Fréttablaðið - 10.07.2014, Side 26
10. júlí 2014 FIMMTUDAGUR| SKOÐUN | 26
Dómur Hæstaréttar frá
12. júní yfir 34 ára karl-
manni hefur vakið athygli
þar sem fágætt er að
maður sé dæmdur í 10 ára
fangelsi fyrir að brjóta
gegn barni. Það hefur
gerst tvisvar áður, árið
1961 og 1983.
Málavextir voru þeir
að maður, sem hafði verið
í langvarandi fíkniefna-
neyslu, ók upp að 10 ára
telpu á leið heim úr skóla.
Hann fór út úr bílnum og
réðst fyrirvaralaust á hana. Þegar
hún hrópaði á hjálp tók hann fyrir
munn hennar, ýtti henni inn í bif-
reiðina, lét hana leggjast á gólfið
og huldi hana fötum. Hann ók með
hana á afvikinn stað og hélt henni
fanginni. Hann villti á sér heimild-
ir og sagðist vera lögreglumaður
sem hefði það verkefni að líkja eftir
alvöru barnsráni til að sýna fram
á að það væri ekkert hættulegt að
taka börn upp í bifreið. Hann beitti
hana grófu kynferðislegu ofbeldi
og tók hreyfimynd og ljósmynd-
ir af verknaðinum á símann sinn.
Maðurinn var sakfelldur fyrir að
nema barnið á brott, svipta það
frelsi og brjóta gegn kynfrelsi þess.
Við ákvörðun refsingar var litið til
þess að brotið hafi verið þaulskipu-
lagt og lýsti styrkum og einbeittum
brotavilja. Það hafi beinst að varn-
arlausu barni, sem átti sér einskis
ills von og að maðurinn hafi svipt
telpuna frelsi í rúmar tvær klukku-
stundir. Þá hafi hann reynt að leyna
brotunum eftir verknaðinn með
því að afmá verksummerki. Þá var
litið til þess að afleiðingar brotanna
hafi reynst telpunni þungbærar og
hafi haft mikil áhrif á líf hennar.
Hæstiréttur dæmdi manninn í 10
ára fangelsi, en héraðsdómur hafði
dæmt hann í 7 ára fangelsi.
Tvisvar áður 10 ára dómar
Tvisvar áður hefur maður verið
dæmdur til 10 ára fangelsisvistar
fyrir að ráðast á barn og
beita það kynferðisofbeldi.
Fyrra brotið var framið árið
1961 og hið síðara 1983. Í
fyrra málinu réðst ölvaður
karlmaður á 12 ára telpu
á barnaleikvelli að kvöld-
lagi. Telpan var á heimleið
eftir að hafa verið með vin-
konum sínum og stytti sér
leið yfir leikvöllinn. Mað-
urinn, sem var þrítugur,
nauðgaði telpunni eftir að
hafa skorið utan af henni
fötin með hnífi. Hann beitti
grófu ofbeldi við verknaðinn, m.a.
sló hann höfði telpunnar við stein-
vegg svo hún missti meðvitund. Í
seinna málinu var tæplega þrítugur
karlmaður sakfelldur fyrir að mis-
þyrma á hrottafenginn hátt 15 ára
stúlku sem hann reyndi að nauðga.
Stúlkan þekkti manninn ekki. Hann
barði hana ítrekað í höfuðið með
grjóti og beitti hættulegu verkfæri
á viðkvæma líkamshluta hennar.
Þessi þrjú mál eiga það sameig-
inlegt að brotamennirnir eru með
öllu ókunnugir fórnarlambinu og
beita sérlega meiðandi aðferðum.
Í eldri málunum voru stúlkurnar
beittar hrottafengnu ofbeldi og í
því nýja var stúlkan numin á brott
og haldið fanginni í bifreið manns-
ins. Það er ólíkt með málunum
þremur að samkvæmt eldri dómun-
um voru hinir refsiverðu verknaðir
ekki skipulagðir fyrirfram meðan
sakborningur í hinu nýja máli leit-
ar vísvitandi uppi fórnarlamb. Brot
hans var þaulskipulagt og í dómin-
um kemur fram að maðurinn hafi
verið búinn að hlaða niður í farsíma
sinn stundatöflum nokkurra grunn-
skóla og æfingatöflum íþróttafé-
lags, auk þess sem miðar með nöfn-
um og símanúmerum þriggja ungra
stúlkna fundust í bíl hans.
Á undanförnum árum hefur
orðið áþreifanleg breyting á við-
horfum til kynferðisbrota gegn
börnum. Ástæðan er án efa aukin
þekking á skaðlegum afleiðing-
um brotanna. Þetta hefur leitt til
breytinga í löggjöf og jafnframt
hafa dómar í þessum málaflokki
þyngst. Frá árinu 2009 hefur
Hæstiréttur í þrígang dæmt sak-
borning í 8 ára fangelsi fyrir kyn-
ferðisbrot gegn barni og eru það
þyngstu dómarnir sem kveðnir
hafa verið upp í málaflokknum að
þeim þremur frátöldum sem hér
hafa verið gerðir að umfjöllunar-
efni. Í þeim málum þekktu börn-
in gerendurna, sem brutu á þeim
í skjóli tengsla og trausts. Brotin
voru margendurtekin og stóðu yfir
í langan tíma.
Fæst brot framin af ókunnugum
Fréttir af dómum sem þessum
valda ótta í samfélaginu. Ótta við
hinn hættulega og óþekkta ger-
anda. Staðreyndin er þó sú að flest
brot gagnvart börnum sem koma
fyrir dómstóla eru framin af þeim
sem börnin þekkja og eru tilvik þar
sem ókunnugir eiga í hlut fátíð.
Settar hafa verið fram ýmsar
kenningar um markmið og eðli
refsinga. Í sinni fumstæðustu
mynd snúast þær um hefnd, að
gjalda líku líkt. Aðrir leggja
áherslu á fælingarmátt refsinga,
bæði gagnvart sakborningi svo
hann endurtaki ekki brot sitt og
eins gagnvart öðrum og komi í
veg fyrir að slík brot verði fram-
in. Enn aðrir líta svo á að markmið-
ið eigi að vera betrun brotamanns-
ins. Líklega eru hugmyndir okkar
flestra blanda af þessu öllu. Þess
væri í öllu falli óskandi að þyngri
refsingar fækkuðu þessum brotum.
Þyngri refsingar
fyrir kynferðisbrot
Fiskistofumálið og ýmislegt
sem hefur verið fleygt fram
í því samhengi hefur vakið
athygli mína. Í áratugi hefur
heyrst af því að stefna allra
stjórnmálaflokka hafi í orði
verið á þá lund að gæta beri
að jafnvægi í byggð lands-
ins og byggja upp störf
utan höfuðborgarsvæðis-
ins. Þetta á ekki síst við um
opinber störf, sem þegar eru
um fjórðungur allra starfa í
landinu og það hlutfall mun
hækka, ef þróunin verður eins og í
velferðarlöndum í kringum okkur.
Ríkið verður því að reka þá starf-
semi, sem er á þess vegum víðar
en á höfuðborgarsvæðinu og þess
vegna væntanlega hafa allir stjórn-
málaflokkar haft þetta á stefnuskrá
sinni um áratugaskeið.
En af hverju aðeins í orði en ekki
á borði? Það hefur nefnilega komið í
ljós í þessari umfjöllun um flutning
Fiskistofu að opinberum störfum úti
á landi hefur á undanförnum árum
fækkað á meðan störfum á vegum
ríkisins fjölgar og þar með hefur
opinberum störfum á landsbyggð-
inni fækkað hlutfallslega enn meira.
Spurningin er því hverju sé um að
kenna að opinber störf dreifast
svona ójafnt á milli landsbyggðar og
höfuðborgarsvæðisins, þrátt fyrir
þessa stefnu stjórnmálaflokkanna.
Stefnu sem oftar en ekki kemst í
stjórnarsáttmála, sem flaggað er á
tyllidögum. Er það vegna ístöðuleys-
is stjórnmálamanna? Jú, vissulega
höfum við oft orðið vitni að því að
stjórnmálamenn fylgja ekki þess-
um stefnumálum flokka sinna þegar
reynir á. (Það á reyndar við
um fleiri mál!)
Gífurleg mótstaða
En við höfum líka alltaf
þurft að horfa á gífurlega
mótstöðu embættismanna,
þegar flutningur er nefnd-
ur á nafn. Og miðað við
hve illa hefur gengið að fá
opinber störf út á land og
hve drjúgan þátt embættis-
menn hafa átt í að sú stefna
hefur í reynd breyst í and-
hverfu sína, má álykta að embætt-
ismenn hafi haft mjög einbeittan
brotavilja þegar reynt er að fylgja
stefnu og ákvörðunum stjórnvalda
í þessum efnum.
Þegar Fiskistofa var stofnuð
hafði tiltölulega nýlega verið sam-
þykkt þingsályktun á Alþingi um
að miðstöð stjórnsýslu og mennt-
unar í sjávarútvegi skyldi staðsett
á Akureyri. Það hefði því verið eðli-
legt að Fiskistofa hefði verið stað-
sett á Akureyri. Það má í raun segja
að það hafi verið mistök í upphafi
að stofna hana í Reykjavík. Og í
ákveðnum skilning má segja að með
ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að
flytja Fiskistofu til Akureyrar sé
verið að leiðrétta mistök frá fyrri
árum. Mér finnst það bara gott mál
en ég eins og aðrir legg þó áherslu á
að það komi einstaklingum sem hjá
Fiskistofu starfa og fjölskyldum
þeirra ekki illa. Hjá því mætti auð-
veldlega komast með því að gefa sér
góðan tíma í flutninginn, þannig að
hann haldist í hendur við þá starfs-
mannaveltu, sem hvort eð er verður
hjá stofnuninni.
Fiskistofumálið –
mistök eða leiðrétting? Alltaf er það gott þegar fólk er heiðrað að verðleik-
um fyrir vel unnin störf og
afrek á lífsleiðinni.
Snemma í maí var frá
því greint í Morgunblaðinu
(02.05.2014) að American
Scandinavian Founda-
tion, sem eru eins og
blaðið segir „aðalsamtök
fólks af norrænum upp-
runa í Bandaríkjunum“
hefðu heiðrað Ólaf Ragn-
ar Grímsson fyrir fram-
lag hans til samvinnu Íslands við
Bandaríkin. Þetta var auðvitað
tímabært og mátti sannarlega ekki
dragast öllu lengur.
Ólafur Ragnar Grímsson átti að
baki langan feril í stjórnmálum á
Íslandi, þegar hann af einstakri
fórnfýsi bauðst til að verða forseti
lýðveldisins. Það þáði þjóðin. Með
þökkum að því er virtist.
Það var eitt öðru fremur, sem
setti mark á stjórnmálaferil Ólafs
Ragnars Grímssonar. Það var að
gera allt sem í hans valdi stóð til að
spilla og skaða samvinnu og sam-
skipti Íslands og Bandaríkjanna.
Ólafur Ragnar Grímsson var í
öllu sínu pólitíska starfi andvígur
varnarsamstarfinu við Bandarík-
in og vestrænar þjóðir og aðildinni
að Nató sem í áratugi hefur verið
einn af hornsteinum utanríkis-
stefnu íslenska lýðveldisins. Hann
barðist gegn þessu með kjafti og
klóm. Það gerði hann hvar sem var
og hvenær sem var og taldi ekkert
eftir sér í þeim efnum.
Ólafur Ragnar Grímsson vann
markvisst að því að koma því inn
hjá þjóðinni, og naut þar aðstoðar
fjölmiðla, eins og Ríkisútvarps-
ins, að Bandaríkjamenn geymdu
kjarnorkuvopn á Íslandi og héldu
því leyndu fyrir íslenskum
ráðamönnum. Fullyrðingar
hans reyndust rangar.
Erlendur maður, William
Arkin, sem hafði látið að
þessu liggja kom hingað
til þess að biðjast afsök-
unar á ummælum sínum.
Ekki rekur mig minni
til þess að Ólafur Ragn-
ar Grímsson hafi dregið í
land með nein ummæli sín
um kjarnorkuvopn Banda-
ríkjamanna á Íslandi. Eða
beðið nokkurn mann afsökunar.
Ólafur Ragnar Grímsson barðist
gegn byggingu nýrrar flugstöðvar
við Keflavíkurflugvöll vegna þess
að hann leit á flugstöðina sem ein-
hverskonar hernaðarmannvirki í
þágu Bandaríkjanna. Illu heillu
tókst honum að fá flugstöðina
minnkaða frá því sem upphaflega
var gert ráð fyrir.
Ólafur Ragnar Grímsson vildi
leggja Ameríkuflug Flugleiða
niður. Steingrímur Hermanns-
son, þá samgönguráðherra, kom í
veg fyrir að þau áform hans næðu
fram að ganga. Þessa sögu kunna
þeir vel, sem störfuðu að flugmál-
um á þeim tíma.
Einstæð uppákoma
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti
Íslands, lét hringja í Carol van
Voorst, sendiherra Bandaríkj-
anna á Íslandi, í apríl 2009 þegar
hún var á leið til Bessastaða til að
veita hinni íslensku fálkaorðu við-
töku. Henni hafði verið tilkynnt
að hún hefði verið sæmd fálkaorð-
unni. Efni símtalsins frá forseta
Íslands var að segja Carol van
Voorst, sendiherra bandarísku
þjóðarinnar á Íslandi, að þetta
væri allt tóm vitleysa. Hún fengi
enga fálkaorðu. Þetta væri bara
allsherjar misskilningur. Seinna
gaf hann í skyn að hún verðskuld-
aði ekki fálkaorðuna. Eftir þessa
einstæðu uppákomu varð nokkur
bið á því að Bandaríkin skipuðu
nýjan sendiherra á Íslandi. Þótt
sumum kunni að finnast það ótrú-
legt þá skaðaði þessi gjörð forset-
ans samskipti Íslands og Banda-
ríkjanna meira en flest annað í
þeirri sögu allri.
Það var sennilega ekki þetta sem
American Scandinavian Founda-
tion var að heiðra Ólaf Ragnar
Grímsson fyrir í bættum sam-
skiptum Íslands og Bandaríkj-
anna. Eða hvað?
Eru störf og stefna stjórnmála-
mannsins Ólafs Ragnars Gríms-
sonar eitthvað, sem allir eiga að
gleyma?
Ég er ekki þeirrar skoðunar.
Þannig á ekki að skrifa söguna.
Allan sinn stjórnmálaferil vann
Ólafur Ragnar Grímsson mark-
visst að því að spilla og skaða sam-
starf Íslands við Bandaríkin.
Seinni árin hefur hann kosið að
bregða yfir sig öðrum blæ. Sög-
unni verður samt ekki breytt.
Sagan verður ekki endurskrifuð.
Það er bara reynt í þeim ríkjum,
sem við síst viljum líkjast.
Auðvitað getur American Scand-
inavian Foundation heiðrað Ólaf
Ragnar Grímsson. En ekki fyrir
framlag hans til að bæta og efla
samvinnu Íslands og Bandaríkj-
anna.
Heiður þeim sem heiður ber?
STJÓRNSÝSLA
Pétur Bjarnason
sjávarútvegs fræð-
ingur frá Háskól-
anum í Tromsö
Sumarleyfin eru fram
undan, sumarbústaða-
hverfin eru vöknuð og
umferðin á þjóðvegunum
eykst. Sumir velja að eyða
fríinu í rólegheitum, aðrir
þjóta upp á fjöll eða leita á
vit annarra ævintýra. Ein-
hverjir ætla kannski að
nota fríið til að dytta að
húsinu sínu eða mála þakið.
Hraði og spenna eru oft
samfara fríinu. Slysahætt-
ur leynast víða en þær eru
mestar þegar breytt er út
af vananum.
Mænuskaði er meðal alvarlegustu
afleiðinga slysa og hefur mikil áhrif
á einstaklinginn og fjölskyldu hans.
Margir þurfa að læra að lifa lífinu
að nýju við gerólíkar aðstæður, oft
lamaðir og háðir hjólastól eða með
verulega skerta færni ævilangt.
Helstu orsakir mænuskaða hér
Umferðarslys eru algengasta orsök
mænuskaða. Flest þeirra hafa átt
sér stað í bílveltum úti á þjóðvegum
landsins, oft í beygjum eða lausa-
möl. Í langflestum tilfellum hefur
hinn slasaði ekki notað bílbelti og
stundum hefur verið um of hraðan
akstur að ræða miðað við aðstæður.
Notkun vélhjóla hefur aukist til
muna á undanförnum árum. Mikill
hraði er oft samfara vélhjólanotkun
og þá þarf lítið að bregða út af til að
alvarlegt slys verði.
Fall er næst algengasta orsök
mænuskaða hér á landi og getur
verið um að ræða fall úr mikilli
hæð allt niður í fall á jafnsléttu.
Slík slys geta hent hvern sem er.
Frístundaslys eru u.þ.b. 20% af
öllum mænuskaðaslysum og eru
hestaslys algengust þeirra. Áhugi
á hestamennsku fer sívaxandi
og fjöldi þeirra sem hefur fengið
mænuskaða í hestaslysi hefur einn-
ig aukist.
Samkvæmt gögnum frá WHO,
alþjóðaheilbrigðisstofnuninni, eru
dýfingaslys algengasta frístundas-
lysið í heiminum sem veld-
ur mænuskaða. Flest þess-
ara slysa verða á sumrin
þegar fólk stingur sér í
ár, grunn stöðuvötn eða
í sjó. Hér á Íslandi hafa
mænuskaðaslys vegna dýf-
inga verið fátíð en þau hafa
öll átt sér stað í grunnum
sundlaugum. Strangar
öryggisreglur eru á opin-
berum sundstöðum lands-
ins um dýfingar. Einka-
sundlaugar eru oftast
grunnar og ekki hannað-
ar til dýfinga. Reglur um dýfingar
í tengslum við þær eru sjaldséðar.
Um leið og sumrar sjáum við
fréttir með flottum myndum af
fólki að leika sér í góða veðrinu
að stökkva fram af klettum út í ár,
stöðuvötn og sjó, eins og sjá mátti
á forsíðu Fréttablaðsins þriðju-
daginn 24.júní. Þetta sport verð-
ur sívinsælla og heyrst hefur að á
samskiptamiðlunum sé unga fólkið
að mana hvert annað til að stökkva
út í sjó og vötn.
Forðumst mænuskaða
Við getum minnkað áhættuna á
alvarlegum slysum með nokkrum
einföldum ráðum:
● Notaðu alltaf bílbelti í umferð-
inni – líka í aftursætinu
● Aktu miðað við aðstæður –
gættu að hraðanum og lausamöl-
inni
● Fylgdu öryggisreglum
í byggingavinnu
● Sýndu aðgát í bröttum hlíðum,
skriðum og klettum
● Fylgdu öryggisreglum, sýndu
aðgát og tillitssemi í hesta-
mennsku
● Gættu að dýpi vatns og
athugaðu botn þess áður en þú
stingur þér
● Aldrei stinga þér í grunna
sundlaug, stöðuvatn, á eða í sjó
Kæru landsmenn, förum eftir
þessum einföldu ráðum, njótum
sumarsins og komum heil heim.
Frí fram undan –
komum heil heim
HEILBRIGÐISMÁL
Sigrún Knútsdóttir
klínískur ráðgjafi um
mænuskaða
á sjúkraþjálfun
Landspítala Grensási
DÓMSMÁL
Svala Ísfeld
Ólafsdóttir
dósent við
lagadeild Háskólans
í Reykjavík
UTANRÍKISMÁL
Eiður Svanberg
Guðnason
fyrrverandi
stjórnmálamaður
➜ Á undanförnum árum
hefur orðið áþreifanleg
breyting á viðhorfum
til kynferðisbrota gegn
börnum. Ástæðan er án efa
aukin þekking á skaðlegum
áhrifum brotanna.
➜ Sagan verður ekki
endurskrifuð. Það er bara
reynt í þeim ríkjum, sem
við síst viljum líkjast.