Fréttablaðið


Fréttablaðið - 10.07.2014, Qupperneq 52

Fréttablaðið - 10.07.2014, Qupperneq 52
10. júlí 2014 FIMMTUDAGUR| LÍFIÐ | 44 „Það var pakkfullur salur, um tólf hundruð manns, og þetta var í fyrsta sinn sem ég sýndi myndina opinber- lega. Og í fyrsta sinn sem ég sé hana með fólki. Það var góð tilfinning,“ segir leikstjórinn Hafsteinn Gunnar Sigurðsson. Hann frumsýndi kvik- myndina París norðursins á alþjóð- legu kvikmyndahátíðinni Karlovy Vary í Prag í Tékklandi á þriðju- dagskvöldið. Hann segir að myndin hafi hlotið góð viðbrögð hingað til. „Það er frábær stemning hér. Það er mikil bíómenning í Tékklandi og hér er frábær jarðvegur til að frum- sýna mynd. Ég finn fyrir mikilli athygli og myndin er búin að fá boð á fleiri hátíðir í kjölfarið á sýning- unni á þriðjudag. Þannig að mér sýn- ist hún fara vel af stað,“ segir Haf- steinn en getur lítið sagt um hvaða hátíðir eru fram undan. „Við förum til Króatíu eftir þrjár vikur í keppni á kvikmyndahátíð þar en myndin á örugglega eftir að flakka töluvert á árinu, þó ég geti ekki talað um hvert akkúrat núna. Svo stefnum við á að frumsýna hana á Íslandi með haustinu.“ París norðursins keppir um Crys- tal Globe-verðlaunin, svokallaða Kristalskúlu, á hátíðinni ásamt ell- efu öðrum myndum. Verðlaunin verða afhent á laugardaginn og sigri Hafsteinn verður hann ekki fyrsti Íslendingurinn til að hreppa hnoss- ið þar sem Baltasar Kormákur hlaut verðlaunin árið 2007 fyrir Mýrina. Aðrir sigurvegarar í gegnum tíðina eru til dæmis Jean-Pierre Jeunet fyrir Amélie og Alain Berliner fyrir Ma vie en rose. Hafsteinn gerir sér engar vonir um sigur þótt hann leyfi sér að sjálfsögðu að dreyma. „Maður veit aldrei. Þetta er alltaf bara lottó og erfitt að spá fyrir um hver hlýtur verðlaunin. En auðvitað vonar maður að maður verði fyrir valinu.“ Hafsteinn er hvað þekktastur fyrir kvikmyndina á Annan veg sem endurgerð var í Bandaríkjunum sem Prince Avalanche og frumsýnd í fyrra. Leikstjórn var í höndum Davids Gordons Green og útilokar Hafsteinn ekki frekara samstarf þeirra á milli. „David Gordon Green er búinn að sjá myndina og elskaði hana. Við erum í góðu sambandi og það er verið að tala um fleiri endurgerð- ir. Það gæti alveg verið eitthvað meira að frétta á næstunni,“ segir Hafsteinn dulur. Hann er með tvö önnur verkefni í gangi, annars vegar kvikmyndina Kanarí og hins vegar mynd byggða á handriti eftir Huldar Breiðfjörð, sá hinn sama og skrifaði handritið að París norðursins. liljakatrin@frettabladid.is KEPPIR UM KRISTALSKÚ Hafsteinn Gunnar Sigurðsson heimsfrumsýndi myndina París norðursins á Karlovy Vary-kvikmynda- hátíðinni í vikunni. Myndin hefur vakið gríðarlega lukku og keppir um Crystal Globe-verðlaunin sem besta mynd hátíðarinnar. Hafsteinn útilokar ekki frekara samstarf með David Gordon Green en hann leikstýrði endurgerð á Á annan veg í Hollywood. FRÆKIN FERNA Hafsteinn ásamt aðalleikurum myndarinnar; Helga Björnssyni, Nönnu KRistínu Magnúsdóttur og Birni Thors. ERU EKKI ALLIR SEXÍ? Helgi Björns tók sporið á rauða dreglinum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.