Fréttablaðið - 10.07.2014, Page 30
FÓLK|TÍSKA
FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ sem býður aug lýsendum að kynna vörur og
þjónustu í formi viðtala og umfjallana ásamt hefðbundnum auglýsingum. Blaðið
fylgir Fréttablaðinu daglega.
Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal | Hönnun: Silja Ástþórsdóttir
Sölumenn: Bryndís Hauksdóttir, bryndis@365.is, s. 512 5434
Kolbeinn Kolbeinsson, kolli@365.is, s. 512 5447
BLÁMI
Simons
notaði
létt og
lipur
efni.
Raf Simons er belgískur tískuhönnuður sem ráðinn var listrænn stjórnandi Christian Dior árið 2012. Hann er lítt þekktur fyrir að nýta
gamlar hugmyndir í verkum sínum og kýs þess í
stað að líta fram á veginn. Á hátískusýningu Dior
fyrir haustið 2014 sem fram fór í París nýverið var
annað uppi á teningnum. Fortíðarhyggjan sveif yfir
vötnum þó Simons hafi reyndar ekki einbeitt sér að
einu sérstöku tímabili.
Í dagskrá sýningarinnar kom fram að Simons
væri forvitinn um hvernig mismunandi tímabil
hefðu áhrif á þau sem á eftir kæmu. Þá sagði
hönnuðurinn einnig eftir sýninguna að hann hefði
hugsað til hrifningar Dior sjálfs á Belle Époque-
tímabilinu.
Sýningunni var skipt í átta flokka en hver og einn
vísaði í vissan tíma í tískusögunni. Simons hoppaði
oft milli margra alda. Þannig mátti sjá kjóla á borð
við þá sem þekktust á tímum Marie Antoinette og
allt til samfestinga sem líktust þeim sem geimfarar
klæðast. Simons þótti takast afar vel til við að gera
þessi sögulegu föt nútímaleg.
RÓMANTÍSKT
Kjólar með stórum
mjaðmapúðum vöktu
verðskuldaða athygli.
FIFTÍS
Simons flakkaði
milli áratuga og
alda í hönnun sinni.
ANTOINETTE
Þessi kjóll hefur
skýra vísun í kjóla
á borð við þá sem
franska drottningin
Marie Antoinette
klæddist seint á
átjándu öld.
SAMFESTINGUR
Í anda vísindaskáldsagna.
ÚTSAUMUR
Minnir á konunglega jakka
við frönsku hirðina.
FJAÐRIR
Kjóll sem
minnir á
Charleston-
tímabilið.
FLAKKAÐ Í TÍMA
TÍSKA Tískuhönnuðurinn Raf Simons er þekktur fyrir skýra framtíðarsýn.
Á tískusýningu Christian Dior á hátískuvikunni París fyrir stuttu sýndi hann
á sér nýja hlið enda voru fyrri tímar honum greinilega ofarlega í huga.
Opið virka daga kl
. 11–18.
Opið laugardaga k
l. 10 - 15
Kí
ki
ð
á
m
yn
di
r o
g
ve
rð
á
F
ac
eb
oo
k
Laugavegi 178 (Bolholtsmegin) | Sími 555 1516
Gallabuxur á 15.900
Straight leg =
skálmar beinar niður.
Stretch og háar í mittið.
Stærð 34 - 48 (50).
Eigum einnig til gallabuxur
á 6.900 kr
Multidophilus Pro inniheldur fjóra milljarða af virkum
gerlum til að viðhalda góðu jafnvægi í meltingarflórunni.