Vegna viðhaldsvinnu geti verið truflanir á þjónustu Tímarit.is frá 18:00 og fram eftir kvöldi.

Fréttablaðið - 26.07.2014, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 26.07.2014, Blaðsíða 32
KYNNING − AUGLÝSINGNammidagur LAUGARDAGUR 26. JÚLÍ 20142 Útgefandi: 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, s. 512 5000 Umsjónarmaður auglýsinga: Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@365.is s. 512-5429 Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal. Margir þekkja pavlóvuna sem gerð er úr marengs, berj- um og rjóma. Ýmiss konar tilbrigði við þessa ómótstæðilegu samsetningu eru til og hér er eitt. Marengs 5 eggjahvítur 2 dl. sykur 2 dl. púðursykur 1½ tsk. lyftiduft Þeytið saman eggja- hvítur og sykur þar til létt og ljóst. Bætið sykrinum saman við og haldið áfram að þeyta. Blandið lyftiduftinu varlega við í lokin. Dreifið í hring á pappírs- klædda ofnplötu. Ýmist er hægt að gera einn stóran botn eða fleiri litla. Bakið í eina og hálfa til tvær klukku stundir við 125–130 gráður. Sumir slökkva þá á ofninum og láta botninn bíða til næsta dags en þá er ýmist hægt að nota hann beint eða frysta til síð- ari nota. Marssósa 2 stór Marsstykki Smá rjómaskvetta Nokkrir suðusúkku- laðimolar Annað 4 kókosbollur, hakk- aðar gróft ½ lítri þeyttur rjómi Ber og ávextir að eigin vali, til dæmis jarðarber, bláber eða kíví Salthnetur, gróft saxaðar Bræðið Marsið í þykk- botna potti með örlitlum rjóma. Bætið við rjóma eftir þörfum til að ná ákjósanlegri þykkt. Bætið súkkulaðimolum við til að gefa sósunni meiri kraft. Takið til fallegan köku- disk. Setjið eitt lag af marengs og dreifið kókos bollum yfir. Dreif- ið rjóma yfir þær og síðan berjum. Ef notaðir eru margir litlir mareng- stoppar eru gerð nokk- ur lög en aðeins eitt ef um einn stóran botn er að ræða. Hellið Marssós- unni yfir í lokin og skreyt- ið með salthnetum. Ómótstæðilegt nammi Nýlega setti Nói Síríus nýja og spennandi lakkríslínu á mark- að í fallegum og þægilegum um- búðum. Línan ber nafnið Nóa Lakkrís og kemur í mörgum ljúf- fengum bragðtegundum, sumum kunnuglegum en líka nokkrum nýjum, að sögn Kristjáns Geirs Gunnarssonar, framkvæmda- stjóra markaðs- og sölusviðs Nóa Síríus. „Hér er bæði um nýjar vörur að ræða en einnig gamlar vörur í nýjum búningi. Við notum ein- ungis bestu hráefni sem völ eru á sem búin eru til úr ekta anísolíu og mólassa. Í réttum hlutföllum skilar blandan þeim séríslenska karakter sem einkennir íslenskan lakkrís.“ Nóa Lakkrís kemur í 150 g pokum og einnig í stykkjum. Við vöruþróunina var fyrirtækið í góðu sambandi við neytendur og fékk gagnlegar at- hugasemdir varð- andi bragð og áferð. „Meðal nýrra vara má nefna Lakkrískonfekt en þar höfum við sett saman í poka fjórar uppáhaldslakkrís- konfekttegundirnar.“ Gamlir kunningj- ar Íslendinga fá líka nýtt útlit og nefnir Kristján þar Tromp- vörurnar sem fá nú nýtt heiti og útlit. „Gula Trompið breyt- ist í gómsætan súkkulaðihjúp- aðan lakkrískjarna, Trompbit- arnir eru nú súkkulaðihjúpaðir lakkrísbitar með kókosfyllingu og Risa-Trompið vinsæla verður súkkulaði hjúpaður lakkrísborði með kókosfyllingu.“ Kristján segir ánægju ríkja með afraksturinn þar sem byggt er á hefðbund- inni íslenskri lakkríshefð en jafnframt boðið upp á nýjar og spennandi bragðtegundir sem koma skemmtilega á óvart. „Við höfð- um það einnig að markmiði að þróa lakkrís sem fellur vel að Nóa-súkk- ulaðinu sem notað er til að hjúpa lakkrísinn og gefur akkúrat þetta ein- staka rétta bragð sem allir þekkja svo vel.“ Allt í allt eru þetta tíu bragð- tegundir sem eru í boði í dag og segir Kristján fleiri bragð tegundir væntanlegar á næstunni. „Við höfum ekki áður beitt okkur á lakkrísmarkaði og því eru þetta spennandi tímar fram undan hjá fyrirtækinu. Við munum síðar á árinu fjölga bragðefnum í lakkrís- línunni og munum koma fram með nýjungar sem Ís- lendingar hafa ekki kynnst áður. Nói Sír- íus hefur alltaf skil- greint sig sem ákveð- inn gleðigjafa fyrir ís- lenska neytendur og vörur okkar eru ein leiðin til að krydda líf landsmanna. Svo sa n na rlega veit i r okkur ekki af gleðigjöfum á þessu sumri.“ Gleðigjafi Íslendinga Gómsæt ný lakkríslína sem inniheldur tíu bragðtegundir kom nýlega á markað frá Nóa Síríusi. Fleiri tegundir eru væntanlegar bráðlega. „Við notum einungis bestu hráefni sem völ eru á,“ segir Kristján Geir Gunnarsson, framkvæmdastjóri markaðs- og sölusviðs Nóa Síríus. MYND/DANÍEL Brjóstsykursgerð heima fyrir er ekki eins flókin og marg-ir halda. Hún er skemmti- leg tilbreyting frá kökubakstri og tilvalin skemmtun fyrir alla aldurs hópa, hvort sem það er fjöl- skyldan sem sameinast við eld- húsborðið eða vinahópurinn í sumarbústaðnum. Ein þeirra sem hafa stundað brjóstsykursgerð undanfarin ár er Hjördís Dögg hjá Mömmur.is. en sköpunarþörfin er þó ekki bara bundin henni heldur skreytir hún líka kökur, kök upinna og bollakökur. „Fyrir nokkrum á r u m k y n nt- ist ég brjóstsyk- ursgerð en áður hafði ekki hvarflað að mér að ég gæti auðveldlega búið til eigin brjóstsykur og hvað þá svo bragð- góðan. Krakkarnir hafa alltaf jafn gaman af þessu enda er brjóst- sykur svo góður.“ Hún segir alla geta tekið þátt þótt mikilvægt sé að hafa í huga að fullorðinn ein- staklingur ætti að sjá um að hita sykurinn og meðhöndla brjóst- sykurinn meðan blandan er sem heitust. Yngri kynslóðin getur hins vegar tekið þátt með því að klippa brjóstsykurinn til og búa til kúlur eða sleikjó. Ákveðin grunnáhöld þurfa að vera til staðar að sögn Hjördís- ar. „Nauðsynlegt er að notast við járnpott en alls ekki teflon húðaðan pott eða stálpott. Einnig þarf tölvu- mæli eða glerhitamæli og stóra hitaþolna mottu þótt margnota bökunarpappír dugi líka.“ Tvær hitaþolnar sköfur eru not aðar til að kæla blönduna og lítið sigti þarf til að setja hvítt matarlitarduft í blönduna. Mæliskeið og desi- lítramál þarf að hafa við höndina og sprautu eða dropateljara til að mæla litar- og bragðefni. „Ég nota skæri til að klippa brjóstsykurinn í mola og pensill er notaður til að smyrja olíunni á mottur og skæri. Þeir sem ætla líka að búa til sleiki- brjóstsykur þurfa svo sleikjóprik.“ Grunnuppskrift að brjóstsykurs- blöndu: Hráefnin eiga að fara í járnpott í eftir farandi röð: 1 dl vatn 450 g Dansukker-sykur 125 g þrúgusykur Brjóstsykur lífgar upp á lífið Það er auðvelt að útbúa brjóstsykur í heimahúsi ef réttu áhöldin eru til staðar. Hægt er að útbúa litfagran brjóstsykur úr ótal bragð teg undum sem gott er að borða eða gefa vinum og ættingjum í gjöf. Mikilvægt er að huga að öryggismálum ef börn hjálpa til við brjóstsykursgerðina. Hjördís Dögg hjá Mömmur.is hefur útbúið brjóstsykur í nokkur ár. Fallegur og bragðgóður brjóstsykur gleður fólk á öllum aldri. Sköfur notaðar til að blanda hráefnunum saman og kæla blönduna. Til að búa til jaðarberjabrjóstsykur þarf að auki í þessari röð: 2 tsk. sítrónusýra 1,5 ml rauður matarlitur 2 ml jarðarberjabragðefni Vatn, sykur og þrúgusykur sett saman í pott, lokið sett yfir og blandan hituð að suðu. Pottlokið tekið af og hita- mæli komið fyrir í pottinum. Blandan látin hitna að u.þ.b. 162°C hita. Má ekki fara undir 157 (þá verður blandan of lin) og ekki yfir 165°C (þá brennur hún). Ekki hræra í blöndunni, annars fer hún í kekki. Nauðsynlegt er að vera með olíu í skál. Eftir að blandan er orðin um 145°C heit er hún fljót að rjúka upp í 162°C svo fylgist vel með. Hafið sítrónusýru, rauðan matarlit og bragðefni tilbúið hjá mott unum og setjið í blönduna í þessari röð. Þegar blandan hefur náð um 162°C er henni hellt á mottuna. Endinn á mæl inum er strax settur í sjóðandi heitt vatn og potturinn fer strax undir heitt vatn þegar búið er að hella blöndunni. Blandan er látin standa í smá stund eða þar til húð myndast. Sítrónusýran er sett yfir blönduna. Sköf- urnar eru notaðar til að blanda hráefn- unum saman og kæla blönduna jafnt og þétt. Best að kæla blönduna með því að fara til skiptis meðfram hliðum og færa sig inn að miðjunni. Ef ekki er sett olía á sköfurnar getur blandan fest við og því er nauðsynlegt að setja olí- una á þær. Rauða matarlitnum er sprautað í litlum skömmtum hér og þar á blönduna. Rauður litur getur brennst ef hann fer of fljótt út í blönduna svo betra að bíða í eina mínútu áður en honum er spraut- að. Búið til vasa á blöndunni og spraut- ið bragðefninu út í. Þegar vasinn lokast getur myndast uppgufun og því ekki gott að vera með andlitið yfir blönd- unni. Stundum eru notuð sundgler- augu ef efnin eru sterk. Blandan kæld og að lokum er henni skipt niður í búta og búnar til lengjur sem síðar eru klippt- ar niður eða mótaðar kúlur eða sleiki- brjóstsykur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.