Fréttablaðið - 10.07.2014, Blaðsíða 53
FIMMTUDAGUR 10. júlí 2014 | LÍFIÐ | 45
LUNA
Gagnrýnandinn Mark Adams
hjá Screen Daily gefur París
norðursins frábæra dóma.
„Unaðslega skringilegt íslenskt
gamandrama. Hafsteinn Gunnar
Sigurðsson býður upp á mynd sem
er auðvelt að horfa á og fjallar á
slyngan hátt um bresti í mannlegum
samskiptum með áherslu á karl-
menn. Hann er einn af bestu upp-
rennandi, ungu, evrópsku leikstjór-
unum og hefur búið til afhjúpandi,
skemmtilega og gáfulega mynd sem
á að varðveita.“
UNAÐSLEGA
SKRINGILEG
● Alþjóðlega kvikmyndahátíðin
Karlovy Vary, eða KVIFF, var fyrst
haldin árið 1946 og er því haldin
í 49. sinn í ár.
● Hátíðin er ein sú elsta sinnar
tegundar í heiminum og hefur
síðustu ár skipaði sér sess sem
ein af stærstu kvikmynda-
hátíðum Evrópu.
● Árlega heimsækja þúsundir
manna alls staðar að úr heimin-
um hátíðina, þar á meðal um 840
dreifingaraðilar, framleiðendur
og útsendarar kvikmyndahátíða,
og um sjö hundruð blaðamenn.
● Karlovy Vary er ein af fjórtán
kvikmyndahátíðum í keppnis-
flokki sem bera A-stimpil
frá Alþjóðlegum samtökum
kvikmyndaframleiðenda.
Aðrar hátíðir í þeim flokki eru
til dæmis kvikmyndahátíðin í
Cannes, alþjóðlega kvikmynda-
hátíðin í Berlín og kvikmynda-
hátíðin í Feneyjum.
➜ Með þeim bestu
í heiminum
David Gordon Green
er búinn að sjá myndina og
elskaði hana. Við erum í
góðu sambandi og það er
verið að tala um fleiri
endurgerðir.
Hafsteinn Gunnar Sigurðsson
ÚTBÚÐU
UPPÁHALDS
RÉTTINN ÞINN
TAKTU
girnile
ga
INSTAG
RAM M
YND
af rét
tinum
MERKtu MYNDINA
#GOTTiMATINNog deildu á FACEBOOK
1.
3.
MEÐ HRÁEFNI FRÁ GOTT Í MATINN!
Sendu okkur þína
girnilegu matarmynd
og þú Gætir
unnið weber grill!
eða glæsilega gjafakörfu
Taktu þátt í matarmyndaleik Gott í matinn. Útbúðu þinn uppáhaldsrétt úr
ljúffengu hráefni frá Gott í matinn, taktu girnilega Instagram mynd af réttinum
og deildu henni með okkur á Facebook. Girnilegasta matarmyndin verður valin
úr pottinum og sigurvegarinn hlýtur að launum glæsilegt Weber grill.
Sendu okkur þína
girnilegu matarmynd #GOTTiMATINN
Stórleikarinn George Clooney er
afar ósáttur við fréttaflutning
Daily Mail en í grein á vefsíðunni
var fullyrt að tengdamóðir hans,
Baria Alamuddin, væri á móti því
að George kvæntist dóttur henn-
ar, Amal Alamuddin, út af trúar-
legum ástæðum. Greinin hefur
verið fjarlægð af vef Daily Mail.
George lætur blaðamenn vefsíð-
unnar heyra það í yfirlýsingu á vef
USA Today.
„Ég svara slúðurblöðum sjald-
an nema það varði aðra og öryggi
þeirra og velferð. Daily Mail hefur
birt gjörsamlega uppspunna grein.
Í henni segir að móðir Amal sé
búin að segja „hálfri Beirút“ að
hún sé á móti brúðkaupinu,“ skrif-
ar George.
„Ekkert í greininni er satt.
Móðir Amal hefur ekki farið til
Beirút síðan við Amal byrjuðum að
vera saman og hún er ekki á móti
hjónabandinu,“ bætir George við.
„Það er óábyrgt á þessum tímum
að hagnast á trúarlegum ágrein-
ingi þar sem engir eru, það er að
minnsta kosti óábyrgt og það sem
meira er, hættulegt.“
Daily Mail hefur sent frá sér
yfirlýsingu vegna málsins.
„MailOnline-greinin var ekki
uppspuni heldur sett fram í góðri
trú af heiðarlegum og trúverðug-
um lausamanni í blaðamennsku.
Við meðtökum þær upplýsingar frá
herra Clooney að greinin sé óná-
kvæm og við biðjum hann, ungfrú
Amal Alamuddin og móður hennar,
Baria, afsökunar á þeirri kvöl sem
við höfum valdið þeim.“ - lkg
Sakar Daily Mail um lygar
Stórleikarinn George Clooney brjálaður yfi r grein um sig og unnustuna.
ÓSÁTTUR George segir ekkert ósætti í
fjölskyldunni. NORDICPHOTOS/GETTY