Fréttablaðið - 10.07.2014, Síða 12

Fréttablaðið - 10.07.2014, Síða 12
10. júlí 2014 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 12 VERSLUN „Við teljum þetta fyrir- komulag sem við búum við í dag á úthlutun tollkvóta alveg fráleitt,“ segir Jóhannes Gunnarsson, for- maður Neytendasamtakanna. Fréttablaðið greindi frá því á þriðjudag að innlend framleiðsla annar ekki eftirspurn eftir ákveðn- um hlutum svína, svo sem grísa- hryggjum og svínasíðum. Þar af leiðandi þurfti í fyrra að flytja inn um 440 tonn af svínakjöti til lands- ins, en þrátt fyrir skort á þessu kjöti greiða innflytjendur háa tolla af þessum vörum. Sama saga hefur verið sögð í Fréttablaðinu á undan- förnum mánuðum af öðrum land- búnaðarvörum þar sem staðfestur skortur er fyrir hendi. Nú þegar er skortur á nautgripa- kjöti þannig að fyrirsjáanlegt er að innlendir framleiðendur muni ekki ná að bregðast við eftirspurn. Sam- tök verslunar og þjónustu (SVÞ) óskuðu eftir því við landbúnaðar- ráðuneytið að tollar á nautakjöti yrðu felldir niður án tafar. Erind- ið hefur ekki enn verið afgreitt. „Það sem okkur finnst ankannalegt í þessu er hvernig stjórnvöld geta réttlætt það að halda uppi vernd fyrir framleiðslu sem ekki getur annað eftirspurn. Ekkert bendir til þess að íslenskir framleiðendur muni gera það á næstunni, bændur fá fullt verð fyrir alla þá mjólk sem þeir framleiða og þar af leiðandi er meiri hvati til að framleiða mjólk en nautakjöt. Þetta ætti að vera hvati fyrir stjórnvöld til að lækka verulega eða afnema tolla af nauta- kjötinu,“ segir Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri SVÞ. Greint var frá því í desember í fyrra að skortur væri á íslensku smjöri og því var Mjólkursamsöl- unni leyft að flytja inn írskt smjör. Andrés gagnrýnir muninn á við- bragðstíma stjórnvalda eftir því hvaðan erindin koma. „Viðbragðs- leysi stjórnvalda gagnvart erindi okkar er mjög athyglisvert og þegar það er borið saman við beiðni Mjólk- ursamsölunnar vegna yfirvofandi skorts á smjöri. Þar var brugðist við strax.“ Andrés segir að hið sama eigi við um kjúkling, en salmonellusýk- ing komi reglulega upp í íslenskum kjúklingabúum. „Þá verður skortur. Það gerist ekki síst svona síðsumars og tekst aldrei að fylla með eðlileg- um hætti upp í það tómarúm sem myndast.“ Innflytjendur greiði samt sem áður tolla af innfluttum kjúk- lingi, þrátt fyrir að ekki sé hægt að anna eftirspurn. Finnur Árnason, forstjóri Haga, segir framleiðendur halda uppi verði og kaupa sig frá samkeppni. „Að mínu mati þarf að lækka þessa tolla þannig að það myndist meira verðaðhald á innanlands- markaði. Við erum að horfa upp á það til dæmis í nautakjötinu að frá því í ágúst hefur verð hækkað um rúm 20 prósent á meðan verð- bólga er innan við þrjú prósent. Það er skortur á nautakjöti sem veldur þessu, framleiðendur eru að hækka verð langt umfram það sem eðlilegt er. Þeir geta leyft sér að hækka verð á almennri neyslu- vöru, nauðsynjavöru um yfir tutt- ugu prósent. Það er óeðlilegt að mínu mati,“ segir hann. Finnur segir að ekki sé hægt að flytja inn nautakjöt til að mæta þessum skorti nema á ofurtoll- um, verðið hækki, þar af leið- andi neysluvísitalan í kjölfarið og síðan lán heimilanna. „Kerfið er úr sér gengið og stjórnvöld verða að bregðast við með því að lækka þessa ofurtolla. Þá eru menn ekki í þeirri aðstöðu að misnota kerfið til að hækka verðið langt umfram það sem eðlilegt er.“ Jóhannes bendir á að fyrir- komulagið við úthlutun tollkvót- anna bitni á neytendum. „Menn bjóða í kvótann, sá sem býður hæst fær úthlutun. Að sjálfsögðu felst í þessu kostnaður sem inn- flytjandinn þarf að borga og hann leggur það ofan á vöruverð. Þarna er verið að draga úr ávinningi sem neytendur ella hefðu haft af þess- um innflutningi.“ Fréttablaðið hefur ítrekað á undan förnum mánuðum, við vinnslu frétta af tollum á landbúnaðarvör- um og áhrifum þeirra á neytendur, reynt að ná í Hönnu Birnu Krist- jánsdóttur innanríkisráðherra, sem fer með neytendamál í ríkisstjórn- inni, án árangurs. fanney@frettabladid.is Framleiðendur kaupa sig frá samkeppni Mörg dæmi eru um að umframeftirspurn sé eftir ýmsum landbúnaðarvörum en samt greiða innflytjendur fullan toll af vörunum. For- maður Neytendasamtakanna segir tollkvótakerfið fráleitt og forstjóri Haga segir kerfið í heild úr sér gengið og þarfnast endurskoðunar. BREYTINGA ER ÞÖRF Framkvæmdastjóri SVÞ, formaður Neytendasamtakanna og forstjóri Haga eru allir sammála um að breytinga sé þörf á landbúnaðarkerfinu til að hagur neytenda sé tryggður. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Erlent verð án tolla % tollur Magntollur á hvert kíló Verð með tollum Samtals tollur Algengt inn- kaupsverð Verðmunur á innlendu og inn- fl uttu án tolla Kjúklinga- bringur 700 18% 540 1.353 93% 1.860 166% Svínasíður/ beikon 500 18% 217 797 59% 900 80% Nautalundir 2.500 18% 877 3.827 53% 4.450 78% Camembert- ostur 1.300 90% 430 2.080 60% 2.340 80% VÖRURVERÐ MEÐ INNFLUTNINGSTOLLUM* *Verð er miðað við kíló, verð og uppruni í Evrópu 210 hestafla dísilvél, 8 þrepa sjálfskipting með takkaskiptingu í stýri og loftpúðafjöðrun með Terrain Response drifbúnaði á öllum hjólum gera Land Rover Discovery 4 að einum öflugasta og þægilegasta jeppa sem völ er á. Meðal nýjunga er nýr framendi með nýjum aðalljósum, breytt afturljós, start/stopp ræsibúnaður og Meridian 380W hljómtæki. Þú færð allar nánari upplýsingar um verð og búnað á www.landrover.is E N N E M M / S ÍA / N M 6 19 7 1 *M ið að v ið u pp ge fn ar v ið m ið un ar tö lu r fr am le ið an da u m e ld sn ey tis no tk un í bl ön du ðu m a ks tr i. ÞAÐ ER KOMINN NÝR LAND ROVER DISCOVERY 4 Discovery 4 S – verð frá: 11.890.000 kr. Eldsneytisnotkun 8,8 l/100 km* í blönduðum akstri. BL Sævarhöfða 2, sími 525 8000 KEMUR ÞÚ AF FJÖLLUM? landrover.is

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.