Fréttablaðið - 10.07.2014, Blaðsíða 62

Fréttablaðið - 10.07.2014, Blaðsíða 62
10. júlí 2014 FIMMTUDAGUR| LÍFIÐ | 54 „Klárlega engiferskot. Það er besta leiðin til að byrja daginn og lengir lífið um ca. 50 ár.“ Unnur Eggertsdóttir, söngkona UPPÁHALDSDRYKKUR Afríkusól skarar fram úr í gæðum og fékk lang hæstu einkunn kaffitegunda á íslenskum matvörumarkaði. Ummæli úr smökkuninni: „Yes! Nammi namm.“ „Loksins komin góður kaffibolli. Það er karakter í kaffinu.“ „Karamellulitur, ekki bara svart. Það er mjúkt og gott.“ kaffitar.is *skv blindri bragðsmökkun í DV 8.7.2014 „Ég er er að bóka fyrir helstu staði landsins og er einnig að bóka fyrir Keflavíkurnætur,“ segir athafna- maðurinn Óli Geir. Hann sér um bókanir fyrir hátíðina Keflavíkur- nætur sem fer fram í ágúst. Hann segir hátíðina þó ekki líka Keflavík Music Festival sem hald- in var í fyrra en Óli Geir var einn skipuleggjenda. Fjölmargar hljóm- sveitir hættu við að spila á hátíðinni því þær töldu skipuleggjendur ekki standa við samninga en hann segir að aðrir aðilar komi að Keflavík- urnóttum. „Ég vona bara að Kefla- víkurnætur gangi vel og stækki með árunum og óska aðstandendum hátíðarinnar góðs gengis.“ Þá er Óli Geir einnig búinn að vinna í tónlist og sendi frá sér lagið Flocka á dögunum. „Ég er búinn að sitja á þessu helvíti lengi og er nú að senda frá mér mitt eigið efni í fyrsta sinn.“ Hann hefur gert samning við þýska útgáfufyrirtækið Bang It/Housesession sem felur í sér útgáfu á stökum lögum. „Micha Moor og fleiri virtir plötusnúðar aðstoðuðu mig við að fá samning hjá fyrirtækinu.“ Óli Geir, sem hefur starfað við að skemmta fólki með því að þeyta skífum undanfarin tíu ár, hóf tón- listarferilinn þegar hann hljóp í skarðið fyrir Brynjar Má Valdi- marsson á skemmtistað í Keflavík. „Ég fékk til dæmis Micha Moor til að gefa mér ábendingar, ég sendi honum hugmyndir og hann sagði mér hvað ég mætti bæta. Maður á að vera ófeiminn við að biðja um hjálp.“ Hann er tilbúinn með um tíu lög sem bíða þess að líta dagsins ljós. gunnarleo@frettabladid.is Bókar hljómsveitir á nýja hátíð Athafnamaðurinn Óli Geir sér um bókanir fyrir hátíðina Kefl avíkurnætur og gefur út frumsamda tónlist. BJART FRAM UNDAN Óli Geir er með mörg járn í eldinum, gefur út tónlist og bókar hljómsveitir. MYND/JÓN ÓSKAR „Það er rosalega mikil þörf hjá konum fyrir að láta rödd sína heyrast og það ríkir mikil eftir- vænting eftir sögum eftir konur og um heim kvenna,“ segir Dögg Mósesdóttir, verkefnastjóri Doris Film á Íslandi, en í gær voru birt úrslit handritasam- keppni sem Doris Film og Wift efndu til á meðal kvenna í vor. Þátttakan fór fram úr björtustu vonum, alls bárust 102 sögur í keppnina og komust ellefu þeirra í úrslit en tíu manna dómnefnd skipuð framleiðendum, leikstjór- um og handritshöfundum sá um valið. Samkeppnin var öllum opin og var hún nafnlaus í fyrstu umferð en skilyrði var að allar sögurnar hefðu að minnsta kosti eina kvenpersónu í aðalhlutverki. Úrslitahópurinn er skipaður fjöl- breyttum hópi kvenna en þar má meðal annars nefna fatahönn- uðinn Ýri Þrastardóttur, fyrr- verandi dagskrárgerðarkonuna Elsu Maríu Jakobsdóttur, leik- konurnar Ísgerði Elfu Gunnars- dóttur og Lilju Sigurðardóttur og Evu Sigurðardóttur framleiðanda. „Þetta eru konur með alls konar bakgrunn og þær fjalla um sögur sem einhverjum kvikmyndaleik- stjórum hefði jafnvel aldrei dottið í hug. Það má til að mynda nefna eina konu sem er öryrki í Hvera- gerði og áhugarithöfundur en hún kemur með innsýn í mjög áhuga- verðan heim,“ segir Dögg. kristjana@frettabladid.is Þörf hjá konum að láta rödd sína heyrast Úrslit í handritasamkeppni Doris Film og Wift voru kunngjörð í gær. Dögg Mósesdóttir verkefnastjóri segir þátttöku hafa farið fram úr björtustu vonum. KONUR SEM SKRIFA UM KONUR Skilyrði fyrir þátttöku í handritasamkeppninni var að það væri að minnsta kosti ein kvenpersóna í aðalhlutverki. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Einhverjar hræringar eru í hljóm- sveitinni Gus Gus sem er þessa dagana að undirbúa tónleikaferða- lag með haustinu til að fylgja eftir hinni nýútkomnu plötu Mexíkó. Einn af forsprökkum sveitarinnar, Stephan Stephensen, einnig þekkt- ur sem President Bongo, fer ekki með í ferðalagið. „Hann ætlar að taka sér frí að minnsta kosti fram að jólum,“ segir Þorsteinn Stephensen, umboðs- maður Gus Gus og bróðir Stephans. „Við erum að fara í mjög þéttan túr um öll Evrópulöndin, langt ferða- lag um Rússland, Pólland og síðan Bandaríkin og Mexíkó.“ Þetta er fyrsta tónleikaferðalag Gus Gus sem Stephan tekur ekki þátt í, en hann er einn af uppruna- legum meðlimum sveitarinnar sem hóf störf árið 1995. „Hann vildi bara taka sér pásu held ég,“ segir umboðsmaðurinn. „Sem er náttúrulega allt í góðu þar sem við fengum gamlan Gus Gus-meðlim til þess að stökkva inn í fyrir Stebba.“ Það mun vera tónlistarmaðurinn Magnús Guð- mundsson, Maggi Legó, sem fyllir upp í skarðið í tónleikaferðalag- inu, en hann er einnig uppruna- legur meðlimur sveitarinnar en hefur ekki verið með síðan árið 2007. „Hann kann þetta allt saman og það er bara gaman að þessu en síðan hugsa ég að Stebbi komi aftur inn fyrir áramót,“ segir Þorsteinn. Ekki er vitað nákvæmlega hvað Stephan ætlar að taka sér fyrir hendur í haust. „Hann er náttúru- lega með fjalla- og siglingabakt- eríu á háu stigi,“ segir bróðir hans og hlær. „Ég held að hann langi til þess að sýna því meiri áhuga.“ Hvorki Stephan né Maggi vildu tjá sig um málið þegar eftir því var leitað. baldvin@365.is Legó í stað Forsetans Hljómsveitin Gus Gus heldur í langt tónleikaferðalag í haust en einn forsprakki sveitarinnar, Stephan Stephensen, kemur ekki til með að ferðast með sveitinni og í staðinn stekkur Maggi Legó, fyrrverandi meðlimur sveitarinnar, inn. HÆFILEIKARÍK HLJÓMSVEIT Gus Gus skipa margir hæfileikaríkir tónlistar- menn. MÆTTUR AFTUR Maggi Legó fer með í ferðalagið. GÓÐIR SAMAN Daníel Ágúst og Stephan Stephensen hafa átt farsælan feril saman.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.