Fréttablaðið - 10.07.2014, Síða 28

Fréttablaðið - 10.07.2014, Síða 28
10. júlí 2014 FIMMTUDAGUR| SKOÐUN | 28 Það hefur ekki verið alveg tíðindalaust af stjórnmál- um undanfarna daga. Tíð- indin eru sannast að segja oft þeirrar tegundar að ekki er alveg augljóst hvort kona eigi að trúa sínum eigin eyrum. Um hreppaflutninga Sjávarútvegsráðherrann verður sennilega seint útnefndur til verðlauna fyrir stjórnkænsku eða diplómatíska umgengni við verk- efni sín. Sá hinn sami er umhverf- isráðherra og enn er í fersku minni þegar hann tilkynnti að hann hygð- ist afnema heilan lagabálk um náttúruvernd. Sem betur fer var komið í veg fyrir það og frestur á gildistöku lagabálksins lengdur. Tilkynning ráðherrans um hreppa- flutninga Fiskistofu kom eins og þruma úr heiðskíru lofti. Af frétt- um má skilja að fjármálaráðherr- ann, formaður Sjálfstæðisflokks- ins, vissi ekki af þessu fyrr en daginn áður en ákvörðunin var gerð opinber. Á síðasta kjörtímabili var stjórnar- andstöðunni, sérstaklega þó sjálfstæðismönnum, tíðrætt um skort á sam- ráði. Þá átti ríkisstjórnin að hafa samráð við stjórn- arandstöðuna um frum- vörp sem lögð voru fyrir Alþingi. Nú er ekkert samráð um stórar ákvarðanir innan ríkisstjórnarinnar. Fram- sókn ákveður að flytja vinnustað tuga manna á milli landshluta án þess svo mikið að ræða það. Án þess að athuga hvort það standist lög, án þess að vita hvað það kostar og síðast en ekki síst án þess að huga að því hvaða áhrif það hefur á líf starfsfólksins og fjölskyldna þeirra. Þetta þarf ekki að koma nein- um á óvart segir Framsókn: það stendur í stjórnarsáttmálanum. Er stjórnarsáttmálinn þá ofar lögum í landinu? Og starfsmanna- velta hefur nú fengið nýja merk- ingu. Samkvæmt Íslenskri orðabók merkir orðið: „það hve ört skipt- ir um starfsmenn á vinnustað“. Nú á það að ná yfir starfsmenn sem kjósa að láta ekki flytja sig hreppaflutningum. En þetta er svo sem ekki eina íslenska orðið sem hefur hlotið nýja merkingu í meðförum ríkisstjórnarinnar og stjórnarmeirihlutans. Forkastanlegast er þó kannski svar sjávarútvegsráðherrans við spurningu fréttamanns. Spurning- in var eitthvað á þá leið hvort það hefði einhver áhrif á ákvörðunina, ef í ljós kæmi að ókostir við flutn- inginn væru fleiri en kostirnir – því það á víst að athuga eitthvað með það. Nei, ráðherrann átti ekki von á að það hefði nokkur áhrif. – Svoleiðis er nú það. Um hæfa lögfræðinga Það þurfti svo sem ekki að koma á óvart að staða seðlabankastjóra var auglýst laus til umsóknar. Lengst af hefur það verið svo að æðstu embættismenn hafa verið skipaðir í tíð ríkisstjórna sem stjórnarflokkarnir núverandi hafa staðið að. Kannski vonuðu samt einhverjir að sú tíð væri liðin að embættin skipuðu framsóknar- menn eða hlutlausir Varðarfélag- ar (les: sjálfstæðismenn). Sannarlega kemur þó skipan nefndarinnar sem á að meta hæfni umsækjanda á óvart. Það er löngu liðin tíð að flest menntað fólk hér á landi var eitt af þrennu, lögfræð- ingur, læknir eða prestur. Bæði bankaráð Seðlabankans og fjár- málaráðherrann velja lögfræðinga í hæfnisnefndina. Það þykir mér skrýtið að tveir af þrem nefndar- mönnum, meirihluti nefndarinnar sé skipaður lögfræðingum – og ég er sannarlega ekki ein um þá skoðun. Um endurritun sögunnar En það á ekki láta neitt koma sér á óvart. Heldur ekki að nú eigi að leggjast í sérstaka rannsókn um hvernig nágrannar okkar, stjórn- völd annars staðar á Norðurlönd- unum og á Bretlandi, brugðust okkur í aðdraganda og upphafi samfélagshrunsins í október 2008. Ég man ekki betur en að í Rann- sóknarskýrslu Alþingis komi fram að bankastjóri Englandsbanka hafi í svari til Davíðs Oddsson- ar seðlabankastjóra á vordögum 2008 boðið fram aðstoð til að setja fram áætlun um að draga úr stærð íslenska bankakerfisins. Sú aðstoð var ekki þegin. – Er skrýtið að konu detti í hug að nú eigi að gera tilraun til að endurskrifa söguna? Um tíðindi í stjórnmálum Skýr langtímastefna í efnahagsmálum og kerf- isbreytingar sem styðja við þá stefnu er árang- ursríkasta leiðin til bættra lífskjara. Í kosn- ingum virðist uppskrift- in að árangri hins vegar frekar liggja í loforðum um töfralausnir og and- stöðu við kerfisbreyt- ingar. Vegna þessarar þversagnar fer lítið fyrir efnislegri umræðu um ýmsa kerfisgalla sem hafa mikil áhrif á efnahagslega frammistöðu. Þetta vandamál ristir sérstak- lega djúpt á sveitarstjórnarstig- inu enda er ábyrgðin dreifðari og stjórnmálamennirnir fleiri. Í nýaf- staðinni kosningabaráttu var lítið fjallað um tækifæri til umbóta í rekstri sveitarfélaga eða fram- lag þeirra til verðmætasköpunar í hagkerfinu. Stefna stjórnmála- flokka í veigamiklum málaflokk- um, s.s. skóla- og skattamálum, var jafnframt óskýr og lítið um afgerandi breytingartillögur á núverandi kerfi. Þetta er áhyggjuefni enda standa sveitarfélög fyrir nærri þriðjungi opinberra útgjalda, eða um 250 milljörðum króna. Ef nýta á opinbera fjármuni með skynsamlegum hætti er nauðsynlegt að dýpri efnisleg umræða eigi sér stað um helstu viðfangs- efni sveitarfélaga. Liður í þeirri umræðu snýr að því hvort þau hafi yfirhöfuð stjórnskipulega burði til að framkvæma samræmdar umbætur undir núverandi fyrirkomulagi. Mikil tækifæri til umbóta Óbreytt staða væri bagaleg enda eru mikil tækifæri til umbóta á sveitarstjórnarstiginu. Sveitarfélög á Íslandi eru of mörg og fámenn. Í dag eru þau 74 talsins og þau minnstu telja rétt ríflega 50 íbúa. Smærri sveit- arfélög hafa minni burði til að veita íbúum sínum fullnægjandi þjónustu og eru dýrari í rekstri. Þannig er stjórnsýslukostnaður á hvern íbúa rúmlega tvisvar sinn- um hærri hjá sveitarfélögum með innan við 500 íbúa en hjá sveitar- félögum með 8.000 íbúa eða fleiri. Heildstæð áætlun sem miðar að fækkun og eflingu sveitarfélaga myndi spara fjármagn og bæta þjónustu. Grunnskólastigið á Íslandi er það óhagkvæmasta innan OECD. Útgjöld á hvern grunnskólanem- anda eru hærri en útgjöld á hvern háskólanema sem er þveröfugt við það sem tíðkast annars stað- ar. Þrátt fyrir þetta er námsár- angur grunnskólanema lakari en í grannríkjunum og kjör grunn- skólakennara afleit. Ríflega fjórð- ungur útgjalda sveitarfélaganna fer í rekstur grunnskólastigsins og því til mikils að vinna. Til að leysa þennan vanda þarf að ráðast í heildstæða endurskoðun á grunn- skólakerfinu. Veigamikl ir skattstofnar sveitarfélaganna eru flóknir og ógagnsæir. Samanlagt má rekja um þriðjung skatttekna sveitar- félaganna til framlaga úr jöfnun- arsjóði og fasteignaskatta. Fram- lög til jöfnunarsjóðs koma frá ríkissjóði og er útdeilt til sveitar- félaga samkvæmt afar flóknu og ógagnsæju fyrirkomulagi. Tekjur af fasteignasköttum byggja á fasteignamati sem er ákvarðað af Þjóðskrá Íslands samkvæmt óopin berri aðferðafræði. Einfald- ara og gagnsærra fyrirkomulag hvað þessa skattstofna varðar er nauðsynlegt til að hægt sé að veita sveitarfélögum aðhald og eiga upp- lýstari umræðu um tekjuöflun þeirra. Hér eru aðeins dregin upp nokk- ur tækifæri af mörgum en þau eiga það öll sammerkt að fela í sér kröfu um samræmdar umbætur. Hvað er til ráða? Til að skapa sterkari forsendur fyrir umbótum eru ýmsar leiðir færar. Stærri sveitarfélög eru ekki aðeins hagkvæmari í rekstri held- ur eru þau jafnframt líklegri til að standa undir kröfum um kerfis- breytingar. Lögboðnar lágmarks- stærðir sveitarfélaga og fjárhags- legir hvatar til sameininga væru því heppilegar lausnir. Annar möguleiki fæli í sér aukið umboð Sambands íslenskra sveitarfélaga til að innleiða kerfislægar umbæt- ur á sveitarstjórnarstigi. Ef ekki er vilji til að beita slíkum aðferð- um er fátt í stöðunni annað en að endurskoða verkaskiptingu milli ríkis og sveitarfélaga. Tilfærsla verkefna felur ekki í sér fullkomna lausn á áðurnefnd- um vanda stjórnmálanna. Það er engu að síður ljóst að getan til að ráðast í kerfisbreytingar er frekar til staðar þegar áhersla á nærhags- muni er minnkuð. Aukin fram- leiðni og betri nýting fjármuna er grundvöllur lífskjarabóta til lengri tíma. Til að unnt sé að ná þeim markmiðum er ótækt að þriðjungi opinberra fjármuna sé ráðstafað án upplýstrar umræðu um tæki- færi til umbóta. 250 milljarða króna útgjöld án efnislegrar umræðu Umræða hefur að undan- förnu spunnist um þá ákvörðun Seðlabank- ans að breyta reglum um gjaldeyrismál til að banna samninga sem erlend tryggingafélög hafa boðið og fela í sér bæði trygg- ingar og sparnað í erlend- um gjaldeyri. Við þessa ákvörðun er margt að athuga. Fyrir það fyrsta hefur lögum um höftin ekki verið breytt. Það er umhugsunar- efni hvort stjórnvald getur breytt í grundvallaratriðum túlkun sinni á lögum um gjaldeyrishöft, án þess að lagabókstafnum hafi verið breytt að neinu leyti. Er stjórnvaldi frjálst að túlka sambærileg tilvik með ólíkum hætti frá einum tíma til annars? Þetta er sérstaklega athugunarvert í þessu tilviki, þar sem undir liggja atvinnuhagsmunir tryggingafélag- anna sem í hlut eiga og hagsmun- ir tugþúsunda Íslendinga. Hvernig getur ráðherrann sem ber ábyrgð á framkvæmd haftanna sætt sig við sinnaskipti af þessum toga ef lögum hefur ekki verið breytt? Í umræðunni hafa einkum tvenns konar rök verið færð fram til rétt- lætingar þessum sinnaskiptum. Annars vegar að óréttlátt sé að einstaklingar hafi rétt til sparnaðar erlendis á sama tíma og lífeyrissjóðum landsmanna sé meinað að spara erlendis. Hins vegar að nauðsynlegt sé að sama gildi um innlend og erlend tryggingafélög að þessu leyti og óásættanlegt sé að erlend tryggingafélög geti boðið sparnaðar- lausnir í erlendri mynt, sem innlendir aðilar geti ekki boðið. Hættuleg aðlögun að höftum Bæði rökin lýsa hættulegri aðlög- un hugarfars okkar að viðvarandi haftabúskap. Hvor tveggja rökin er hægt að nota til að réttlæta að herða höftin enn frekar. Ég hef margsinnis fjallað um það tjón sem höftin valda lífeyriskerfi okkar og ég hef gagnrýnt Seðla- bankann fyrir að ganga út frá því að hægt sé að tjóðra lífeyrissjóðina til langs tíma og meina þeim fjár- festingar erlendis. Slík langtíma- höft munu bara eyðileggja áhættu- dreifingu lífeyrissjóðanna, torvelda fjárfestingu þeirra í atvinnustarf- semi og gera þá enn háðari fjár- festingum í íslenskum ríkisskulda- bréfum. Þar með væri grafið undan höfuðstyrkleika íslenska lífeyris- kerfisins og kerfinu breytt í eitt- hvað sem líkist mun meira gegnum- streymiskerfum þeirra landa sem við viljum síst bera okkur saman við í lífeyrismálum. En staða lífeyrissjóðanna er samt í grundvallaratriðum önnur en staða erlendra fyrirtækja sem bjóða erlendar lífeyristryggingar. Höft- in meina lífeyrissjóðum fjárfest- ingar erlendis í ávöxtunarskyni, en hindra þá ekki í grundvallarstarf- semi sinni. Ástæða þeirrar hindr- unar er sú að gjaldmiðillinn þolir ekki að óbreyttu útflæði sem nemur fjárfestingarþörf lífeyrissjóð- anna erlendis, þótt hann geti þolað útflæði sem leiðir af sölu lífeyris- trygginga til 30 þúsund einstak- linga. Höftin eru þannig takmörk- uð við það sem er nauðsynlegt út frá útflæðisáhættu. Hið nýja hafta- skref útilokar sölu lífeyristrygg- inga í gjaldgengum gjaldmiðli yfir landamæri. Það er ný, stór hindr- un í frjálsum þjónustuviðskiptum, sem útilokar tiltekna atvinnustarf- semi og eykur líkur á að höftin verði talin brjóta gegn EES, enda er sú hindrun ekki nauðsynleg til að tryggja þjóðarhag. Lausnin á þeirri slæmu stöðu sem lífeyris- sjóðirnir eru í er ekki að læsa fleiri inni í fangelsinu, heldur að losa um höftin með skynsamlegum hætti. Þar hefur Samfylkingin einn flokka útfært plan. Það eru ekki heldur tæk rök að núverandi staða mismuni gagn- vart innlendum tryggingafyrir- tækjum, því þeim sé bannað það sem erlendu fyrirtækjunum leyf- ist. Ef það væru tæk rök væru höft- in ekki lengur neyðarráðstöfun til að verja þjóðarbúið gegn óviðráð- anlegri hættu, heldur hagstjórnar- tæki eða tæknileg viðskiptahindrun sem ætlað væri að stilla viðskipta- lífið af til að tryggja að innlendir aðilar stæðu alltaf framar erlend- um í samkeppni. Þá væru höftin fallin um sjálf sig. Höftin ívilna í dag óhjákvæmilega á margan hátt innlendum framleiðendum og þjónustuveitendum, en þetta er eitt fárra tilvika þar sem þau ívilna erlendum. Lausnin getur ekki verið að banna öll frávik til að innlendum framleiðendum líði vel og að þeir fái ekki samkeppni frá söluaðilum alþjóðlegrar söluvöru. Hvaðan á að koma þrýstingur á afnám hafta ef stjórnvöld nýta þau með skipuleg- um hætti til að tryggja að innlend- um framleiðendum og þjónustuað- ilum líði alltaf vel innan þeirra? Af hverju ekki herða þá meira? Þessi staða sem nú er upp komin vekur margar spurningar og áhyggjur. Með sömu rökum og nú er beitt er hægt að réttlæta að hverfa frá öllum þeim heimildum sem nú gera höftin bærileg fyrir almenn- ing í landinu. Er ekki einboðið að banna fólki að kaupa erlend- ar vörur með greiðslukorti? Það eru dæmi um að fólk kaupi dýrar erlendar vörur þannig og endurselji í stórum stíl. Er ekki borðleggjandi að banna það, af því einhverjir aðrir búa ekki við sömu undanþágur? Og hvar endar þá upphersla haftanna í boði ríkisstjórnarinnar? Við megum aldrei verða svo vön höftunum að við förum að líta á þau sem sjálfsagt stjórnkerfi efnahags- mála og telja það mestu skipta að þau tryggi jafnstöðu ólíkra atvinnu- greina og aðila. Ef það verður markmiðið er auðvelt að finna ávallt nýjar ástæður til að herða höftin. Eru höft hagstjórnartæki eða neyðarráðstöfun? GJALDEYRISHÖFT Árni Páll Árnason formaður Samfylk- ingarinnar STJÓRNMÁL Valgerður Bjarnadóttir alþingismaður EFNAHAGSMÁL Frosti Ólafsson framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs ➜ Við megum aldrei verða svo vön höftunum að við förum að líta á þau sem sjálfsagt stjórnkerfi efna- hagsmála og telja það mestu skipta að þau tryggi jafn- stöðu ólíkra atvinnugreina og aðila. ➜ Og starfsmannavelta hefur nú fengið nýja merk- ingu. Samkvæmt Íslenskri orðabók merkir orðið: „það hve ört skiptir um starfs- menn á vinnustað“. Nú á það að ná yfi r starfsmenn sem kjósa að láta ekki fl ytja sig hreppafl utningum. En þetta er svo sem ekki eina íslenska orðið sem hefur hlotið nýja merkingu í með- förum ríkisstjórnarinnar ... ➜ Ef nýta á opinbera fjár- muni með skynsamlegum hætti er nauðsynlegt að dýpri efnisleg umræða eigi sér stað um helstu viðfangs- efni sveitarfélaga. Liður í þeirri umræðu snýr að því hvort þau hafi yfi rhöfuð stjórnskipulega burði til að framkvæma samræmdar umbætur undir núverandi fyrirkomulagi.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.