Fréttablaðið - 14.08.2014, Blaðsíða 50
14. ágúst 2014 FIMMTUDAGUR| MENNING | 30
„Ég held ég hafi átt von á því að
lesa svolítið alvarlegar sögur um
grimmileg örlög og tilvistarvanda-
mál mannsins en það sem kom mér
á óvart var hvað þær eru ástríðu-
fullar. Þarna eru konur í framhjá-
haldi hægri vinstri. Munro sýnir
hvað allt er hverfult – hvernig
ástin og girndin getur umturnað
lífi fólks á einu andartaki. Örlög-
in eru svo margvísleg sem mann-
eskjurnar mæta í sögunum hennar
að manni finnst maður hafa lesið
heila bók þegar maður er búinn
með þær lengstu.“ Þetta segir Silja
Aðalsteinsdóttir þegar hún er spurð
hvað henni þyki einkenna smá-
sögur Alice Munro en Silja hefur
nýlokið við að þýða nýjustu bók
Munro, Dear Life, sem á íslensku
heitir Lífið að leysa.
Bókin kom út á frummálinu 2012
en Silja kveðst ekki hafa verið byrj-
uð á þýðingunni þegar Munro hlaut
Nóbelinn 10. október 2013, fyrst
Kanadamanna. „Ég var samt svo
bráðheppin að ég var búin að lesa
þessa bók. Ég hafði satt að segja
ekki lesið Munro áður en Ólafur
Jóhann Ólafsson sendi mér Dear
Life þegar hún var alveg nýútkom-
in, meira að segja áritaða af frúnni
sjálfri. Ég las hana og fannst hún
gasalega skemmtileg. Ég hætti að
vinna hjá Forlaginu um síðustu
áramót og þegar ég fékk það sem
skilnaðargjöf að fá að þýða hana
varð ég yfir mig ánægð.“
Hún kveðst þó hafa vitað af
Munro áður vegna áhuga fólks á
að þýða hana fyrir Forlagið. „Svar
Forlagsins var alltaf að það væri
ekki nógu mikil sala í smásagna-
söfnum, allra síst þýddum, því
framleiðslukostnaður á þýddri bók
er mun hærri en á frumsaminni
bók vegna þýðingarlauna sem þarf
að greiða við skil,“ útskýrir hún.
Silja segir þýðinguna hafa verið
snúna þótt textinn sé á alþýðlegu
máli. „Munro tálgar sögurnar svo
mikið að stundum var ég í vand-
ræðum með að vita hvað hún átti
við. Auðvitað get ég ekki lofað því
að ég hafi alltaf skilið hana rétt en
ég hafði kanadíska konu á hliðar-
línunni, hana Kenevu Kunz, sem er
snillingur í íslensku líka. Hún býr
hér en er fædd og uppalin í Kan-
ada og þó að hún sé miklu yngri en
Munro gat hún hjálpað mér með
margt í sambandi við kanadískar
aðstæður sem ég sá ekki fyrir mér.
Svo er Munro lifandi og starfandi
núna þannig að það er ekki búið að
gefa út bækur um hana með glós-
um. Þegar maður þýðir 19. aldar
skáldsögur, eins og ég hef gert
áður, þá eru til fjölmargar útgáfur
af hverri bók og með skýringum,
meira að segja sérstakar skýr-
ingarbækur en þeim er ekki til að
dreifa með svona nýjan höfund.“
Alice Munro hefur látið hafa
eftir sér að hún sé hætt að skrifa.
Nú ætli hún bara að vera venjuleg
manneskja og ekki með hugann
sífellt í öðrum heimum. „Hún er
auðvitað orðin áttatíu og þriggja
ára gömul en ef marka má ný við-
töl við hana þá er hún alveg skín-
andi klár í kollinum og aldrei að
vita nema hún endurskoði þessa
ákvörðun,“ segir Silja sem þegar
hefur lesið níu bækur eftir Munro
og búin að taka upp þá tíundu.
„Munro hefur gefið út fjórtán smá-
sagnasöfn og ég ætla náttúrlega
ekki að hætta fyrr en ég er búin
að lesa þau öll,“ segir hún. Spurn-
ingunni um hvort hún ætli að halda
áfram að þýða hana svarar hún:
„Það er allt undir því komið hvort
þessi bók gengur vel. Það verður að
láta á það reyna.“
gun@frettabladid.is
Ástríðan í sögunum kom á óvart
Silja Aðalsteinsdóttir bókmenntafræðingur þýddi smásagnasafnið Lífi ð að leysa eft ir kanadíska Nóbelsverðlaunahöfundinn Alice Munro
sem er nýkomið út hjá Forlaginu. Hún segir það hafa verið krefj andi verkefni enda sögurnar í knöppu formi en samt margslungnar.
TÓNLIST ★★★
Lokatónleikar Tónlistarhá-
tíðar unga fólksins í Salnum,
Kópavogi sunnudaginn 10. ágúst.
FLYTJENDUR: KAMMERSVEIT
LEIÐBEINENDA Á NÁMSKEIÐUM
HÁTÍÐARINNAR.
Mozart getur verið bæði skemmti-
legur og leiðinlegur. Það fer eftir
því hvernig hann er spilaður.
Hann þarf að vera svo fágaður.
Ef fágunina vantar verður tón-
listin býsna ómerkileg áheyrnar.
Þetta var vandamálið við kvartett
fyrir píanó, fiðlu, víólu og selló í
g-moll KV 478 sem fluttur var í
Salnum í Kópavogi á morguntón-
leikum á sunnudaginn var. Þau
Peter Maté á píanó, Auður Haf-
steinsdóttir á fiðlu, Svava Bern-
harðsdóttir á víólu og Pia Eva
Greiner-Davis á selló léku. Allar
nótur voru á sínum stað og sam-
spilið var nákvæmt. En það var
ekki nóg. Laglínurnar voru ekki
mótaðar af nægilegri smekkvísi.
Það vantaði fegurðina, þær virk-
uðu oft hranalegar. Fyrir bragðið
var heildarútkoman óttalega hrá,
himneskur innblástur tónskálds-
ins komst ekki til skila.
Tónleikarnir voru endapunkt-
urinn á Tónlistarhátíð unga fólks-
ins, þar sem leiðbeinendur á nám-
skeiðum hátíðarinnar komu fram.
Mozart var langsístur, en túlkun
Tinnu Þorsteinsdóttur píanóleik-
ara á Bacchanale eftir John Cage
vakti líka spurningar. Hún lék þar
á svokallað undirbúið píanó. Það
þýðir að ýmsu drasli hafði verið
komið fyrir á píanóstrengjunum
til að breyta hljómnum. Tinna
spilaði vissulega af nákvæmni.
Verkið hefði þó mátt vera takt-
fastara þegar við átti, en draum-
kenndara inn á milli. Eins og var
virkaði tónlistin nokkuð kæruleys-
isleg. Hún hefði þurft meiri dulúð
til að hljóma almennilega.
Annað á efnisskránni var hins
vegar gott. Lux II eftir Huga Guð-
mundsson var unaður áheyrnar.
Hallfríður Ólafsdóttir lék á þver-
flautu, en undirleikurinn var raf-
hljóð. Tónlistin var dáleiðandi, full
af skáldskap og framvindan var
mögnuð og spennandi. Hallfríður
spilaði af sannfærandi einlægni
og tæknilegum yfirburðum.
Svipaða sögu er að segja um
stórskemmtilegan gjörning Hildi-
gunnar Rúnarsdóttur. Hann bar
yfirskriftina „Hvað, átti ég ekki
að spila þetta? – hljómsveitars-
lagur fyrir tvær flautur og píanó.“
Hallfríður og Peter Maté, ásamt
Sigríði Hjördísi Indriðadótt-
ur flautuleikara, fluttu tónlist-
ina. Hún samanstóð af þekktum
flautusólóum sem flautuleikarar
eru almennt frekar hræddir við.
Þarna var eins og flautuleikararn-
ir væru að berjast um yfirráðin og
ómögulegt að segja hver vann! En
heildaryfirbragðið var frábært.
Lofsöngur um eilífð Jesú, úr
Kvartett um endalok tímans eftir
Messiaen kom líka prýðilega út.
Hann var þó leikinn ansi óvana-
lega, fyrir uppmagnað selló af
Gyðu Valtýsdóttur og rafgítar af
Shazad Ismaily. Vaninn er að spil-
að sé á píanó, ekki rafgítar. Þrátt
fyrir þessa nútímalegu meðhöndl-
un var útkoman falleg, full af
hástemmdri tilfinningu, akkúrat
eins og tónlistin átti að hljóma.
Loks ber að nefna tvo slagara,
annar var Tango Jalousie eftir
Jakob Gade, sem Guðrún Á. Sím-
onardóttir söng á sínum tíma
undir nafninu Banvæn ást. Hinn
var Por Una Cabeza eftir Gar-
del, en sá tangó fékk sínar fimm-
tán mínútur af frægð þegar Arn-
old Schwarzen egger dansaði við
hann í kvikmyndinni True Lies.
Þau Auður og Peter léku af kost-
gæfni, og í síðara verkinu bættist
bráðefnilegur nemandi við í hóp-
inn, Jóhann Örn Thorarensen. Það
var skemmtilegur endir á tónleik-
unum.
Jónas Sen
NIÐURSTAÐA: Fremur misjöfn
dagskrá, sumt var frábært, annað var
beinlínis leiðinlegt.
Slappur Mozart, óslappur tangó
Grafíska skáldsagan Skugginn af
sjálfum mér eftir Bjarna Hinriks-
son er meðal efnis á sýningu sem
opnuð verður á morgun í aðalsafni
Borgarbókasafns við Tryggva-
götu. Þar segir af tilvistarhremm-
ingum myndasöguhöfundarins
Kolbeins Hálfdánssonar og sög-
unni er raðað þar upp sem einu
verki á vegg.
Sagan af herra Krafft og herra
Terrmitik er vegamyndasaga í
geimnum. Hún hefst sem leitin
að lélegasta fimmaurabrandara
Vetrarbrautarinnar og endar – tja,
aldrei? Þetta eru dæmi af verkum
Bjarna frá síðustu tveimur árum.
Bjarni lærði myndasögugerð í
Frakklandi og eftir að námi lauk
hefur hann unnið sem fréttagraf-
íker hjá RÚV og kennt við Mynd-
listaskólann í Reykjavík auk þess
að sinna myndasögugerð. Hann er
einn af stofnendum Gisp!-hóps-
ins sem gefið hefur út samnefnt
myndasögublað síðan 1990. - gun
Myndasögur Bjarna
á sýningu bókasafns
Á sýningunni Skuggar, sem opnuð verður á morgun í
aðalsafni Borgarbókasafnsins, eru myndasögur eft ir
Bjarna Hinriksson frá síðustu tveimur árum.
ÞÝÐANDINN „Munro hefur gefið
út fjórtán smásagnasöfn og ég ætla
náttúrlega ekki að hætta fyrr en ég er
búin að lesa þau öll,“ segir Silja.
FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR
EIN MYNDANNA Á SÝNINGUNNI Úr sögunni af blúsuðu síðpönksveitinni Síðasta
geispanum.
HLUTI FLYTJENDA Auður Hafsteinsdóttir, Peter Maté, Svava Bernharðsdóttir og Pia
Eva Greiner. MYND/ARNÞÓR
Ég var samt svo
bráðheppin að ég var
búin að lesa þessa bók.
Verkamannabústaðirnir við
Hringbraut eru í aðalhlutverki
í kvöldgöngu Borgarsögusafns
Reykjavíkur í kvöld klukkan 20.
Saga bústaðanna verður rakin
í göngunni og litið þangað í heim-
sókn þar sem Kristín Róbertsdótt-
ir tekur á móti hópnum fyrir hönd
Húsfélags alþýðu. Lagt er upp í
gönguna frá Grófarhúsi, Tryggva-
götu 15, og er gert ráð fyrir að hún
taki um 90 mínútur.
Leiðsögumenn eru Drífa Krist-
ín Þrastardóttir, Helga Maureen
Gylfadóttir og Kristín Róberts-
dóttir.
Aðgangur er ókeypis og allir vel-
komnir. - gun
Heimsókn í Vesturbæ
VIÐ HRINGBRAUT Verkamanna-
bústaðirnir voru byggðir á 4. áratug
síðustu aldar. MYND/SIGURHANS E VIGNIR
MENNING