þarf að sjóða eftir hverja notkun. Þau geta dottið í gólfið þar sem fyrir er sveppagróður og vörtusmit og bakterí- ur í jafn óhreinum þvotti drepast ekki nema við suðu. Þannig drepst salmon- ella í borðtuskum eftir þvott á kjöt- skurðarbrettum ekki fyrr en við 70°C.“ Margrét varar við notkun mýk- ingarefna sem séu í senn óvistvæn, ofnæmisvaldandi og fari illa með þvottavélar. „Mýkingarefni mynda slepjulega skán innan í þvottavélum sem svo skapar sveppagróður og óhreinindi sem skila sér í illa lyktandi þvotti. Margir kannast við hvimleiða ull- argærulykt af nýþvegnum fatnaði en það er sökum sveppagróðurs í vélinni og á ekkert skylt við ný- þveginn, vellyktandi þvott.“ Til að hreinsa þvottavélar af sveppagróðri er brýnt að nota kröftug þvottaefni á suðukerfi vél- arinnar. „Sápuskúffur þvottavéla eru líka víða ógeðfelldar með bleikum og svörtum sveppaskellum. Því er mikilvægt að þvo reglulega sápu- hólf þvottavéla með heitu vatni og sápu og skilja sápuhólfið eftir opið eins og þvottavélahurðina til að þorni vel á milli notkunar.“ Best að þurrka úti Að sögn Margrétar fæst besta lykt- in af nýþvegnum þvotti með því að hengja hann til þerris utandyra. Eins sé hægt að setja poka með ilmjurtum í fataskápana. Sjóðið óhreina Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir, skólameistari Hússtjórnar áranna rás kennt húsmæðrum íslenska lýðveldisins að þv mikilvægt að sjóða borðtuskur, viskastykki og handklæði Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er skólameistari Hússtjórnarskólans í Reykjavík. Hér teygir hún á ve
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.