Fréttablaðið - 14.08.2014, Blaðsíða 39

Fréttablaðið - 14.08.2014, Blaðsíða 39
KYNNING − AUGLÝSING Skólablaðið14. ÁGÚST 2014 FIMMTUDAGUR 9 Helstu kostir Netökuskólans • Netökuskólinn er opinn allan sólarhringinn. • Nemandi getur lært heima hjá sér og á þeim hraða sem honum hentar. • Nemandi getur farið yfir námsefnið eins oft og hann vill. • Vefurinn virkar í öllum tölvum og spjaldtölvum. • Netökuskólinn er einnig með námskeiðin á ensku. • Ökukennarinn fær að vita með sjálfvirkum hætti hvernig nemandanum gengur. • Netökuskólinn býður upp á aukaefni sem undirbýr nem- anda fyrir munn- og bóklega prófið hjá Frumherja. Þrátt fyrir ungan aldur er Netökuskólinn einn stærsti ökuskólinn á landinu. Net- ökuskólinn kennir bókleg nám- skeið fyrir bílpróf og bifhjól í fjar- námi. Námskeiðin eru samþykkt af Samgöngustofu og koma í stað námskeiða sem hingað til hafa verið kennd í kennslustofum. Hvað má læra í Netökuskólanum? „Í stuttu máli þurfa allir þeir sem ætla sér að verða sér úti um al- menn ökuréttindi að taka tvö bók- leg námskeið, ökuskóla 1, ökuskóla 2, Netökuskólinn býður upp á þessi tvö námskeið. Að auki þarf að taka námskeið í ökugerði sem er oft kallað ökuskóli 3.“ útskýrir Gunn- steinn. „Einnig þarf nemandinn að taka að lágmarki 15 ökutíma í bíl hjá verklegum ökukennara. Þegar bóklegu og verklegu námi er lokið þarf að stand ast bók- og verklegt lokapróf hjá Frumherja, ef nem- andinn stenst þau er hann kom- inn með bílprófið.“ Hvernig gengur námið fyrir sig? „Nemandinn skráir sig á nám- skeið á vef Netökuskólans: www. netokuskolinn.is og getur hafið námið strax eftir skráningu,“ segir Jóhann. „Námskeiðin eru byggð upp á lotum þar sem ákveðin viðfangs- efni eru tekin fyrir í hverri lotu. Reglubundið eru lögð verkefni fyrir nemendur, spurningar, leik- ir, myndbönd og annað ítarefni, til að skerpa á þekkingu nemand- ans. Í lok hverrar lotu er krossa- próf úr efni lotunnar og námskeið- inu lýkur loks með lokaprófi, sem einnig er tekið á vefnum.“ „Fjarnám getur verið mjög hentugt fyrir nemendur sem stunda til dæmis íþróttir eða eru tímabundnir. Úti á landi þurfa nemendur jafnvel að fara lands- hluta á milli til að stunda öku- nám og einnig geta námskeið úti á landi verið stopul. Í Netökuskól- anum skráir þú þig bara á nám- skeið þegar þér hentar, hvar sem þú ert staddur.“ „Við leituðum víða að kennslu- kerfi sem hentaði þessari starf- semi en fundum ekkert sem hafði þann sveigjanleika sem við vild- um og við bjuggum því til okkar eigið kennslukerfi. Kerfið bygg- ist því á íslensku hugviti og er sér- hannað fyrir fjarkennslu ökunáms og þarfir þess náms. Það er gaman að segja frá því að kerfið hefur engu að síður vakið athygli fyrir framsetningu námsefnisins og þá möguleika sem það býður upp á og við höfum fundið fyrir áhuga á að nota það víðar í fjarnámskennslu,“ segir Jóhann. „Netökuskólinn leggur einnig mikið upp úr góðri samvinnu við aðra ökukennara. Til að námið samþættist sem best við verklegu kennsluna fær ökukennarinn sem kennir verklegu kennsluna á bíln- um að vita með sjálfvirkum hætti hvernig nemandanum gengur og getur þá einnig farið yfir þau at- riði sem skerpa þarf á.“ Ökunám á sínum eigin hraða Ökunám er hægt að stunda í fjarnámi á netinu í Netökuskólanum. Bræðurnir Gunnsteinn R. Sigfússon ökukennari og Jóhann Þór Sigfússon tölvunarfræðingur standa á bak við skólann og segja mikinn kost að geta stundað námið á eigin hraða þegar hentar. Bræðurnir Jóhann Þór og Gunnsteinn Sigfússynir standa á bak við Netökuskólann. Þeir segja mikinn kost að geta stundað námið á eigin hraða, þegar nemandanum hentar. MYND/DANÍEL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.