Fréttablaðið - 10.07.2014, Blaðsíða 46
10. júlí 2014 FIMMTUDAGUR| MENNING BÍÓ | 38
AFMÆLISBARN DAGSINS
Leikkonan Sofia Vergara er 42 ára
í dag
Hún er hvað þekktust fyrir að leika
Gloriu Delgado-Pritchett í sjónvarps-
þáttunum Modern Family.
Earth to Echo,
fjölskyldumynd
Aðalhlutverk: Teo Halm, Astro, Reese
Hartwig, Ella Wahlestedt, Jason Gray-
Stanford og Alga Smith
5,9/10
52/100
49/100
FRUMSÝNING
Tarzan, teiknimynd
Íslensk talsetning: Álfrún Örnólfs-
dóttir, Ævar Þór Benediktsson,
Guðmundur Ólafsson, Orri Huginn
Ágústsson, Kolbeinn Arnbjörnsson,
Víðir Guðmundsson og fleiri
4,7/10
20/100
FRUMSÝNING
Bíó Paradís sýnir sex listrænar
kvikmyndir í samvinnu við EYE ON
FILMS-verkefnið, alþjóðlegt tengsl-
anet sem leitast við að tryggja dreif-
ingu fyrstu mynda í fullri lengd eftir
áhugaverða leikstjóra. Myndirnar sex
verða teknar til sýninga
frá 11. júlí og sýndar til
31. ágúst. Myndirnar
sem um ræðir eru
Only in New York, The
Gambler, Clip, Man Vs
Trash, Before You Know
It og Supernova.
SEX LISTRÆNAR
MYNDIR
Hasarhetjan Sylvester Stallone
hefur landað hlutverki í kvikmyndinni
Scarpa sem Brad Furman leikstýrir.
Sylvester leikur leigumorðingjann
Gregory Scarpa í myndinni en hann
var mafíósi í Colombo-fjölskyldunni
og uppljóstrari alríkis-
lögreglunnar. Hann
játaði á sig þrjú morð
árið 1993 og lést úr
eyðni í fangelsi árið
1994. Brad Furman er
þekktastur fyrir að leik-
stýra The Lincoln La-
wyer og Runner
Runner.
LEIKUR
LEIGUMORÐINGJA
Grínmyndin Tammy var frum-
sýnd á Íslandi í gær en hún fjallar
um Tammy sem missir vinnuna og
kemst að því að eiginmaður henn-
ar hefur haldið framhjá henni.
Hún ákveður að gera eitthvað
nýtt og býður ömmu sinni, Pearl,
í bíltúr en amman er illa haldin af
alkóhólisma. Þegar Tammy ákveð-
ur síðan að ræna skyndibitastað
eru góð ráð dýr og stöllurnar lenda
í ýmsum ævintýrum.
Leikkonan Melissa McCarthy
leikur Tammy en hún náði að slá í
gegn í Hollywood í kvikmyndinni
Bridesmaids frá árinu 2011. Hún
stal senunni og kvikmyndir eins
og The Identity Thief og The Heat
fylgdu í kjölfarið og er Melissa
ókrýnd gríndrottning Hollywood.
Tammy er hins vegar persónu-
legasta verkefni hennar til þessa
þar sem hún skrifaði handritið
ásamt eiginmanni sínum, leikar-
anum Ben Falcone. Ben leikstýr-
ir myndinni en þetta er frumraun
hans í leikstjórn. Í viðtali við Fast
Company segir Ben að hann vilji
sýna nýja hlið á Melissu.
„Ég vil auðvitað að myndin
gangi vel af milljónum ástæðna.
En þetta er frábært tækifæri
fyrir Melissu að leika allt þetta og
sýna aðra hlið á sjálfri sér,“ segir
hann. Þau hjónin vilja semja grín
um venjulegt fólk í skringilegum
aðstæðum.
„Melissa og ég segjum bæði að
við skrifum ekki góðar skrýtlur.
En grín snýst um að setja einhvern
í aðstæður þar sem hann þarf að
berjast fyrir því að ná árangri og
horfa á hann annað hvort standa
sig vel eða, eins og líklegra er í
grínmynd, standa sig illa.“
Myndin hefur hins vegar ekki
hlotið lof gagnrýnenda og segir
Amy Nelson hjá Guardian Liberty
Voice að Melissa hafi sóað hæfi-
leikum sínum við leik í myndinni.
„Melissa McCarthy er ótrúlega
hæfileikarík leikkona og grín-
Fjölskylduverkefni sem fl oppar
Kvikmyndin Tammy var frumsýnd á Íslandi í gær. Aðalhlutverkið er í höndum leikkonunnar Melissu McCarthy
en eiginmaður hennar, Ben Falcone, sest í fyrsta sinn í leikstjórastólinn. Þau skrifuðu handritið saman.
Ben og Melissa kynntust í leik-
listar hópnum The Groundlings í
Los Angeles á sínum yngri árum.
Þau gengu í það heilaga þann
8. október árið 2005.
Þau eiga tvær dætur, Vivian,
fædda í maí 2007, og Georgette,
fædda í mars 2010.
GIFT Í NÍU ÁR Því miður hefur
Melissa McCarthy
sóað hæfileikum
sínum í nýju mynd-
inni Tammy og bæði
áhorfendur og gagn-
rýnendur eru sam-
mála um að kvik-
myndin sé flopp.
Amy Nelson
LENDA Í KLANDRI Susan Sarandon leikur ömmu Tammy í myndinni.
4,6/10
39/100
24/100
KVIKMYND ★★★★★
22 Jump Street
Leikstjóri: Phil Lord
og Christopher Miller
Ég var yfir mig hrifin af 21 Jump
Street á sínum tíma og því bar ég
miklar væntingar til framhalds-
myndarinnar.
Það besta við 22 Jump Street er að
aðstandendur hennar eru ólmir í að
láta áhorfendur vita að um fram-
haldsmynd sé að ræða. Því detta
þeir ekki í þá gryfju að reyna að
toppa fyrri myndina heldur gera allt
„nákvæmlega eins“ eins og sagt er
margoft í myndinni.
Channing Tatum og Jonah Hill
snúa aftur í sín hlutverk og eru þeir
búnir að skipa sér á lista yfir bestu
gríndúó sögunnar. Þeim fer grínleikur
svo listilega vel úr hendi að það er
ekki annað hægt en að emja úr hlátri.
Það kemur lítið á óvart í myndinni
– nema sú risastóra staðreynd að hún
er alveg jafn góð, jafnvel betri en
fyrri myndin. Lilja Katrín Gunnarsdóttir
NIÐURSTAÐA Óheyrilega fyndin
mynd sem dettur ekki í framhalds-
myndagryfjuna.
Eitt besta
gríndúó
sögunnar
YNDISLEGIR Channing og Jonah eru
hreint út sagt frábærir.
isti og hefur sýnt hvað hún getur
fyrir framan myndavélina í mörg-
um myndum upp á síðkastið. Því
miður hefur Melissa McCarthy
sóað hæfileikum sínum í nýju
myndinni Tammy og bæði áhorf-
endur og gagnrýnendur eru sam-
mála um að kvikmyndin sé flopp,“
skrifar hún.
Auk Melissu eru það Susan Sar-
andon, Dan Aykroyd, Kathy Bates
og Toni Collette sem fara með
hlutverk í myndinni.
liljakatrin@frettabladid.is
fyrir börn í Suður-Súdan
Neyðarákall
Söfnunarreikningur: 701-26-102040 Kennitala: 481203-2950
Sendu sms-ið BARN í númerið
1900 og gefðu 1.900 krónur
Þín hjálp skiptir máli