Fréttablaðið - 26.07.2014, Side 18
26. júlí 2014 LAUGARDAGUR| HELGIN | 18
það líka sér til gildis að auðvelt er
að komast að honum eftir göngu-
stíg og jafnvel hægt að tylla sér á
bekk á leiðinni.
6. Klassískt rokk
Verslunin Tónspil að Hafnarbraut
22 í Neskaupstað er með eitt ríku-
legasta úrval klassísks rokks á
Íslandi. Þar eru yfir 5.000 titlar af
geisladiskum, auk vínyls.
7. Margt býr í steinunum
Steinasafn Sörens og Sigurborgar
á Eskifirði geymir margan dýr-
grip. Sigurborg sýnir gestum safn-
ið og ef fjöldinn er ekki of mikill
býður hún þeim að skoða heim-
ili sitt uppi á næstu hæð á Lamb-
eyrar vegi 5, síminn er 476 1177.
8. Nestisstopp
Skammt vestan við bæinn á
Reyðar firði er skjólsælt og vina-
legt svæði undir kjarri vöxnum
hlíðum Grænafells og þar er
góður staður fyrir nestisstopp.
Það er líka vinsælt til gönguferða.
Áratugum saman gróðursettu
reyðfirskir unglingar hver sitt
grenitré í Grænafellinu.
9. Skapandi þorpsbúar
Salthúsmarkaðurinn á Stöðvarfirði
sýnir og selur handverk og aðra
staðbundna framleiðslu eftir um
40 manns. Það er rúmlega fimmt-
ungur bæjarbúa. Úrvalið er því
fjölbreytt. Opið er alla daga frá
11 til 17. Stutt er svo að skreppa
í kaffi í gamla kaupfélagshúsinu
hinum megin við götuna.
Í heimahögum bláklukkunnar
Á Austurlandi eru átta bæir og þorp sem urðu til vegna sjósóknar íbúanna og Egilsstaðir og Fellabær, hvor sínum megin
við Lagarfljótið, eru miðstöðvar hins gróðursæla Fljótsdalshéraðs. Fjærst sjó er byggðin í Hrafnkelsdal sem nær allt
að 100 kílómetra inn til landsins. Náttúran er fjölbreytt á svæðinu og þar eru aðalheimkynni hreindýra og bláklukku.
Gunnþóra
Gunnarsdóttir
gun@frettabladid.is
Neytum og njótum
Léttir réttir úr hráefni í heimabyggð
Útivist og afþreying
Víða er vert að stansa, bæði meðfram ströndum og þjóðvegi 1
AUSTFIRÐIR
OG FLJÓTS-
DALSHÉRAÐ
9
11
1
5
2
3
4
12
6
7
8
11
2 5
7
FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
2. Skáldin snjöllu
Múlastofa í Kaupvangi á Vopnafirði
er tileinkuð lífi og list bræðranna
Jóns Múla og Jónasar Árnasona.
Í fónum, á skjáum, í glerkössum
og á veggjum er skemmtilegt efni
að hlýða og horfa á, skoða og lesa.
Opið er frá 10 til 22.
3. Selirnir á Héraðssandi
Selaskoðun á hestum er eitt af
því sem boðið er upp á í Húsey í
Hróars tungu. Þótt flestum hest-
um þyki selalykt vond eru Hús-
eyjarhestar orðnir vanir henni.
Ekki láta þeir heldur kjóann eða
skúminn koma sér úr jafnvægi er
þeir verja sinn garð.
4. Kjarval og Kristur
Kjarval ólst upp á Borgarfirði
eystra og hver sem þangað kemur
ætti að skoða kirkjuna því hún
skartar altaristöflu eftir meist-
arann. Þar er Kristur að blessa
mannfjölda í borgfirsku landslagi.
5. Flottur foss
Hengifoss í Fljótsdal er einn af
hæstu og tígulegustu fossum
landsins og í berginu umhverfis
hann eru fagurrauðar rendur milli
blágrýtislaga. Hengifoss hefur
SEYÐISFJÖRÐUR Aldagamall útgerðar- og kaupstaður og nú aðalhöfn farþegasiglinga til og frá landinu. Þar er einnig miðstöð myndlistar á Austurlandi, Bláa kirkjan og Kaffi Lára.
FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
10. Fjölskyldan Sigling á kajökum er sport sem fjölskyldan
getur skemmt sér við. Á Seyðisfirði er Hlynur Oddsson með
kajakleigu á Lóninu fyrir neðan Hótel Snæfell. Það fer eftir
aldri gesta hvort dólað er kringum eyju á Lóninu eða farið
út fyrir það og meðfram ströndinni. Hlynur er alltaf sjálfur með í för
og mest með sjö kajaka í einu.
Allir út að róa
11. Við smábátahöfnina
Sumarlína er kósí kaffihús og
veitingastaður á Fáskrúðsfirði
sem státar af útsýni út á fjörð og
inn í dal. Fyrir utan kaffi og kruð-
erí eru margs konar réttir á mat-
seðli, sá vinsælasti er sjávarréttur
borinn fram í baguette-brauði.
Opið er milli klukkan 11 og 22 en
grillinu er lokað klukkan 21.
12. Notar Vallanesbygg
Í Miðvangi 2 á Egilsstöðum og
rétt við þjóðveg 1 er veitinga-
húsið Salt með kaffi, kökur og
létta rétti. Þess má geta að líf-
rænt bygg frá Vallanesi er notað
í súpubrauð og bökur. Borð eru
bæði utan dyra og innan, meðal
annars í litlum glerskála.
Opið frá klukkan 10 til 22 nema á
sunnudögum frá klukkan 12 til 22.
10
1