Fréttablaðið - 10.07.2014, Síða 45
FIMMTUDAGUR 10. júlí 2014 | MENNING | 37
FIM
M
TU
D
AG
U
R
Gemmér
Cocoa Puffs!
HVAÐ?
HVENÆR?
HVAR?
FIMMTUDAGUR 10. JÚLÍ 2014
Tónleikar
12.00 Hallveig Rúnarsdóttir
sópransöngkona og Steingrímur
Þórhallsson organisti Neskirkju
koma fram á hádegistónleikum
Orgelsumarsins í Hallgrímskirkju.
12.00 Tónlistarmennirnir Skúli
Jónsson og Einar Lövdahl koma
fram á Kaffi Rauðka á Siglufirði.
Frítt er inn á tónleikana og verða
geisladiskar til sölu.
20.00 Nýbylgjan– Kammerhópur-
inn Nordic Affect á Sumartón-
leikum í Skálholti.
20.00 Hljómsveitin Bellstop
kemur fram á Hlemmur Square.
Hjónin Elín og Rúnar fara fyrir
sveitinni Bellstop en þau hafa
spilað saman svo árum skiptir.
Aðgangseyrir er enginn.
20.00 Þrjár tónlistarkonur koma
fram á Café Haiti. Þær flytja
frumsamið efni með eigin undir-
leik og styðjast við raddanir hjá
hver annarri. Þær sem koma
fram eru Unnur Sara, Silja Rós og
Rebekka Sif. Aðgangur er ókeypis.
20.00 Sumartónleikaröð Flórunn-
ar heldur áfram. Að þessu sinni
eru það Skúli Mennski og Svavar
Knútur sem koma fram í Café
Flóru, Grasagarðinum í Laugardal.
21.00 Íslenska rappsveitin Úlfur
Úlfur kemur fram á Loft Hostel.
Aðgangur er ókeypis.
22.00 Magnús R. Einarsson
heldur tónleika á Ob-La-Dí-Ob-
La-Da, Frakkastíg 8. Aðgangur er
ókeypis.
Opnanir
17.00 Útgáfuhóf vefrits SÍM og
á opnun einkasýningar Katrínar
Ingu Jónsdóttur Hjördísardóttur
Hirt í SÍM-salnum. Fréttabréf SÍM
hefur verið uppfært í vefrit og
efnt var til samkeppni um nafn á
blaðinu og tillagan sem varð að
lokum fyrir valinu kom frá Stein-
grími Eyfjörð en það er nafnið
Stara.
18.00 Createvisual.net er ný
vefsíða um íslenska jaðarmenn-
ingu sem opnar í dag og er
opnunarhóf í Noland í Kringlunni.
Listamenn sýna verk sín og léttar
veitingar eru í boði.
Fræðsla
20.00 Sigríður Björk Jónsdóttir
byggingarlistfræðingur leiðir
göngu um miðbæ Hafnarfjarðar
þar sem friðuð hús verða skoðuð.
Gangan hefst í Hafnarborg,
menningar- og listamiðstöð
Hafnarfjarðar.
Sýningar
14.00 Sýninguna S.I.R.K.U.S.
hefur Sirkus Íslands sett saman
með yngri börnin í huga en þó
ekki á kostnað eldri áhorfenda.
Sýningin fer fram í tjaldinu Jökla
á Klambratúni og er miðaverð
2.500 krónur.
17.00 Heima er best er stóra
fjölskyldusýning Sirkus Íslands.
Sýningin fer fram í tjaldinu Jökla
á Klambratúni og er miðaverð
3.000 krónur.
19.00 Fenris er samvinnuverkefni
ungs áhugafólks og fagfólks
í sviðslistum frá sex Norður-
löndum. Sýningin er sett upp í
Hofi á Akureyri og er miðaverð
2.000 krónur.
Upplýsingar um viðburði sendist á
hvar@frettabladid.is
,,Okkur langaði bara svolítið til
þess að gera eitthvað skemmtilegt
saman,‘‘ segir leikarinn góðkunni
Þorsteinn Guðmundsson en hann
heldur skemmtikvöld í sumar
ásamt Ólafíu Hrönn Jónsdóttur
og er fyrsta skemmtikvöldið í
kvöld í Bæjarbíói í Hafnarfirði.
,,Þetta er svona samtvinningur af
því sem okkur finnst vera skást
í okkar fari,‘‘ segir Þorsteinn og
hlær en skemmtikvöldin verða
með gamaldags sniði. ,,Við verð-
um með uppistand, smásögur,
leikþætti, tónlist og síðan skellt í
bingó inn á milli,‘‘ segir Þorsteinn
en um leið og fólk kaupir sig inn
fær það bingóspjald í kaupbæti
og þar með möguleika á vinningi.
Þorsteinn segir hugmyndina að
skemmtikvöldunum hafa kviknað
þegar tvíeykið kom tvívegis fram
á tónleikum í fyrra þar sem þau
hituðu upp fyrir Hund í óskilum
og héldum síðan tónleika í Stúd-
entakjallaranum. ,,Við höfum
bæði samið mörg ljóð og vísur
og svo datt okkur í hug að gera
eitthvað skemmtilegt í sumar og
bæta þá fleiri skemmtilegheitum
við,‘‘ segir Þorsteinn en fyrsta
skemmtikvöldið fer fram í kvöld
í Bæjarbíói klukkan 20.30 og er
miðaverð 2.500 krónur. Miða má
nálgast á heimasíðu midi.is.
baldvin@frettabladid.is
Samtvinningur af því skásta
Leikararnir góðkunnu Þorsteinn Guðmundsson og Ólafía Hrönn Jónsdóttir
halda skemmtikvöld saman í sumar þar sem þau fara um víðan völl grínsins.
GÓÐ SAMAN Tvíeykið hefur komið fram saman nokkrum sinnum áður.