Fréttablaðið - 14.08.2014, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 14.08.2014, Blaðsíða 38
KYNNING − AUGLÝSINGSkólablaðið FIMMTUDAGUR 14. ÁGÚST 20148 Íslendingar hafa löngum verið duglegir að sækja sér menntun í erlendum háskólum. Samkvæmt tölum frá Lánasjóði íslenskra námsmanna stunda 25 prósent- um fleiri háskólanám erlend- is árið 2012 en árið 2000. Sem fyrr eru Bandaríkin og Evrópa langvinsælust en um 97 prósent allra þeirra sem þiggja aðstoð frá sjóðnum stunda nám þar. Norðurlöndin eru vinsæll áfangastaður en um helmingur allra nemenda stundar nám þar og hefur þeim fjölgað nokkuð frá árinu 2000. Langflestir þess- ara nemenda stunda nám í Dan- mörku auk þess sem þeim sem stunda nám í Svíþjóð hefur fjölg- að mikið á undanförnum árum. Um aldamótin sótti nær þriðj- ungur nemenda erlendis nám til Bandaríkjanna en árið 2012 hafði hlutfallið minnkað í um 15 prósent. Milli áranna 2000 og 2012 hefur einnig orðið mikil fjölgun hjá þeim sem stunda nám í Ung- verjalandi, Grikklandi og Eng- landi. Árið 2012 stunduðu sjö manns nám í Kína en enginn árið 2000. Íslendingar láta ekki heldur langar vegalengdir stoppa sig. Árið 2012 stunduðu tólf manns nám í Ástralíu og á Nýja-Sjálandi en þar var enginn skráður í há- skóla árið 2000. Námsmenn erlendis eru tald- ir samkvæmt gögnum Lánasjóðs íslenskra námsmanna sem leita aðstoðar sjóðsins. Tölurnar ná því ekki yfir þá sem greiða sjálf- ir skólagjöldin eða eru á fullum styrk frá viðkomandi háskóla. Háskólanám erlendis Ólafur Helgi Kjartans-son, sýslumaður og lög-reglustjóri á Selfossi, lauk meistaranámi í opinberri stjórn- sýslu frá Háskóla Íslands árið 2008. „Ég lauk diplómanámi í opinberri stjórnsýslu og stjórnun árið 1999 og var svo upptendrað- ur af því að þegar ég sá auglýst meistaranám í stjórnmálafræði þá skráði ég mig í það árið 2001. Ég stundaði námið í heilan vetur og byrjaði á þeim næsta, búsettur á Ísafirði og í fullri vinnu. Ég hafði notað allar aðferðir til að kom- ast fram og til baka í tíma, flaug með áætlunarflugi, fór einu sinni á puttanum frá Reykjavík til Ísa- fjarðar með sjúkraflugvél, fór með vöruflutningabílum og ég veit ekki hvað fleira, þetta var mikið ævintýri. Ég áttaði mig svo á að venjulegt nám yrði ekki stundað með fullri vinnu frá Ísafirði þann- ig að ég hætti,“ segir Ólafur. Skemmtilegra en von var á Hann byrjaði þó aftur í námi, meistaranámi í opinberri stjórn- sýslu, haustið 2004 af fullum krafti. „Þá var ég fluttur suður á Selfoss og námið var með þeim hætti að það voru tímar tvo til þrjá morgna í viku. Ég gat ráðið við það verandi á Selfossi en mín reynsla er sú að fyrir mig er best að vera í tímum og taka þátt í um- ræðunum á staðnum. Námið var mun skemmtilegra en ég bjóst við og verulega áhuga- vert. Ef raunin hefði ekki verið sú hefði ég líklega hætt því það var ekki þrautalaust að komast í gegn- um það. Skemmtunin og ánægj- an af náminu vó algjörlega upp á móti því að þurfa að fara yfir heið- ina í hálku og snjó og skipuleggja vinnuna þannig að þessir morgn- ar voru lausir en dagurinn lengri að sama skapi.“ Sigurtilfinning að klára námið Ólafur kláraði allt bóklega námið á tveimur vetrum en tók sér að- eins lengri tíma í lokaritgerð- ina en hann ætlaði sér í upphafi. „Það var nú aðallega út af því að ég tók mér ekkert frí frá vinnu en ég skilaði henni af mér í upphafi árs 2008. Það eru margir sem lenda á þeim þröskuldi sem ritgerðin getur verið en sá þröskuldur er algjörlega yfirstíganlegur,“ segir hann og brosir. „Útskriftardagur- inn, 23. febrúar 2008, var mjög eft- irminnilegur. Það var ákveðin sig- urtilfinning sem fylgdi því að hafa klárað þetta nám. Þegar ég útskrif- aðist sem lögfræðingur árið 1978 var tilfinningin allt önnur og að- allega feginleiki sem fylgdi því að vera loksins búinn með námið.“ „Hugarfarið skiptir svo miklu máli. Þegar ég fór í nám í seinna skiptið fór ég af stað með allt öðru hugarfari en þegar ég var að byrja í háskóla nítján ára gamall. Þá var nokkurs konar sjálfskapaður sársauki sem fylgdi því að vera í háskólanámi en í seinna skiptið var það bara löngun, vilji og þörf til að gera eitthvað meira sem rak mann áfram. Þegar maður er kom- inn á þennan aldur gerir maður meiri kröfur til sjálfs sín og kenn- aranna. Þetta er bara eins og hver önnur vinna þar sem markmið- ið er skýrt. Ég ætlaði að láta þetta ganga upp og gera það þannig að ég myndi hafa sóma af þegar ein- kunnir yrðu skoðaðar og svo auð- vitað að læra af þessu. Leiddist ekki í frímínútum „Með mér í náminu var fólk með ólíkar skoðanir úr stjórnsýslunni sem gaman var að ræða við, mér leiddist að minnsta kosti ekki í frímínútunum. Það sem var líka svo skemmtilegt við námið var að vera innan um fólk sem var miklu yngra en ég. Við vorum tvö til þrjú sem vorum í eldri kantinum og ég sennilega elstur. Það var hress- andi að vera innan um fólk sem átti við allt önnur vandamál að stríða og ræða við það um þau.“ Aðspurður segir hann hlæjandi að sér hafi ekki fundist hann vera pabbi samnemenda sinna. „Ég hélt á tímabili að ég væri afinn í hópnum!“ Ólafur segir það ólíklegt að hann fari í frekara nám. „Það á náttúrlega aldrei að segja aldrei en það lítur ekki út fyrir það núna. Hins vegar f innst mér nauðsynlegt að fólk sé stöðugt að endurmennta sig. Ég vil frekar kalla endurmenntun símenntun því nútíminn kallar á að fólk sé alltaf að mennta sig svo það geti staðið undir þeim störfum sem það hefur valið sér.“ Fannst hann vera afinn í hópnum Ólafur Helgi Kjartansson, sýslumaður og lögreglustjóri á Selfossi, kláraði meistaranám í opinberri stjórnsýslu þegar hann var að verða 55 ára gamall. Hann segir aldurinn ekki vera neina fyrirstöðu í námi, fólk þurfi að hafa áhuga, löngun og neista til að vilja læra og seigluna til að klára námið. Ólafur Helgi Kjartansson útskrifaðist úr meistaranámi í opinberri stjórnsýslu fyrir rúmum sex árum þegar hann var rétt að verða 55 ára. MYND/MAGNÚS HLYNUR HARÐARSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.