Fréttablaðið - 26.07.2014, Side 4
26. júlí 2014 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | 4
manns sækja um að fá að að nýta
séreignarlífeyrissparn-
að til að greiða niður
höfuðstól
fasteigna
sinna.
19.07.2014 ➜ 25.07.2014
hjólhýsi hafa
verið nýskráð
hérlendis það
sem af er júlí. Heildarsalan á
árinu er 153 hjólhýsi.
AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS– AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is,
Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is
FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Bryndís Hauksdóttir bryndis@365.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@365.is, Kolbeinn Kolbeinsson kkolbeins@365.is,
FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Sólveig Gísladóttir solveig@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is,
Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is
25
500
20.000
konur,
fi mm-
tugar eða eldri, eru nú
langtímaatvinnulausar.
Um 400 karlar á sama
aldri eru langtíma-
atvinnulausir.
287.000
krónur þarf að meðal-
tali að borga fyrir
ökunám og bílpróf. Á
sama verðlagi kostaði
námið 225 þúsund
krónur fyrir tíu árum.
65,3%
höfuðborgarbúa
á aldrinum 18 til
49 ára lesa Frétta-
blaðið eða nær þrefalt fl eiri en þau
22,7 prósent sem lesa Morgunblaðið.
ÞJÓÐARÖRYGGI Nokkuð hefur verið
um það að Íslendingar hafi hringt
í íslenska sendiráðið í Noregi
undan farna daga til þess að spyrja
hvort óhætt sé að ferðast þangað
til lands.
Yfirvöld í Noregi skýrðu frá
því á fimmtudag að hætta væri á
hryðjuverkum á næstu dögum þar.
„Það er afskaplega mikilvægt
að fólk sem ætlar að koma hérna
sé meðvitað um þetta og kynni sér
það sem norsk stjórnvöld hafa sagt.
Við verðum hins vegar að láta fólk-
inu það eftir að draga ályktanir líkt
og við gerum sjálf,“ segir Gunnar
Pálsson sendiherra.
Hann bætir því við að ekki sé á
þessari stundu talin nein ástæða til
að gefa út viðvaranir til Íslendinga
sem ætla að ferðast til Noregs.
Gunnar var sjálfur að koma frá
Íran á fimmtudagsmorgun, um
það leyti sem norsk stjórnvöld
upplýstu um hryðjuverkaógnina
í fjöl miðlum. Hann segist ekki
hafa orðið var við neitt óeðlilegt á
Gardermoen- flugvelli.
Gunnar segir mjög skiljanlegt
að Norðmenn bregðist ákveðið
við hryðjuverkaógn, því einungis
þrjú ár séu liðin frá því að Breivik
framdi ódæðin í Ósló og Útey. Norð-
menn séu enn í sárum eftir það. „Þá
voru stjórnvöld gagnrýnd fyrir að
hafa ekki séð fyrir eða brugðist
nógu skjótt við. Ég held að þeir vilji
ekki þurfa að sæta slíkum ákúrum
aftur og ætla þess vegna að vera
fyrri á ferðinni og gera almenn-
ingi grein fyrir þeim vísbend-
ingum sem þau hafa fengið,“ segir
Gunnar.
Gunnar segir að hafa verði í huga
að margir Óslóarbúa séu núna í
sumarleyfi utan Óslóar. Margir
þeirra séu í sumarhúsum sínum.
Göturnar séu því frekar tómlegar.
„En því er ekki að leyna að fólk
hérna er óttaslegið og vill hafa
allan vara á,“ segir hann. Lífið
gangi samt sem áður sinn vana-
gang þótt fólk ætli sér að fara var-
lega næstu daga.
Gunnar segir að ýmsir velti
vöngum yfir því hvort hugsan-
legir hryðjuverkahópar kunni að
láta til skarar skríða á mánudag-
inn þegar föstuhátíð múslima,
Ramadan, lýkur.
Þá bendir Gunnar á að viðvar-
anir stjórnvalda komi ekki alveg
á óvart.
„Öryggisþjónustan hér og
varnarmálaráðuneytið hafa litið
svo á, allavega undanfarin tvö
ár, að hættan af völdum öfga-
sinnaðra samtaka múslima væri
skæðasta ógnin,“ segir Gunnar.
Þeir hljóti að hafa eitthvað fyrir
sér í því þótt rétt sé að taka fram
að ekki séu allir múslimar öfga-
sinnaðir.
jonhakon@frettabladid.is
Íslendingar hugsi
yfir hryðjuverkaógn
Íslendingar hafa hringt í sendiráðið í Ósló til að spyrja hvort óhætt sé að ferðast
þangað. Íslenski sendiherrann hvetur fólk til þess að kynna sér upplýsingar frá
norskum stjórnvöldum áður en það fer. Ekki sé ástæða til að vara við ferðum.
GÆTA ÖRYGGIS Vopnaðir lögreglumenn fyrir utan Gardermoen-flugvöll skammt frá
Ósló. Óttast er að hryðjuverk verði framin í Noregi á næstunni. NORDICPHOTOS/AFP
En því er
ekki að leyna
að fólk hérna
er óttaslegið
og vill hafa
allan vara á.
Gunnar Pálsson
sendiherra
NÁTTÚRA Samkvæmt frumniður-
stöðum rannsókna er fátt sem
bendir til þess að álíka hrun
verði úr brúnum Dyngjufalla og
varð síðastliðinn mánudag.
Þó þykir ástæða til að hafa var-
ann á og verður umferð við Öskju
áfram takmörkuð næstu daga.
Í nágrenni við berghlaupið er
mikil hætta á skriðuföllum og
mun verða að minnsta kosti í ár.
Því er fólk hvatt til að virða þær
lokanir og merkingar sem eru við
Öskju. - ih
Brýnt að virða merkingar:
Ferðir við Öskju
enn hættulegar
VIÐ ÖSKJUVATN Umferð við Öskju
verður takmörkuð áfram.
MYND/JARA FATIMA BRYNJÓLFSDÓTTIR
LÖGREGLUMÁL Tveimur flugu-
veiðistöngum af dýru merki
var stolið af bíl veiðimanns um
hábjartan dag við Elliðaárnar á
fimmtudag.
Á Facebook-síðu um Elliða-
árnar segir Viktor Guðmundsson
veiðivörður frá því að tveimur
Sage-stöngum hafi verið stolið af
bíl við félagsheimili Rafveit unnar
í Elliðaárdal. „Elliðaárnefnd vill
árétta það við veiðimenn að taka
með sér aukastangir eða læsa
þær inni í bíl,“ segir Viktor. „Ég
varð fyrir þessu í hittiðfyrra og
það var þar sem fullt af fólki var
að fylgjast með veiðum við gömlu
Elliðaárbrúna,“ bætir veiðimaður
við í athugasemd. - gar
Ósáttur fluguveiðimaður:
Stöngum stolið
við Elliðaárnar
ELLIÐAÁR Veiðimenn eru uggandi um
búnað sinn. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
HEILBRIGÐISMÁL Landlæknis-
embættið segir óvenjumarga hafa
greinst með niðurgang af völdum
kampýlóbakters undanfarið.
Því hvetur landlæknir fólk til
að gæta fyllsta hreinlætis við
matreiðslu og neyta einungis
ómengaðs vatns.
Sýkingarnar virðast ekki eiga
sameiginlega uppsprettu. Mat-
vælastofnun tilkynnti í gær að
kampýlóbakter-sýkingar í kjúk-
lingi hefðu verið álíka margar og
undanfarin ár. - ih/skó
Hvetja til að gæta hreinlætis:
Óvenjumargir
með niðurgang
BJÖRGUN Rúta með fimmtán
farþega sat föst í Steinsholtsá á
Þórsmerkurleið í gærmorgun.
Drepist hafði á vélinni og var
vatn farið að flæða inn og áin
gróf hratt undan rútunni.
Björgunarsveitir frá Hellu,
Hvolsvelli og Landeyjum voru
kallaðar út auk þyrlu Land-
helgisgæslunnar. Landverðir í
Básum voru fyrstir á vettvang
á dráttarvél og tókst þeim að ná
fólkinu úr rútunni og rútunni úr
ánni rétt í þann mund er björg-
unarsveitir komu á staðinn,
um hálfri klukkustund eftir að
beiðni um aðstoð barst. Engin
slys urðu á fólki. - jhh
Rúta sat föst í Steinsholtsá:
Fimmtán ferða-
löngum bjargað
Ingibjörg Karlsdóttir
veðurfréttamaður
Veðurspá
ÁGÆTIS HELGARVEÐUR. Það ætti að sjást til sólar um allt land hluta úr helginni
en víða verður skýjað með köflum. Einhverjir dropar falla á landinu í dag en á morgun
ætti að verða þurrt að mestu ef undan eru skildar síðdegisskúrir á Norðausturlandi.
11°
3
m/s
12°
2
m/s
13°
2
m/s
12°
2
m/s
Hæg
breyti-
leg átt,
hvessir
SV-lands
um
kvöldið.
Strekkingur
með
S- og A-
ströndinni.
Gildistími korta er um hádegi
28°
32°
29°
25°
23°
27°
23°
26°
26°
25°
26°
32°
30°
33°
23°
28°
27°
26°
16°
1
m/s
16°
2
m/s
18°
2
m/s
14°
2
m/s
16°
2
m/s
13°
2
m/s
11°
2
m/s
14°
13°
12°
13°
15°
12°
18°
16°
16°
17°
Alicante
Aþena
Basel
Berlín
Billund
Frankfurt
Friedrichshafen
Gautaborg
Kaupmannahöfn
Las Palmas
London
Mallorca
New York
Orlando
Ósló
París
San Francisco
Stokkhólmur
MÁNUDAGUR
Á MORGUN
HEIMASKÝ
REYKJAVÍK AKUREYRI EGILSSTAÐIR HÚSAVÍK KEFLAVÍK SELFOSS AKRANES HAFNARFJÖRÐUR
HEIMASKÝ SEM
SAMTENGIR ALLAR
TÖLVUR HEIMILISINS !
SÉRSTAKT
TILBOÐSVERÐ
34.990
2TB
INNIFALINN
HARÐUR
DISKUR
Í VERÐI
Sameiginleg gögn heimilisins
geymd á einum öruggum stað svo
allir geti nálgast þau úr tölvunni,
spjaldtölvunni eða símanum.
ZYX-NSA320S
20 ár eru frá afrekinu í Vöðlavík þegar áhafnir tveggja
þyrlna björgunar-
sveita varnarliðs-
ins björguðu sex
skipverjum af
björgunar-
skipinu Goð-
anum sem
var strandað og
hálfsokkið.
75.000.000
króna fást úr sjóðum Knatt-
spyrnusambands Evrópu til
að greiða fyrir endurbætur á
fl óðlýsingu Laugardalsvallar.