Fréttablaðið


Fréttablaðið - 10.07.2014, Qupperneq 45

Fréttablaðið - 10.07.2014, Qupperneq 45
FIMMTUDAGUR 10. júlí 2014 | MENNING | 37 FIM M TU D AG U R Gemmér Cocoa Puffs! HVAÐ? HVENÆR? HVAR? FIMMTUDAGUR 10. JÚLÍ 2014 Tónleikar 12.00 Hallveig Rúnarsdóttir sópransöngkona og Steingrímur Þórhallsson organisti Neskirkju koma fram á hádegistónleikum Orgelsumarsins í Hallgrímskirkju. 12.00 Tónlistarmennirnir Skúli Jónsson og Einar Lövdahl koma fram á Kaffi Rauðka á Siglufirði. Frítt er inn á tónleikana og verða geisladiskar til sölu. 20.00 Nýbylgjan– Kammerhópur- inn Nordic Affect á Sumartón- leikum í Skálholti. 20.00 Hljómsveitin Bellstop kemur fram á Hlemmur Square. Hjónin Elín og Rúnar fara fyrir sveitinni Bellstop en þau hafa spilað saman svo árum skiptir. Aðgangseyrir er enginn. 20.00 Þrjár tónlistarkonur koma fram á Café Haiti. Þær flytja frumsamið efni með eigin undir- leik og styðjast við raddanir hjá hver annarri. Þær sem koma fram eru Unnur Sara, Silja Rós og Rebekka Sif. Aðgangur er ókeypis. 20.00 Sumartónleikaröð Flórunn- ar heldur áfram. Að þessu sinni eru það Skúli Mennski og Svavar Knútur sem koma fram í Café Flóru, Grasagarðinum í Laugardal. 21.00 Íslenska rappsveitin Úlfur Úlfur kemur fram á Loft Hostel. Aðgangur er ókeypis. 22.00 Magnús R. Einarsson heldur tónleika á Ob-La-Dí-Ob- La-Da, Frakkastíg 8. Aðgangur er ókeypis. Opnanir 17.00 Útgáfuhóf vefrits SÍM og á opnun einkasýningar Katrínar Ingu Jónsdóttur Hjördísardóttur Hirt í SÍM-salnum. Fréttabréf SÍM hefur verið uppfært í vefrit og efnt var til samkeppni um nafn á blaðinu og tillagan sem varð að lokum fyrir valinu kom frá Stein- grími Eyfjörð en það er nafnið Stara. 18.00 Createvisual.net er ný vefsíða um íslenska jaðarmenn- ingu sem opnar í dag og er opnunarhóf í Noland í Kringlunni. Listamenn sýna verk sín og léttar veitingar eru í boði. Fræðsla 20.00 Sigríður Björk Jónsdóttir byggingarlistfræðingur leiðir göngu um miðbæ Hafnarfjarðar þar sem friðuð hús verða skoðuð. Gangan hefst í Hafnarborg, menningar- og listamiðstöð Hafnarfjarðar. Sýningar 14.00 Sýninguna S.I.R.K.U.S. hefur Sirkus Íslands sett saman með yngri börnin í huga en þó ekki á kostnað eldri áhorfenda. Sýningin fer fram í tjaldinu Jökla á Klambratúni og er miðaverð 2.500 krónur. 17.00 Heima er best er stóra fjölskyldusýning Sirkus Íslands. Sýningin fer fram í tjaldinu Jökla á Klambratúni og er miðaverð 3.000 krónur. 19.00 Fenris er samvinnuverkefni ungs áhugafólks og fagfólks í sviðslistum frá sex Norður- löndum. Sýningin er sett upp í Hofi á Akureyri og er miðaverð 2.000 krónur. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is ,,Okkur langaði bara svolítið til þess að gera eitthvað skemmtilegt saman,‘‘ segir leikarinn góðkunni Þorsteinn Guðmundsson en hann heldur skemmtikvöld í sumar ásamt Ólafíu Hrönn Jónsdóttur og er fyrsta skemmtikvöldið í kvöld í Bæjarbíói í Hafnarfirði. ,,Þetta er svona samtvinningur af því sem okkur finnst vera skást í okkar fari,‘‘ segir Þorsteinn og hlær en skemmtikvöldin verða með gamaldags sniði. ,,Við verð- um með uppistand, smásögur, leikþætti, tónlist og síðan skellt í bingó inn á milli,‘‘ segir Þorsteinn en um leið og fólk kaupir sig inn fær það bingóspjald í kaupbæti og þar með möguleika á vinningi. Þorsteinn segir hugmyndina að skemmtikvöldunum hafa kviknað þegar tvíeykið kom tvívegis fram á tónleikum í fyrra þar sem þau hituðu upp fyrir Hund í óskilum og héldum síðan tónleika í Stúd- entakjallaranum. ,,Við höfum bæði samið mörg ljóð og vísur og svo datt okkur í hug að gera eitthvað skemmtilegt í sumar og bæta þá fleiri skemmtilegheitum við,‘‘ segir Þorsteinn en fyrsta skemmtikvöldið fer fram í kvöld í Bæjarbíói klukkan 20.30 og er miðaverð 2.500 krónur. Miða má nálgast á heimasíðu midi.is. baldvin@frettabladid.is Samtvinningur af því skásta Leikararnir góðkunnu Þorsteinn Guðmundsson og Ólafía Hrönn Jónsdóttir halda skemmtikvöld saman í sumar þar sem þau fara um víðan völl grínsins. GÓÐ SAMAN Tvíeykið hefur komið fram saman nokkrum sinnum áður.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.