Fréttablaðið - 14.08.2014, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 14.08.2014, Blaðsíða 32
KYNNING − AUGLÝSINGSkólablaðið FIMMTUDAGUR 14. ÁGÚST 20142 „Þetta er tilraunaverkefni sem er þó búið að slíta barnsskónum og hefur gefist afar vel. Við erum því að hefja þriðja veturinn,“ segir skólastjórinn Helgi Arnarson. Upp- haflega kom bekkurinn til vegna húsnæðisskorts í leikskólanum. „Þá var pláss í skólanum og í stað þess að byggja nýjan leikskóla var ákveðið að fara þessa leið. Nú er hins vegar pláss í leikskólanum en við ætlum að halda þessu áfram og erum mjög áhugasöm um að þróa starfið enn frekar.“ Í upphafi var ráðinn deildar- stjóri til að hafa umsjón með starf- seminni. „Hún heitir Regína Rósa Harðardóttir og er bæði grunn- og leikskólakennari. Það er mik- ill kostur og er það ekki síst henni að þakka hvað þetta hefur gengið vel. Við vinnum bæði eftir náms- skrá leikskólans og yngstu barna grunnskólans og reynum þannig að draga sem mest úr skólaskilun- um,“ útskýrir Helgi. Foreldrar hafa val um hvort þeir setja börn sín í fimm ára bekk eða láta þau byrja ári síðar eins og venja er. „Þeir eru eðlilega tvístígandi og mörgum finnst erfitt að taka börn- in úr litlum leikskóla og setja þau í svona stóran skóla. Þeir sem hafa slegið til hafa þó undantekninga- laust verið ánægðir,“ segir Helgi. Hann segist frekar hafa átt von á því að fá börn sem hefðu þörf fyrir krefjandi verkefni. „Það er þó allur gangur á því og við mætum börn- unum þar sem þau eru stödd. Jafn- framt höfum við verið með börn af erlendu bergi brotin svo þetta hafa verið fjölbreyttir hópar sem er mik- ill kostur.“ Nýverið var samþykkt í Fræðslu- ráði Hafnarfjarðar að laga starf- ið meira að starfi grunnskólans og að fimm ára bekkur fylgi skóla- dagatali hans. Nafninu var sömu- leiðis breytt úr fimm ára deild í fimm ára bekk. Nú fara börn- in eftir stundaskrá líkt og sex ára börnin en í henni er að finna bæði bók-, verk- og listgreinar. „Eftir sem áður leggjum við mjög ríka áherslu á leikinn og fléttum hann inn í kennsluna, en það er sú þróun sem hefur orðið í kennslu yngri barna í grunnskólum almennt. Við höfum því lært heilmikið af leikskólanum svo þetta er í báðar áttir.“ Helgi segir töluverða gerjun í þessum efnum. „Eins og f lest- ir vita hafa Ísaksskóli og Landa- kotsskóli boðið upp á fimm ára bekk í áraraðir. Síðustu ár hefur þó bæst í hópinn og býður Flata- skóli í Garðabæ líka upp á fimm ára bekk og er jafnframt að byrja með fjögurra ára deild í haust. Þá er Krikaskóli í Mosfellsbæ með grunnskóla fyrir tveggja til níu ára. Umræðan er að opnast en hingað til hefur þetta verið svo- lítið klippt og skorið og talan sex til sextán nánast heilög.“ Helgi á von á því að sjá fjölbreyttari skólagerðir á næstu árum. „Sjálf- um finnst mér skólagerð sem væri byggð upp á aldurshópun- um fimm til tólf ára og svo þrett- án til átján ára áhugaverð.“ Við vinnum bæði eftir námsskrá leikskólans og yngstu barna grunnskólans og reynum þannig að draga sem mest úr skólaskilunum. Fleiri börn byrja fyrr í skóla Í Hvaleyrarskóla í Hafnarfirði hefur síðastliðin tvö ár verið boðið upp á fimm ára bekk. Um tólf nemendur luku honum fyrsta árið og álíka fjöldi í fyrra. Svipaður fjöldi fimm ára barna hefur nú þegar hafið nám. Fyrirkomulagið hefur gefist afar vel. Fimm ára bekkur í Hvaleyrarskóla hefur þegar verið settur. Hér eru nokkur barnanna ásamt starfsmönnum. Skólastjórinn Helgi Arnarson og deildarstjórinn Regína Rósa Harðardóttir eru fyrir miðju. MYND/GVA Lestrarkassinn er nýjung sem Skólavefurinn kynnti til leiks í vor og hefur fengið mjög góðar viðtökur að sögn Jök- uls Sigurðssonar, framkvæmda- stjóra Skólavefsins. Hann segir fyrirtækið binda miklar vonir við verkefnið sem gengur út á að efla lesskilning barna þannig að þau nái betri tökum á þeirri list að lesa sér til bæði gagns og gamans. „Lestrarkennsla og lestrarþjálf- un hefur lengi verið með nokkuð hefðbundnu sniði en ekki hefur verið lögð mikil áhersla á mark- vissa lestrarþjálfun í eldri bekkj- ardeildum. Lestur verður fyrir sí- fellt aukinni samkeppni og því er afar mikilvægt að taka lesturinn föstum tökum enda skiptir hann miklu máli í nútímasamfélagi. Það er með lesturinn eins og nær allt annað, maður þarf að þjálfa sig svo árangur náist.“ Jökull segir lestrarkassann ein- blína á að þjálfa lestur og lesskiln- ing. Boðið er upp á stigskipta les- texta úr ýmsum áttum og verkefni fylgja með sem ætluð eru til að efla skilninginn. „Í þessum fyrsta lestrarkassa eru fimmtíu textar en flokkun textanna miðast fyrst og fremst við lengd, orðaforða og misþung verkefni. Álfhólsskóli í Kópavogi var fyrsti skólinn til að nýta þetta verkefni og var það gert á miðstiginu. Efnið er hægt að fá á pappír en líka rafrænt fyrir spjald- tölvur og snjallsíma. Lestrarkass- inn er síðan partur af bekkjarkerf- inu þannig að kennarinn nær allt- af að fylgjast með framvindu mála hjá nemendum sínum.“ Stærðfræðin útskýrð Í haust mun Skólavefurinn bjóða skólum, foreldrum og nemend- um upp á Stærðfræðikennarann. Um er að ræða einfaldan vef þar sem öll helstu atriði stærðfræð- innar eru skýrð út á einfaldan og aðgengilegan máta með hjálp myndbanda. Fjalar Freyr Einars- son, raungreinakennari í Varmárs- kóla í Mosfellsbæ, samdi allt efnið sem hann hefur prófað á nemend- um sínum. „Stærðfræðikennarinn er hugsaður sem stuðningur við nemendur í stærðfræði þar sem öll helstu atriðin eru tekin fyrir. Efnið miðast að mestu við nem- endur 8.–10. bekkjar en þó er einn- ig farið niður í grunn atriði sem henta yngri nemendum.“ Stærð- fræðikennarinn er byggður á stutt- um myndböndum þar sem afmark- að viðfangsefni er útskýrt í hverju myndbandi. „Síðan fylgja í kjöl- farið fjögur til fimm myndbönd úr sama viðfangsefni sem eru hugsuð sem þjálfunardæmi. Allt í allt eru þetta um 500 myndbönd í ýmsum efnisflokkum. Stærstu efnisflokk- arnir eru almennu brotin og al- gebra auk samlagningar og frá- dráttar. Þannig eru þetta í raun öll grunnatriði stærðfræðinnar og við byggjum ofan á það sem reynist nemendum erfiðast. Efnið hef ég byggt á reynslu minni með nem- endum mínum undanfarin ár.“ Auk þess geta nemendur prentað út eða pantað dæmablöð og dæma- hefti sem innihalda fleiri dæmi og útreiknuð svör. „Núna erum við líka búin að setja inn kennsluskýringar á sam- ræmdu prófunum í stærðfræði. Þar geta nemendur prentað þau út og reiknað þar til þeir sigla í strand en þá leita þeir skýringa og lausna á vefnum. Kennsluskýringarnar ná til samræmdra prófa í 4., 7. og 10. bekk.“ Allar nánari upplýsingar um Lestrarkassann og Stærðfræði- kennarann má finna á www.skola- vefurinn.is. Gagnlegar og einfaldar lausnir Skólavefurinn býður upp á fjölbreytta þjónustu til skóla, nemenda og foreldra. Lestrarkassanum er ætlað að efla lesskilning barna og Stærðfræðikennarinn útskýrir ólíka þætti stærðfræðinnar á einföldu máli. Viðtökurnar hafa verið mjög góðar. Lestrarkassinn og Stærðfræðikennarinn eru frábær hjálpartæki fyrir börn og unglinga. MYND/GVA Jökull Sigurðsson, framkvæmdastjóri Skólavefsins, og Ingólfur B. Kristjánsson, ritstjóri Skólavefsins. MYND/GVA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.