Fréttablaðið - 10.07.2014, Blaðsíða 48
10. júlí 2014 FIMMTUDAGUR| LÍFIÐ | 40
Kassamerkið
#RamadanProblems er
geysivinsælt á Twitter
en þar gera múslímar,
og líka þeir sem aðhyll-
ast ekki íslam, grín að
föstu- og helgimánuð-
inum ramadan sem nú
stendur yfir.
TREND Á TWITTER SKRÝTLUR UM FÖSTU- OG HELGIMÁNUÐ MÚSLÍMA VINSÆLAR
Júlíus Már Baldursson, ræktandi í
Þykkvabæ, býður fólki sem langar
til að eiga íslenska landnámshænu,
en hefur ekki tök á að hafa hænuna
hjá sér, að taka hænur í fóstur.
Með því að taka hænu í fóstur
borgar viðkomandi fyrir hænuna
sjálfa og fóðrið hennar í tvö ár, en
Júlíus hugsar um hana, elur hana
upp og sendir eigandanum egg úr
henni ellefu mánuði ársins, en í einn
mánuð á ári fellur varp niður þegar
hún fellir fjaðrir. Um er að ræða um
það bil tuttugu egg, mánaðarlega.
Eigandinn gefur hænunni sinni
nafn, hún er merkt honum og held-
ur sínu nafni alla tíð. Það má koma
allt að þrisvar á ári til að skoða hæn-
una, en einnig er hægt að komast að
samkomulagi um heimsóknir eftir
því hvernig það hentar eigandanum.
Þegar fólk tekur hænu í fóstur er
því frjálst að halda á henni, verja
tíma með henni, skoða hvernig hún
býr og þar fram eftir götunum. Fólk
velur sér unga hænu, annaðhvort á
staðnum eða eftir myndum sem Júl-
íus sendir, og fær fréttir af henni á
þriggja mánaða fresti. Þá fær fólk
jólakort frá landnámshænunni sinni.
Sunna Ben, myndlistarmaður og
plötusnúður, er ein þeirra sem hafa
landnámshænu í fóstri.
„Þetta er algjör snilld! Mín hæna
heitir Tína. Ef þið eruð ekki búin að
taka landnámshænu í fóstur mæli
ég með að fara í málið hið snarasta.
Þetta er nefnilega auðveldasta og
ódýrasta leiðin fyrir okkur borg-
arbúana til að eignast lífræn „free
range“ egg frá hressum hænum, svo
ekki sé minnst á að það að fóstra
landnámshænu hjálpar til við að
halda stofninum uppi,“ segir Sunna
og hvetur borgarbúa og aðra til að
taka hænu í fóstur. - ósk
Landnáms-
hænur í fóstur
Á Tjörn í Vatnsnesi er boðið upp á að taka landnáms-
hænur í fóstur, án þess að taka þær með sér heim.
MEÐ EGGIN ÚR TINU Sunna Ben myndlistarmaður með 24 egg úr hænunni sinni.
MYND/ÚR EINKSAFNI
25.000
KRÓNUR FYRIR TVÖ ÁR
Hænan kostar 5.000 krónur
20 vikna gömul, en Júlíus hefur
þá alið hana upp í þann tíma.
Hænan hefur varp um þann
aldur.
Landnámshænan þarf um 120
grömm af fóðri á dag sem gera
um 44 kíló á ári.
Kílóið kostar 128 krónur sem
gerir þá 5.633 krónur á ári,
samtals 11.266.
4.734 krónurnar sem
eftir standa notar
Júlíus sem tryggingu
ef fóður skyldi hækka
á samningstímanum,
vegna lyfjakaupa og
fleira er til fellur.
HVAÐ KOSTAR AÐ
TAKA LANDNÁMS-
HÆNU Í FÓSTUR?
Þetta er nefnilega
auðveldasta og ódýrasta
leiðin fyrir okkur borgar-
búana til að eignast
lífræn „free range“ egg
frá hressum hænum.
Sunna Ben, myndlistarmaður
og plötusnúður
H
V
ÍT
A
H
Ú
SI
Ð
/
S
ÍA
Moon Emoji
@TJWidger
8. júlí
Þegar maður borðar
ekki nógu mikið
kvöldið áður og það
er næstum því liðið
yfir þig á hádegi.
#RamadanProblems
RapAboutFood
@RapAboutFood
8. júlí
Ég verð feitur á
kvöldin og kemst í
form á daginn lol.
#RamadanProblems
#Ramadan
Problems
@RamadanProblems
4. júlí
The Food channel
er minn stærsti
óvinur þennan
mánuðinn. #Ram-
adanProblems
kas
@KhawlaaaXo
3. júlí
Ég forðast það að
horfa á sjónvarp-
ið á föstunni út
af matarauglýs-
ingum. #Ramad-
anProblems
Hussain Sheikh
@HShakeee
1. júlí
#RamadanProblems
Að langa í eitthvað
allan daginn og verða
saddur af vatnsglasi
þegar má loksins
borða.
Maureen
@maureen_ahmed
29. júní
Ef þið biðjið mig að koma
að hanga þá er hér svarið
mitt fyrir næstu 30 daga:
Ég kem ekki út fyrr en
sólin sest.
#RamadanProblems
LÍFIÐ
10. júlí 2014 FIMMTUDAGUR
Skýringar Stendur í stað síðan í síðustu viku Fellur um sæti síðan í síðustu viku Hækkar á lista síðan í síðustu viku Nýtt á lista
Listarnir eru teknir saman fyrir Félag hljómplötuframleiðenda. Þátttakendur í Lagalistanum Bylgjan, FM957, Xið 977, Rás 2 og K100,5.
Auk þess er tekið mið af sölu og spilun á Tónlist.is og spilun á Spotify. Verslanir í Tónlistanum Skífan, Hagkaup, Penninn/Eymundsson,
12 tónar, Harpa, Smekkleysa plötubúð, Elko, Samkaup, Kaupfélag Skagfirðinga, Lucky Records, Vefverslun Record Records, N1 og tonlist.is
LAGALISTINN TÓNLISTINN
26.6.2014 ➜ 09.7.2014
1 Sam Smith Stay With Me
2 Coldplay A Sky Full Of Stars
3 Magic! Rude
4 The Common Linnets Calm After The Storm
5 Mr. Probz Waves
6 M. Jackson & J. Timberlake Love Never Felt So Good
7 Nico & Vinz Am I Wrong
8 Júníus Meyvant Color Decay
9 Jón Jónsson Ljúft að vera til
10 Ed Sheeran Sing
1 Ýmsir Pottþétt 62
2 Ýmsir Fyrir landann
3 GusGus Mexico
4 Dimma Vélráð
5 Kaleo Kaleo
6 Samaris Silkidrangar
7 Ýmsir This Is Icelandic Indie Music Vol. 1 & 2
8 Ýmsir SG hljómplötur
9 Ásgeir Trausti Dýrð í dauðaþögn
10 Ýmsir Inspired by Harpa