Fréttablaðið - 10.07.2014, Page 56

Fréttablaðið - 10.07.2014, Page 56
10. júlí 2014 FIMMTUDAGUR| SPORT | 48 Hafi þetta verið gert löglega er lítið sem við getum aðhafst í málinu. Guðmundur B. Ólafsson formaður HSÍ ÍÞRÓTTALJÓS Tómas Þór Þórðarson fjallar um ákvörðun IHF. HANDBOLTI „Herra Wiederer vill ekki tjá sig um þetta núna – vinsam- legast hafðu samband við Alþjóða- handknattleikssambandið,“ var svar einkaritara Michaels Wiede- rer, framkvæmdastjóra Evrópska handknattleikssambandsins, EHF, þegar Fréttablaðið reyndi að ná tali af honum í gær vegna ákvörðunar IHF um að veita Þýskalandi keppn- isrétt á HM 2015 í Katar. EHF sendi frá sér skjal eftir Evr- ópumótið í Danmörku í janúar þar sem það upplýsti að Ísland væri fyrsta varaþjóð álfunnar inn á HM ef ske kynni að einhver önnur þjóð drægi sig úr keppni. Svo fór að Ástr- alía fékk ekki keppnisrétt á HM í Katar og kemur Þýskaland í staðinn. Samkvæmt fréttatilkynningu IHF fékk Þýskaland sætið vegna þess að liðið varð í 5. sæti á HM 2013 á Spáni, en það hunsaði tilmæli evr- ópska sambandsins. Einkaritarinn svarar Fréttablaðið reyndi að fá svör við þessu hjá báðum samböndum í gær. Fyrst hafði blaðamaður sam- band við EHF og ræddi við Peter Sichelschmidt, starfsmann móta- mála. Hann sagðist koma af fjöllum og fullyrti að evrópska sambandið hefði ekki fengið fregnir af þessu fyrr en klukkan fimm í fyrradag. „Við vorum búin að gefa það út að Ísland væri fyrsta varaþjóð, en EHF ræður þessu ekki. Samkvæmt okkur var Ísland næsta þjóð inn en IHF vinnur greinilega eftir öðrum við- miðum,“ sagði hann. Nokkuð und- arlegt í ljósi þess að Sichel schmidt á sæti í mótanefnd IHF og situr báðum megin við borðið. Seinna um daginn reyndi blaða- maður að hafa samband við fram- kvæmdastjórann Michael Widerer. Einkaritari hans setti blaðamann fyrst á bið, kom svo skömmu síðar aftur og spurði hver tilgangurinn með símtalinu væri. Eftir að henni var tjáð það tóku við aðrar tvær mínútur á bið. Þegar hún kom aftur var blaðamanni tjáð að hann fengi ekki samband við framkvæmda- stjórann heldur ætti hann að hafa samband við IHF. Reglunum breytt Í lögum IHF um heimsmeistara- mót segir að dragi ein þjóð sig úr keppni eða fái hún ekki keppnisleyfi skuli varaþjóð koma inn á mótið frá álfu ríkjandi heimsmeistara. Það eru Spánverjar og morgunljóst samkvæmt þeirri reglu að Ísland á sætið. Svo virðist þó sem reglunum hafi verið breytt í vor. Guðmundur B. Ólafsson, forseti handknattleiks- sambands Íslands, fékk þau svör frá EHF að Alþjóðasambandið hefði á fundi í mars ákveðið að fyrsta vara- þjóð á HM væri sú sem náði bestum árangri þeirra þjóða á HM 2013 sem ekki væru með öruggt sæti á HM í Katar. Það eru Þjóðverjar. „Ég get hvergi séð hvernig þeim hefur verið breytt og við þurf- um skýrari svör. Hafi þetta verið gert löglega er lítið sem við getum aðhafst í málinu. Það er samt skrýt- ið að stjórn IHF geti bara valið lið inn á HM án þess að það séu reglur á bak við það. Þetta var mjög skýrt þegar EHF sendi út sinn lista,“ sagði Guðmundur B. Ólafsson í kvöld- fréttum Stöðvar 2 í gær. Ómögulegt var að fá samband við nokkurn mann eða konu hjá IHF í gær. Þeir sem höfðu setið fundinn í Króatíu þar sem ákvörðunin var tekin voru ekki komnir til vinnu aftur og þá svaraði hvorki móta- stjórinn né fjölmiðlafulltrúi sam- bandsins ítrekuðum póstsending- um Fréttablaðsins. Viðkunnanleg stúlka á símanum sagði að það tæki 1-2 daga að fá svar við póstum sem sendir eru til IHF. Enginn látinn vita Það sem forsvarsmenn HSÍ spyrja sig nú að er hvort þessi reglubreyt- ing sem gerð var í vor sé lögleg. Ekkert sérsamband og ekki einu sinni Evrópska handknattleiks- sambandið var látið vita af ákvörð- un IHF um að afhenda Þýskalandi sætið. Það sem gerðist í Eyjaálfu er, að Papúa Nýja-Gínea er hætt að stunda handbolta. Þar með eru aðeins sex þjóðir eftir þar sem stunda íþrótt- ina og þá verður álfan ekki tæk á HM. Samkvæmt öruggum heimild- um Fréttablaðsins er þetta eitthvað sem menn, bæði hjá EHF og IHF, vissu að gæti gerst. Þess vegna má hæglega draga þá ályktun að EHF hafi opinberað ákvörðun sína um þrjár varaþjóðir álfunnar á HM, eitthvað sem annars sjaldan er gert. Að sama skapi fengju forráða- menn IHF gullið tækifæri til að koma stærstu handboltaþjóð heims inn á HM, en sjónvarpstekjurnar eru hvað mestar frá Þjóðverjum. Nú vilja menn sjá pappíra og fundargerðir frá þessum ákvörð- unarfundi í vor því ekkert var gefið út eftir hann. Svo virðist sem menn hafi einfaldlega verið að baktryggja sig eftir að Þýskaland dróst á móti Póllandi í umspilinu, en þar var ljóst að Þjóðverjar væru alls ekkert lík- legir. Fyrsta svar í dag Guðmundur B. Ólafsson býst við fyrsta svari EHF strax í dag, en HSÍ gerir kröfu um skýrslu frá báðum samböndum um hvernig staðið var að málum. Þeir sem sátu fundinn í fyrradag hjá IHF voru forsetinn, varaforset- inn, gjaldkerinn og forseti franska handknattleikssambandsins, þann- ig það er ansi þröngur hringur sem kemur að þessari stóru ákvörðun. Ekkert er þó vitað hverjir sátu fundinn í vor, ef hann fór fram. Ekk- ert var tilkynnt um hann og niður- staðan aldrei birt. Regluverkið er óbreytt á vefsíðu IHF, en samkvæmt því á Ísland rétt á þessu lausa sæti. tomas@365.is Reglugerðin sem enginn vissi af Alþjóðahandknattleikssambandið breytti reglunum um hvaða þjóð kæmi til vara ef einhver fengi ekki keppnisleyfi , en lét engan vita. Framkvæmdastjóri evrópska sambandsins lætur ritarann svara spurningum fyrir sig. Eru til pappírar sem sanna reglubreytinguna? ENGIN SVÖR Framkv.stjórinn Michael Wiederer lét ritarann svara. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY Kranamaður óskast Eykt ehf óskar eftir vönum kranamanni til starfa sem fyrst vegna verkefna fyrirtækisins. Sækja skal um starfið á heimasíðu Eyktar, www.eykt.is undir „Atvinna“ eða með tölvupósti eykt@eykt.is. Nánari upplýsingar veitir Páll Daníel Sigurðsson alla virka daga milli kl 09:00 -16:00 í síma 822-4422 Eykt ehf. Stórhöfða 34-40. 110 Reykjavík S: 595-4400 SPORT HANDBOLTI „Ég er á leiðinni aftur til Frakklands. Ég verð í þjálfarateymi Cesson-Rennes ásamt því að vera styrktarþjálfari félagsins og ung- lingaþjálfari,“ segir Ragnar Ósk- arsson, fyrrverandi landsliðsmaður, en hann hættir sem aðstoðarmaður Ólafs Stefánssonar hjá Val. Ragnar er öllum hnútum kunnug- ur í Frakklandi enda lék hann þar í ellefu ár á sínum tíma. „Það er góður vinur minn að taka við liðinu og hann vildi fá mig með í teymið. Ég er að horfa til lengri tíma með þessari ákvörðun. Það er uppbygging í gangi og þetta er mjög spennandi verkefni,“ segir Ragnar en Cesson-Rennes hafnaði í sjöunda sæti frönsku úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð. Þar sem Ragnar er ekki kominn með nein þjálfararéttindi má hann ekki sitja á bekknum hjá liðinu næsta vetur þó svo hann sé aðstoð- arþjálfari. Hann mun fara strax í það að ná sér í þjálfararéttindi er hann kemur út. Ragnar á sjö ára gamla dóttur í Frakklandi og hún er helsta ástæð- an fyrir því að hann fer til Frakk- lands. „Hún býr 40 mínútum frá því þar sem ég verð. Hún er það sem skiptir mestu máli í þessu. Ég vil komast sem næst henni. Tím- inn líður fljótt og ég vil eðlilega fá að vera sem mest með henni. Þetta eru ár sem maður fær ekkert aftur,“ segir Ragnar. Hann viðurkennir að hugurinn hafi í raun aldrei stefnt út í þjálfun þegar ferlinum lyki en nú er annað upp á teningnum. „Þetta var aldrei stefnan en svona hefur þetta þróast. Ég var meira að horfa á styrktarþjálfunina en hef svo haft ótrúlega gaman af því að þjálfa með Óla hjá Val. Það var frá- bær reynsla og lærdómsrík. Ég ætla mér að fara eitthvað lengra með þennan þjálfaraferil og það eru góðar líkur á því að ég verði næstu árin í Frakklandi.“ - hbg Vildi komast nær dóttur minni Ragnar Óskarsson er á förum frá Val og verður aðstoðarþjálfari í Frakklandi. AFTUR ÚT Ragnar er á leið á kunnug- legar slóðir. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI KÖRFUBOLTI Ísland tapaði fyrir Danmörku, 84-53, á Ásvöllum í Hafnarfirði í fyrsta leik körfubolta- landsliðs kvenna hér á landi í fimm ár. Ísland lék sterkan varnarleik í fyrri hálfleik og leiddi að honum loknum, 28-26. Leikur íslenska liðsins hrundi hins vegar í þriðja leikhluta og gengu gestirnir á lagið. Helena Sverrisdóttir var stigahæst í íslenska liðinu með fjórtán stig auk þess sem hún tók sjö fráköst. Kristrún Sigurjónsdóttir kom næst með tólf stig. Liðin eigast einnig við í kvöld en þá fer leikurinn fram í Stykkishólmi. - esá Stelpurnar töpuðu fyrir Dönum á Ásvöllum FÓTBOLTI FH, Stjarnan og Fram geta í kvöld tryggt sér sæti í annarri umferð forkeppni Evrópudeildar UEFA en öll leika á útivelli í síðari viðureign sinni í fyrstu umferðinni í kvöld. Framarar ríða á vaðið gegn eistneska liðinu Nömme Kaju klukkan 16.00 en lærisveinar Bjarna Guðjónssonar eiga á brattann að sækja eftir 1-0 tap á heimavelli í síðustu viku. FH og Stjarnan eru bæði í betri málum en FH-ingar eru með 3-0 forystu gegn norður- írska liðinu Glenavon og Stjarnan er í afar góðri stöðu eftir 4-0 sigur á Bangor frá Wales í fyrri leiknum. Leikur Garðbæinga í Wales hefst klukkan 17.45 en FH-ingar leika gegn Glenavon klukkutíma síðar. Fylgst verður með gangi mála á íþróttavef Vísis. - esá Íslensku liðin á faraldsfæti STIGAHÆST Helena Sverrisdóttir í leiknum í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.