Fréttablaðið - 10.07.2014, Síða 25
FIMMTUDAGUR 10. júlí 2014 | SKOÐUN | 25
1 Af hverju náttúruvernd-argjald? Fjöldi erlendra
ferðamanna í Mývatns-
sveit hefur nær sex-
faldast á síðasta ára-
tug. Áætlað er að um
400.000 erlendir ferða-
menn heimsæki sveit-
ina í ár. Vegna gífur-
legs ágangs erlendra
ferðamanna nær náttúr-
an ekki að viðhalda sér,
auk þess sem öryggi
ferðamanna er ábótavant. Ríkið
hefur ekki komið að uppbygg-
ingu í einkalandi á Íslandi síð-
asta áratug og lítið sem ekkert
á því landi sem er í ríkisforsjá,
sbr. þjóðgarðinn á Þingvöll-
um og aðrar náttúruperlur.
Landeigendur í Landeigend-
um Reykjahlíðar ehf. (LR ehf.)
hafa miklar áhyggjur af versn-
andi ástandi náttúrunnar í sínu
landi. Því hefur sú leið verið
farin að óska eftir að þeir sem
njóti hennar, taki þátt í kostn-
aði við uppbyggingu svæðanna.
Tveir kostir voru í stöðunni: að
loka þessum svæðum eða hefja
gjaldtöku strax. Gjaldtöku við
Dettifoss var frestað til 1. maí
2015.
2 Hversu hátt er gjaldið? Inn á hvorn stað, Hveri austan Náma-
skarðs og Leirhnjúk, er gjald-
ið 800 kr. m/vsk. og frítt fyrir
18 ára og yngri. Af hverjum
miða tekur ríkið 163 kr. (25,5%
virðisauki) sem er ný tekju-
lind sem rennur beint til ríkis-
ins. Þessar 163 krónur skila sér
líklega ekki til baka til
uppbyggingar á okkar
svæði. Athugaður var sá
möguleiki að Íslendingar
fengju frítt inn á svæðin
en óvíst er að það hefði
staðist íslensk lög.
Athygli vekur að þó að
ferðaþjónustuaðilar fái
um 450 milljónir króna
árlega frá ríkinu í endur-
greiddan virðisauka, þá
hafa þeir ekki veitt neina fjár-
muni í verndun eða uppbygg-
ingu náttúrusvæða sem þeir
selja ferðamönnum inn á. Því er
erfitt að skilja gagnrýni þeirra
á gjaldtöku fyrir uppbyggingu á
ferðamannasvæðum. Í dag á sér
stað mismunun í ferðaþjónustu,
því sumir greiða engan virðis-
auka, aðrir 7%, en landeigendur
í Reykjahlíð eru skyldaðir til að
greiða 25,5%. Hvers vegna?
3 Hverjir eiga Reykjahlíð, stærstu jörð í einkaeigu á Íslandi, og
hvernig eignuðust þeir hana?
Jörðin Reykjahlíð, sem talin er
vera um 150 þúsund hektarar að
flatarmáli, er í eigu 17 einstak-
linga og fjölskyldna þeirra og
eru eignarhlutirnir mismunandi
stórt hlutfall af jörðinni, frá
0,55% upp í 25%. Jörðin Reykja-
hlíð var keypt árið 1895 fyrir
7.000 ríkisdali auk jarðar sem
var sett upp í kaupverðið. Eign-
inni fylgdu þær kvaðir að ferja
alla ferðamenn yfir Jökulsá á
Fjöllum og tóku Reykhlíðungar
ferjutoll fyrir. Eigendur hafa frá
upphafi til dagsins í dag greitt
alla skatta og skyldur af jörðinni
eða í 119 ár! Jörðin Reykjahlíð
er ekki sjálftökujörð. Tekjur af
jörðinni eru mjög litlar miðað
við gæði, umfang og stærð.
Landeigendur stofnuðu hags-
munafélag allra landeigenda í
formi einkahlutafélags (ehf.)
árið 2002 og er hlutur hvers og
eins í félaginu í samræmi við
eignarhlut hans í jörðinni.
4 Hvernig verður náttúruvernd-argjaldinu ráðstafað? Landeig-
endur hafa því miður ekki laust
fjármagn og hefur LR ehf. tekið
á sig fjárskuldbindingar vegna
stofnkostnaðar þessa verkefnis
ásamt vinnulaunum upp á nær
30-40 m.kr. Fyrst verður staðið
við þær skuldbindingar og það
sem eftir er fer í uppbyggingu
og verndun. Á næstu árum eru
mörg verkefni áætluð, svo sem
hönnun og bygging þjónustu-
húsa, göngupalla/útsýnispalla
(allt handunnið), bílastæða, sal-
ernisþjónustu og ótal lagfæringa
á illa förnum göngustígum í kíló-
metratali. Öll uppbygging tekur
mið af náttúru hvers svæðis.
Heimamenn, sem best þekkja
sitt eigið land, munu koma að
þessum framkvæmdum ásamt
sérfræðingum á hverju sviði.
5 Hvers vegna ekki að bíða eftir „náttúrupassa“ 2015? Veru-
legur meirihluti landeigenda
treystir ekki ríkinu né stjórn-
málamönnum til að koma með
útfærslu á gjaldtöku þannig að
Mývatnssveit/Reykjahlíð fái
það sem henni ber miðað við
fjölda ferðamanna sem koma
í sveitina. Löng reynsla af
aðgerðaleysi ríkisins sem og
sjóða í þess umsjá undanfarin
12 ár sýnir það. Einkaaðilum er
og verður ekki gert hátt undir
höfði varðandi úthlutun úr sjóð-
um sem stjórnað er af ríkinu. Á
því verður engin breyting.
Fjölmennar nefndir á vegum
ríkisins, ráðuneyti og samtök
ferðaþjónustunnar (SAF o.fl.) hafa
ekki skýrt á einfaldan hátt, hvern-
ig slík gjaldtaka verður útfærð,
hver fær hvað eða hvernig hlut-
fallið verður reiknað út, t.d fyrir
Reykjahlíð. Á meðan svo er, er
það skylda okkar að vernda land-
ið og því hefjum við gjaldtöku nú
í sumar.
Við erum samt tilbúin til við-
ræðna um góðar hugmyndir, en
því miður er ekki mikil bjartsýni
meðal flestra landeigenda.
Það sem vakir fyrir landeig-
endum Reykjahlíðar er að vernda
náttúruna og skapa góða ímynd
þegar til lengri tíma er litið.
Verið velkomin á upplýsinga- og
sölusíðu verkefnis okkar: náttúru-
gjald.is
Frh. kemur í grein 2 er birtist
síðar.
Af hverju náttúruverndargjald
í Reykjahlíð? Fyrri grein
Það lýsir best hinum innri
manni hvernig við komum
fram við þá sem eru varnar-
lausir og á okkur treysta, rík
þjóð sem Íslendingar á að sjá
sóma sinn í að
tryggja öllum
lágmarks-
framfærslu til
samræmis við
raunverulegan
framfærslu-
kostnað.
Það sparkar
enginn með
heilbrigða sið-
vitund í liggj-
andi mann né
skerðir lífsgæði
þeirra þögulu.
Ég bið ykkur um að hjálpa
mér við að safna undirskriftum
til að þrýsta á Alþingi um að
sett verði lög til að tryggja lág-
markslaun og að við þau verði
framfærsla öryrkja, aldraðra,
atvinnulausra og annarra sem
fá bætur miðuð.
Við eigum ekki að umbera
biðraðir eftir matar- og fjár-
hagsaðstoð í jafn auðlindaríku
landi og okkar.
Friður og sátt tryggir vel-
megun, mismunun og stéttskipt-
ing tryggir ófrið og sundrungu.
Vinsamlega undirritið og deilið
áfram sem mest:
http://www.avaaz.org/en/
petition/Althingi_setji_log_um_
lagmarkslaun_Vid_skorum_a_Alt-
hingi_ad_logsetja_lagmarkslaun_
til_samraemis_vid_framfaerslu/?-
copy
Tryggjum
mannvirðingu
alls launafólks
SAMFÉLAG
Þorsteinn Valur
Baldvinsson
Hjelm
áhugamaður um
velferð
FERÐAÞJÓNUSTA
Ólafur H. Jónsson
forsvarsmaður LR
ehf. fyrir verkefninu
➜Það sem vakir fyrir land-
eigendum Reykjahlíðar er
að vernda náttúruna …
KAFFIVÉLAR,
ELDHÚSÁHÖLD,
POTTAR OG PÖNNUR,
VÖFFLUJÁRN, BLANDARAR,
DISKAR OG GLÖS, HEILSUGRILL,
BORÐBÚNAÐUR, SAFAPRESSUR,
BÖKUNARVÖRUR, RYKSUGUR, SUMAR-
OG GRILLVÖRUR, BRAUÐRISTAR,
HRAÐSUÐUKÖNNUR, ELDFÖST MÓT,
HITAKÖNNUR OG BRÚSAR,
BAÐVOGIR OG MARGT
FLEIRA!
Líkaðu við okku
r
á Facebook:
www.facebook
.com/
byggtogbuid
SUMARÚTSALAN
ER HAFIN!
RISA
Nú má skoða útsöluvörurnar líka á byggtogbuid.is
20-90%
afsláttur!
HUNDRUÐIR
VARA!