Fréttablaðið


Fréttablaðið - 10.07.2014, Qupperneq 38

Fréttablaðið - 10.07.2014, Qupperneq 38
10. júlí 2014 FIMMTUDAGUR| TÍMAMÓT | 30TÍMAMÓT Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, BJARGAR H. RANDVERSDÓTTUR Sléttuvegi 23, Reykjavík. Randver Þorláksson Guðrún Þórðardóttir Sigríður Þorláksdóttir Ingvar Georgsson Margrét Þóra Þorláksdóttir Árni Jörgensen barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg móðir okkar og tengdamóðir, GUÐRÚN BJARNADÓTTIR áður til heimilis að Kleifarvegi 3, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í Reykjavík föstudaginn 11. júlí klukkan 15.00. María Hauksdóttir Haukur Jóhannsson Helga Hauksdóttir Kristján Jónsson Sólveig Hauksdóttir Haraldur Blöndal Unnur Hauksdóttir Ólafur Morthens og fjölskyldur. Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu, BÁRU KJARTANSDÓTTUR Norðurbakka 5a, Hafnarfirði, sem lést föstudaginn 27. júní. Sérstakar þakkir til starfsfólks heimahlynningar og líknardeildar Landspítalans í Kópavogi. Guðni Adolfsson Pálmar Ingi Guðnason Kristjana Jenný Ingvarsdóttir Gunnar Bjarki Guðnason Rúna Gunnarsdóttir Kristinn Geir Guðnason Eva Björg Jónsdóttir og barnabörn. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, TÓMAS VILHELM KRISTINSSON lést mánudaginn 30. júní síðastliðinn. Hann verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni í Reykjavík föstudaginn 11. júlí kl. 15.00. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Hulda Hanna Jóhannsdóttir Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, SVANHILDUR ÞÓRISDÓTTIR frá Hólkoti, Reykjadal, lést á dvalarheimilinu Hlíð 7. júlí. Útförin fer fram frá Akureyrarkirkju 15. júlí kl. 10.30. Jarðsett verður á Einarsstöðum í Reykjadal. Albert Valdimarsson Guðrún Albertsdóttir Eva Ásrún Albertsdóttir Valdís Albertsdóttir Dóra Þórdís Albertsdóttir og fjölskyldur. Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar móður okkar, tendamóður, ömmu og langömmu, VALDÍSAR ÁRMANNSDÓTTUR frá Siglufirði, Æsufelli 6, Reykjavík. Guðmundur Kristinn Jónsson Halldóra Pétursdóttir Sigurður Jónsson Elísabet Þorvaldsdóttir og fjölskyldur. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, JÓNÍNA GUÐMUNDSDÓTTIR hjúkrunarheimilinu Tjörn, áður Brekkugötu 24, Þingeyri, andaðist miðvikudaginn 2. júlí. Útför hennar fer fram frá Þingeyrarkirkju í Dýrafirði laugardaginn 12. júlí kl. 14.00. Sérstakar þakkir til starfsfólks hjúkrunarheimilisins Tjarnar. Páll Björnsson Jóhanna Ström Júlíus Bjarnason Kolbrún Björnsdóttir Bjarni Jónsson barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar og dóttir, HREFNA GUÐMUNDSDÓTTIR Eskihlíð 8, Sauðárkróki, lést laugardaginn 5. júlí. Útför hennar fer fram frá Dómkirkjunni miðvikudaginn 16. júlí kl. 15. Fyrir hönd aðstandenda, Einar Einarsson Lind Einarsdóttir Guðmundur Ingvi Einarsson Arndís María Einarsdóttir Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi, sonur og bróðir, STEINAR ÞÓR GUÐJÓNSSON lést aðfaranótt mánudagsins 7. júlí og verður jarðsunginn frá Grafarvogskirkju mánudaginn 14. júlí kl. 15.00. María Jolanta Polanska María Magdalena Steinarsdóttir Hjörleifur Björnsson Sandra M. Steinarsdóttir Polanska Kjartan Guðjónsson Árna Steinunn Rögnvaldsdóttir Hilmar Guðjónsson Agnes Henningsdóttir Marta Guðjónsdóttir Kjartan G. Kjartansson Raggý Björg Guðjónsdóttir MERKISATBURÐIR 1815 Hið íslenska Biblíufélag er stofnað með einkarétt til útgáfu Biblíunnar á Íslandi. 1937 Danskur maður fellur um 70 metra niður í gljúfrið við Dettifoss og lifir fallið af. 1951 Íslendingar sigra í norrænni sund- keppni með miklum yfirburðum. Fjórði hver landsmaður syndir 200 metra á tímabilinu frá 20. maí til 10. júlí. 1973 Bahamaeyjar fá sjálfstæði frá Bretlandi. 1980 Greiðslukortaviðskipti hefjast á Íslandi er Kreditkort hf. gefa út Eurocard-greiðslukortin. 1980 Fimmta hrina Kröfluelda hefst og er sú mesta sem komið hefur. 2009 Hótel Valhöll á Þingvöllum brennur til kaldra kola. 2011 128 manns drukkna í ánni Volgu skammt frá Kazan í Rússlandi þegar skemmtiferðaskip sekkur. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra, Sigríður Björnsdóttir, kona hans ,og fjögurra ára dóttursonur þeirra, Benedikt Vilmundarson, fórust þegar ráðherrabú- staðurinn á Þingvöllum brann til kaldra kola. Fréttin um þetta hörmulega slys kom sem reiðarslag yfir íslensku þjóðina. Var það ætlun forsætisráðherrahjónanna að dveljast einungis þá nótt í ráðherra- bústaðnum, en halda síðan vestur á Snæfellsnes þar sem ráðgert var að for- sætisráðherra héldi ræðu á héraðsmóti. Óvíst er um eldsupptökin en svo virðist sem eldurinn hafi magnast á mjög skömmum tíma. Það voru hollenskir ferðamenn sem fyrstir urðu brunans varir en þegar að var komið og reynt að opna húsið var engu líkara en sprenging yrði, svo þrungið var loftið af eldi og reyk. Þegar ljóst var að eldur logaði í bústaðnum hljóp einn Hollendinganna til Valhallar sem stóð við hliðina á bústaðnum. Jón Eiríksson, sonur þjóðgarðsvarðar, var að störfum og hringdi strax í slökkviliðið í Reykjavík en þegar það var mætt á staðinn var bústaðurinn brunninn til kaldra kola. Hið átakanlega slys olli djúpri hryggð og voru fánar í hálfa stöng um land allt og flestum samkomustöðum lokað daginn sem eldsvoðinn varð. ÞETTA GERÐIST: 10. JÚNÍ 1970 Forsætisráðherra lést í eldsvoða ÁTAKANLEGT SLYS Eldsvoðinn olli djúpri hryggð á meðal íslensku þjóðarinnar. „Við tökum dálítið þröngan hring um miðbæinn og stoppum hér og þar til þess að lesa ljóðin,“ segir Björn Unnar Valsson, en hann leiðir ljóðagöngu um slóðir hversdagsleikans í miðborginni ásamt Einari Birni Magnússyni í kvöld. „Við ætlum að lesa úr ljóðum sem fjalla um einhvern veginn hversdagslegt líf og það sem það þýðir að vera til stað- ar í borginni,“ segir Björn Unnar en gangan er liður í kvöldgöngum menn- ingarstofnana borgarinnar, þar sem hið nýstofnaða Borgarsögusafn Reykja- víkur og Listasafn Reykjavíkur standa fyrir skemmtun og fróðleik með léttri hreyfingu alla fimmtudaga. Yfirskrift göngunnar er Lífið gengur sinn gang, sem er tilvísun í ljóðið Miðvikudagur eftir Stein Steinar og byggir gangan á Ljóðakorti Reykjavíkur sem starfsfólk Borgarbókasafns setti á laggirnar síð- astliðið haust. „Í nánast öllum ljóðunum sem við lesum þá er verið að fjalla um eða vísað í staðina þar sem við stoppum,“ segir Björn Unnar. „Þetta tengist mjög mikið svæðinu og við erum að sýna hvaðan ljóðin eru sprottin.“ Á kortinu, sem má finna á heimasíðu Borgarbókasafnsins, er stærstu þyrp- ingu ljóða að finna á milli Garðastræt- is og Frakkastígs og þar af leiðandi úr flestu að velja. Í göngunni, sem legg- ur upp frá Grófarhúsi, Tryggvagötu 15, klukkan 20.00 verður þemað eins og áður segir hversdagsleikinn, þar sem miðbæjarljóð um daglegt líf verða plokkuð upp úr beðum og bílastæðum. baldvin@frettabladid.is Plokka ljóð úr beðum Björn Unnar Valsson leiðir ljóðagöngu um miðborgina ásamt Einari Birni Magnússyni en þeir félagar ætla að lesa úr miðbæjarljóðum á völdum stöðum. FRÆÐSLA OG SKEMMTUN Björn Unnar hefur leitt nokkrar ljóðagöngur og alltaf tekist vel til.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.