Fréttablaðið - 14.08.2014, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 14.08.2014, Blaðsíða 54
14. ágúst 2014 FIMMTUDAGUR| MENNING | 34 H V ÍT A H Ú SI Ð / S ÍA HVAÐ? HVENÆR? HVAR? FIMMTUDAGUR 14. ÁGÚST 2014 Tónleikar 12.00 Gunnar Gunnarsson, einn virtasti organisti á Íslandi í dag, heldur tónleika á lokahelgi Alþjóðlegs Orgelsumars 2014 í Hallgrímskirkju. Miðaverð er 1.700 krónur. 19.00 Opnunardagur 25. Jazzhátíðar Reykjavíkur hefst. Tónlistaratriði kvölds- ins er Tríó bandaríska saxófónleikarans Chris Speed með Christohper Tordini á bassa og Matthíasi Hemstock á trommur. Dagpassi á hátíðina er á 3.900 krónur. 20.00 Kormákur Bragason ásamt hljóm- sveit túlka Svante Svendsen úr vísum Svantes eftir danska skáldið Benny Andersen í Norræna húsinu. 20.00 Kvöldið í menningarhúsinu Mengi verður tvískipt og hefst á sóló- trommutónleikum með Julian Sartorius frá Sviss. Eftir stutt hlé koma svo Shahzad Ismaily, Gyða Valtýsdóttir, Rea Dubach og Skúli Sverrisson. 20.00 Útgáfutónleikar Michaels Dean Odin Pollock og Sigga Sig verða haldnir á Hlemmur Square af tilefni útgáfu plötunnar 3rd. 20.00 Rappfönksveitin Mc Bjór og Bland kemur fram á Café Flóru í Grasa- garðinum. Einnig mun Jakobsson og föruneyti hans bregða fyrir. 20.00 Tónlistarhátíðin Gæran 2014 hefst á Sauðárkróki. Þeir tónlistarmenn sem koma fram í kvöld eru Hafdís Huld, Sister Sister, Bergmál, Hlynur Ben og Valkyrja. Hátíðarpassi er á 6.500 krónur. 21.00 Galaxy Night Out á skemmti- staðnum Húrra. DJ MUSICIAN, dj. flug- vél og geimskip, RATTOFER og Tumi Árnason. Aðgangseryrir er 1.000 krónur. 22.00 Magnús R. Einarsson heldur tón- leika á Ob-La-Dí-Ob-La-Da, Frakkastíg 8. Aðgangur er ókeypis. Sýningar 09.00 Á sýningunni Villt hreindýr á Íslandi í Flóanum í Hörpu er hægt að sjá og fræðast um hreindýr og líf þeirra. Hreindýrasýningin er fullkomin blanda menningar, náttúru og tækninýjunga og er mikil upplifun fyrir alla aldurshópa. 10.00 Expo-skálinn í Hörpu. 360 gráðu upplifun af íslenskri náttúru. Í skálanum er sýnd 15 mínútna íslensk kvikmynd framleidd af Sagafilm, þar sem íslenskri náttúru er varpað á fjórar hliðar og loft skálans og myndar þannig tening utan um gesti. Miðaverð er 1.500 krónur. 12.00 Ljósmyndasýning Christine Gísladóttur, Augnablik, opnuð í Café Flóru í Grasagarðinum. Christine sýnir kyrralífsljósmyndir prentaðar á textíl. Myndirnar eru hluti af lokaverkefni hennar úr Ljósmyndaskólanum þaðan sem hún útskrifaðist í febrúar. 17.00 Heima er best er alíslensk sirkus- skemmtun þar sem öll fjölskyldan nýtur þess að horfa á ótrúlega leikni listamanna Sirkuss Íslands. Sirkusinn er staddur með tjaldið Jöklu í Keflavík og er miðaverð 3.000 krónur. 20.00 Fatahönnuðurinn Anita Hirlekar opnar sýningu í Hvítspóa Art Gallerý, Akureyri. Á sýningunni sýnir Aníta masterslínu sína úr Central Saint Mart- ins í London. Sú lína var meðal annars valin til sýningar á London Fashion Week fyrir haust/vetur 2014. Uppákomur 17.00 Síðasti grillviðburður ársins í Startup Reykjavík að Laugavegi 120, 2. hæð (Hlemmur). Öll teymin tíu sem taka þátt í ár munu kynna hugmyndir sínar stuttlega fyrir gestum en að því loknu verður boðið upp á grillaða hamborgara, pylsur og meðlæti. 20.00 Verkamannabústaðirnir við Hringbraut eru í aðalhlutverki í kvöld- göngu Borgarsögusafns Reykjavíkur. Göngumenn líta einnig í heimsókn í verkamannabústaðina við Hringbraut þar sem Kristín Róbertsdóttir tekur á móti hópnum fyrir hönd Húsfélags alþýðu. Lagt er upp frá Grófarhúsi. Uppistand 21.30 Tilraunauppistand í Comedy Klúbbnum í kjallaranum á BAR 11 í boði Tuborg og Aktu Taktu. Til- raunauppistönd eru uppistönd þar sem nýir grínistar fá tækifæri til að prófa uppistand og þjálfast, auk þess sem reyndari grínistar koma fram, halda sér í þjálfun og prófa nýtt efni. Aðgangur er ókeypis. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@ frettabladid.is og einnig er hægt að skrá þá inn á visir.is. „Mér finnst þessi hátíð líta ótrúlega vel út og er geysilega ánægður með hana,“ segir Pétur Grétarsson, list- rænn stjórnandi Jazzhátíðar Reykja- víkur, en hátíðin hefst í kvöld. Alveg óvart hefur hátíðin tekið á sig takt- fasta mynd en nokkrir heimsþekkt- ir trommuleikarar koma fram á hátíðinni í ár. „Það eru þrír erlend- ir snillingar að koma hingað að spila, Kúbumeistarinn Pedrito Martinez, sem er einhver flott- asti konguleikari sem ég hef séð í mörg ár, og djassundrin Ari Hoenig og Jim Black sem eru báðir alveg frábærir trommuleikar- ar,“ segir Pétur. Auk þess koma nokkrir íslenskir trommusnillingar fram á hátíðinni. Ari Hoenig verður meðal annars með fyrir- lestur í Kaldalóni klukk- an 14.00 á laugardag en hann kemur fram með kvartetti Andrésar Thors á föstudagskvöldið. Jim Black spil- ar með sínu eigin tríói á föstudags- kvöld og með hljómsveitinni Pach- ora á laugardagskvöld. Jazzhátíð Reykjavíkur er haldin í 25. sinn í ár og fer fram í Hörpu. Hún býður upp á tónleika með alþjóð- legu úrvalsliði djasslista- manna auk þess að leggja ríka áherslu á tónleika með því besta sem völ er á úr íslensku tónlistarlíf. Oftar og oftar fer þetta saman þar sem íslenskt djasstónlistarfólk starfar úti um allan heim. „Staða djassins hér á landi er mjög sterk í alþjóðlegu sam- hengi, við erum rík af flottu tónlist- arfólki og ég lofa flottri hátíð.“ - glp Taktfastir trommutöfrar í Hörpu Jazzhátíð Reykjavíkur fer fram í 25. sinn í ár og er einstaklega fl ott hátíð í vændum. 17.00 - Undirbúningur fyrir skrúð- göngu Jazzhátíðar. Safnast saman hjá Lucky Records við Hlemm. 17.30 - Tak sax þinn og gakk! Listamenn hátíðarinnar og velunnarar ganga fylktu liði frá Lucky Records að Hörpu. 19.00 - Opnunarhátíð í Hörpu- horni. Skemmtilegar ræður og óvænt tónlistaratriði. Opnun ljós- myndasýningar Slawek Przerwa. 20.00 - Chris Speed Trio í Björtum loftum. 21.00 - Pedrito Martinez Group í Norðurljósum. 22.30 - Jam Session. Gestgjafi: Kristján Tryggvi Martinsson í Björtum loftum. ➜ Dagskrá kvöldsins PÉTUR GRÉTARSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.