Fréttablaðið - 10.07.2014, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 10.07.2014, Blaðsíða 48
10. júlí 2014 FIMMTUDAGUR| LÍFIÐ | 40 Kassamerkið #RamadanProblems er geysivinsælt á Twitter en þar gera múslímar, og líka þeir sem aðhyll- ast ekki íslam, grín að föstu- og helgimánuð- inum ramadan sem nú stendur yfir. TREND Á TWITTER SKRÝTLUR UM FÖSTU- OG HELGIMÁNUÐ MÚSLÍMA VINSÆLAR Júlíus Már Baldursson, ræktandi í Þykkvabæ, býður fólki sem langar til að eiga íslenska landnámshænu, en hefur ekki tök á að hafa hænuna hjá sér, að taka hænur í fóstur. Með því að taka hænu í fóstur borgar viðkomandi fyrir hænuna sjálfa og fóðrið hennar í tvö ár, en Júlíus hugsar um hana, elur hana upp og sendir eigandanum egg úr henni ellefu mánuði ársins, en í einn mánuð á ári fellur varp niður þegar hún fellir fjaðrir. Um er að ræða um það bil tuttugu egg, mánaðarlega. Eigandinn gefur hænunni sinni nafn, hún er merkt honum og held- ur sínu nafni alla tíð. Það má koma allt að þrisvar á ári til að skoða hæn- una, en einnig er hægt að komast að samkomulagi um heimsóknir eftir því hvernig það hentar eigandanum. Þegar fólk tekur hænu í fóstur er því frjálst að halda á henni, verja tíma með henni, skoða hvernig hún býr og þar fram eftir götunum. Fólk velur sér unga hænu, annaðhvort á staðnum eða eftir myndum sem Júl- íus sendir, og fær fréttir af henni á þriggja mánaða fresti. Þá fær fólk jólakort frá landnámshænunni sinni. Sunna Ben, myndlistarmaður og plötusnúður, er ein þeirra sem hafa landnámshænu í fóstri. „Þetta er algjör snilld! Mín hæna heitir Tína. Ef þið eruð ekki búin að taka landnámshænu í fóstur mæli ég með að fara í málið hið snarasta. Þetta er nefnilega auðveldasta og ódýrasta leiðin fyrir okkur borg- arbúana til að eignast lífræn „free range“ egg frá hressum hænum, svo ekki sé minnst á að það að fóstra landnámshænu hjálpar til við að halda stofninum uppi,“ segir Sunna og hvetur borgarbúa og aðra til að taka hænu í fóstur. - ósk Landnáms- hænur í fóstur Á Tjörn í Vatnsnesi er boðið upp á að taka landnáms- hænur í fóstur, án þess að taka þær með sér heim. MEÐ EGGIN ÚR TINU Sunna Ben myndlistarmaður með 24 egg úr hænunni sinni. MYND/ÚR EINKSAFNI 25.000 KRÓNUR FYRIR TVÖ ÁR Hænan kostar 5.000 krónur 20 vikna gömul, en Júlíus hefur þá alið hana upp í þann tíma. Hænan hefur varp um þann aldur. Landnámshænan þarf um 120 grömm af fóðri á dag sem gera um 44 kíló á ári. Kílóið kostar 128 krónur sem gerir þá 5.633 krónur á ári, samtals 11.266. 4.734 krónurnar sem eftir standa notar Júlíus sem tryggingu ef fóður skyldi hækka á samningstímanum, vegna lyfjakaupa og fleira er til fellur. HVAÐ KOSTAR AÐ TAKA LANDNÁMS- HÆNU Í FÓSTUR? Þetta er nefnilega auðveldasta og ódýrasta leiðin fyrir okkur borgar- búana til að eignast lífræn „free range“ egg frá hressum hænum. Sunna Ben, myndlistarmaður og plötusnúður H V ÍT A H Ú SI Ð / S ÍA Moon Emoji @TJWidger 8. júlí Þegar maður borðar ekki nógu mikið kvöldið áður og það er næstum því liðið yfir þig á hádegi. #RamadanProblems RapAboutFood @RapAboutFood 8. júlí Ég verð feitur á kvöldin og kemst í form á daginn lol. #RamadanProblems #Ramadan Problems @RamadanProblems 4. júlí The Food channel er minn stærsti óvinur þennan mánuðinn. #Ram- adanProblems kas @KhawlaaaXo 3. júlí Ég forðast það að horfa á sjónvarp- ið á föstunni út af matarauglýs- ingum. #Ramad- anProblems Hussain Sheikh @HShakeee 1. júlí #RamadanProblems Að langa í eitthvað allan daginn og verða saddur af vatnsglasi þegar má loksins borða. Maureen @maureen_ahmed 29. júní Ef þið biðjið mig að koma að hanga þá er hér svarið mitt fyrir næstu 30 daga: Ég kem ekki út fyrr en sólin sest. #RamadanProblems LÍFIÐ 10. júlí 2014 FIMMTUDAGUR Skýringar Stendur í stað síðan í síðustu viku Fellur um sæti síðan í síðustu viku Hækkar á lista síðan í síðustu viku Nýtt á lista Listarnir eru teknir saman fyrir Félag hljómplötuframleiðenda. Þátttakendur í Lagalistanum Bylgjan, FM957, Xið 977, Rás 2 og K100,5. Auk þess er tekið mið af sölu og spilun á Tónlist.is og spilun á Spotify. Verslanir í Tónlistanum Skífan, Hagkaup, Penninn/Eymundsson, 12 tónar, Harpa, Smekkleysa plötubúð, Elko, Samkaup, Kaupfélag Skagfirðinga, Lucky Records, Vefverslun Record Records, N1 og tonlist.is LAGALISTINN TÓNLISTINN 26.6.2014 ➜ 09.7.2014 1 Sam Smith Stay With Me 2 Coldplay A Sky Full Of Stars 3 Magic! Rude 4 The Common Linnets Calm After The Storm 5 Mr. Probz Waves 6 M. Jackson & J. Timberlake Love Never Felt So Good 7 Nico & Vinz Am I Wrong 8 Júníus Meyvant Color Decay 9 Jón Jónsson Ljúft að vera til 10 Ed Sheeran Sing 1 Ýmsir Pottþétt 62 2 Ýmsir Fyrir landann 3 GusGus Mexico 4 Dimma Vélráð 5 Kaleo Kaleo 6 Samaris Silkidrangar 7 Ýmsir This Is Icelandic Indie Music Vol. 1 & 2 8 Ýmsir SG hljómplötur 9 Ásgeir Trausti Dýrð í dauðaþögn 10 Ýmsir Inspired by Harpa
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.