Fréttablaðið - 10.07.2014, Side 64

Fréttablaðið - 10.07.2014, Side 64
FRÉTTIR AF FÓLKI 1 Þurft i að brjóta niður grindverk við brunahana: „Þetta getur tafi ð okkur mikið“ 2 Nafn piltsins sem lést 3 Sögulegar stundir á HM: Þegar spark- spekingar urðu orðlausir 4 EHF: Vissum ekki af þessu fyrr en eft ir fundinn í gær 5 Brasilíska þjóðin á barmi taugaáfalls Opið allan sólarhringinn í Engihjalla, Vesturbergi og Arnarbakka RAFTÆKJAVERSLUN • SÍÐUMÚLA 2 • SÍMI 568 9090 • WWW.SM.IS FÁÐU ÞRÁÐLAUSAN AÐGANG AÐ TÓNLISTINNI Í ÖLLUM HERBERGJUM Óhræddar við þungarokkara Rappsveitin Reykjavíkurdætur er búin að redda sér fari á þungarokkshátíðina Eistnaflug sem fram fer í tíunda sinn í Neskaupstað um helgina. „Ég er persónulega mjög spennt fyrir að spila á Eistnaflugi,“ segir Blær Jóhannsdóttir, einn meðlima Reykjavíkurdætra. „Það er alveg draumurinn að vera með „corpse- paint“ á sviðinu. Ég vildi bara að ég ætti til eitthvað meira metalrapp en þar kemur Solla Svarta sterk inn, hún er búin að vera metalhaus lengi og spilaði í þungarokks- hljómsveitum sem gefur hennar rapplögum ákveð- inn blæ.“ Þetta er í fyrsta sinn sem Reykjavíkur- dætur koma fram á Eistnaflugi. Þær stíga á svið á föstudag á milli hljómsveitanna Morðs og Rotþróarinnar. - ssb Styður góðan málstað Tónlistarmaðurinn Sölvi Blöndal ætlar að styrkja Samtök endurhæfðra mænu- skaddaðra (SEM) með því að hlaupa 10 kílómetra í Reykjavíkurmaraþoninu. Sölvi lenti í alvarlegu slysi á snjóbretti í janúarmánuði síðastliðnum með þeim afleiðingum að hann hryggbrotnaði. „Ég missti jafnvægið í loftinu, lenti á bakinu og fann strax að eitthvað hafði gerst. Ég var heppinn að það fólk sem kom að mér kunni að hlúa að slösuðum,“ segir Sölvi um slysið. Hann lá á bæklunardeild Land- spítalans í viku en segir þó heilsuna vera að koma. „Ég er með fulla vinnuorku en finn samt alveg til. Ég ætla samt að fara á snjóbretti aftur,“ bætir Sölvi við. Hann kemur fram ásamt hljómsveit- inni sinni Quarashi á Þjóðhátíð um verslunarmannahelgina. - glp Mest lesið VIÐ SEGJUM FRÉTTIR · SMÁAUGLÝSINGASÍMINN OG SKIPTIBORÐ: 512 5000 DREIFING: dreifing@postdreifing.is EF BLAÐIÐ BERST EKKI: 512 5060 VÍSIR RITSTJÓRN 512 5313, Fax: 512 5301, ritstjorn@frettabladid.is AUGLÝSINGADEILD auglysingar@frettabladid.is PRENTUN Ísafoldarprentsmiðja

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.