Vegna viðhaldsvinnu geti verið truflanir á þjónustu Tímarit.is frá 18:00 og fram eftir kvöldi.

Fréttablaðið - 26.07.2014, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 26.07.2014, Blaðsíða 18
26. júlí 2014 LAUGARDAGUR| HELGIN | 18 það líka sér til gildis að auðvelt er að komast að honum eftir göngu- stíg og jafnvel hægt að tylla sér á bekk á leiðinni. 6. Klassískt rokk Verslunin Tónspil að Hafnarbraut 22 í Neskaupstað er með eitt ríku- legasta úrval klassísks rokks á Íslandi. Þar eru yfir 5.000 titlar af geisladiskum, auk vínyls. 7. Margt býr í steinunum Steinasafn Sörens og Sigurborgar á Eskifirði geymir margan dýr- grip. Sigurborg sýnir gestum safn- ið og ef fjöldinn er ekki of mikill býður hún þeim að skoða heim- ili sitt uppi á næstu hæð á Lamb- eyrar vegi 5, síminn er 476 1177. 8. Nestisstopp Skammt vestan við bæinn á Reyðar firði er skjólsælt og vina- legt svæði undir kjarri vöxnum hlíðum Grænafells og þar er góður staður fyrir nestisstopp. Það er líka vinsælt til gönguferða. Áratugum saman gróðursettu reyðfirskir unglingar hver sitt grenitré í Grænafellinu. 9. Skapandi þorpsbúar Salthúsmarkaðurinn á Stöðvarfirði sýnir og selur handverk og aðra staðbundna framleiðslu eftir um 40 manns. Það er rúmlega fimmt- ungur bæjarbúa. Úrvalið er því fjölbreytt. Opið er alla daga frá 11 til 17. Stutt er svo að skreppa í kaffi í gamla kaupfélagshúsinu hinum megin við götuna. Í heimahögum bláklukkunnar Á Austurlandi eru átta bæir og þorp sem urðu til vegna sjósóknar íbúanna og Egilsstaðir og Fellabær, hvor sínum megin við Lagarfljótið, eru miðstöðvar hins gróðursæla Fljótsdalshéraðs. Fjærst sjó er byggðin í Hrafnkelsdal sem nær allt að 100 kílómetra inn til landsins. Náttúran er fjölbreytt á svæðinu og þar eru aðalheimkynni hreindýra og bláklukku. Gunnþóra Gunnarsdóttir gun@frettabladid.is Neytum og njótum Léttir réttir úr hráefni í heimabyggð Útivist og afþreying Víða er vert að stansa, bæði meðfram ströndum og þjóðvegi 1 AUSTFIRÐIR OG FLJÓTS- DALSHÉRAÐ 9 11 1 5 2 3 4 12 6 7 8 11 2 5 7 FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON 2. Skáldin snjöllu Múlastofa í Kaupvangi á Vopnafirði er tileinkuð lífi og list bræðranna Jóns Múla og Jónasar Árnasona. Í fónum, á skjáum, í glerkössum og á veggjum er skemmtilegt efni að hlýða og horfa á, skoða og lesa. Opið er frá 10 til 22. 3. Selirnir á Héraðssandi Selaskoðun á hestum er eitt af því sem boðið er upp á í Húsey í Hróars tungu. Þótt flestum hest- um þyki selalykt vond eru Hús- eyjarhestar orðnir vanir henni. Ekki láta þeir heldur kjóann eða skúminn koma sér úr jafnvægi er þeir verja sinn garð. 4. Kjarval og Kristur Kjarval ólst upp á Borgarfirði eystra og hver sem þangað kemur ætti að skoða kirkjuna því hún skartar altaristöflu eftir meist- arann. Þar er Kristur að blessa mannfjölda í borgfirsku landslagi. 5. Flottur foss Hengifoss í Fljótsdal er einn af hæstu og tígulegustu fossum landsins og í berginu umhverfis hann eru fagurrauðar rendur milli blágrýtislaga. Hengifoss hefur SEYÐISFJÖRÐUR Aldagamall útgerðar- og kaupstaður og nú aðalhöfn farþegasiglinga til og frá landinu. Þar er einnig miðstöð myndlistar á Austurlandi, Bláa kirkjan og Kaffi Lára. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN 10. Fjölskyldan Sigling á kajökum er sport sem fjölskyldan getur skemmt sér við. Á Seyðisfirði er Hlynur Oddsson með kajakleigu á Lóninu fyrir neðan Hótel Snæfell. Það fer eftir aldri gesta hvort dólað er kringum eyju á Lóninu eða farið út fyrir það og meðfram ströndinni. Hlynur er alltaf sjálfur með í för og mest með sjö kajaka í einu. Allir út að róa 11. Við smábátahöfnina Sumarlína er kósí kaffihús og veitingastaður á Fáskrúðsfirði sem státar af útsýni út á fjörð og inn í dal. Fyrir utan kaffi og kruð- erí eru margs konar réttir á mat- seðli, sá vinsælasti er sjávarréttur borinn fram í baguette-brauði. Opið er milli klukkan 11 og 22 en grillinu er lokað klukkan 21. 12. Notar Vallanesbygg Í Miðvangi 2 á Egilsstöðum og rétt við þjóðveg 1 er veitinga- húsið Salt með kaffi, kökur og létta rétti. Þess má geta að líf- rænt bygg frá Vallanesi er notað í súpubrauð og bökur. Borð eru bæði utan dyra og innan, meðal annars í litlum glerskála. Opið frá klukkan 10 til 22 nema á sunnudögum frá klukkan 12 til 22. 10 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.