Fréttablaðið - 06.09.2014, Qupperneq 53
| ATVINNA |
Bílar og Vélar á Vopnafirði óska eftir að ráða til sín
bifvélavirkja eða aðila vanan vinnu á bifreiðaverkstæði,
húsnæðishlunnindi í boði. Allar nánari upplýsingar veitir
Ólafur í síma: 894-4530.
Atvinna í boðiFasteignasala / Sölufulltrúi
Þingholt óskar eftir fasteignasala/sölufulltrúa til starfa.
Æskilegt er að viðkomandi hafi reynslu af störfum á
fasteignasölu. Við leitum eftir drífandi, konum/körlum sem
eru tilbúin að leggja sig fram og ná árangri í starfi. Áhersla
er lögð á vönduð vinnubrögð. Glæsileg vinnuaðstaða með
góðu fólki með áratuga reynslu af fasteignasölu.
Áhugasamir vinsamlegast hafið samband
við Ísak V. Jóhannsson hjá Þingholti Klappastíg 5.
101 Reykjavík isak@tingholt.is Gsm 822-5588
FRAMKVÆMDA-
STJÓRI
Fríhöfnin óskar eftir að ráða kraftmikinn og áhugasaman framkvæmdastjóra sem
hefur hæfileika til að þróa áfram sterkan verslunarrekstur með því hæfa starfsfólki
sem félagið hefur á að skipa. Um er að ræða skemmtilegt og spennandi starf
í fjölbreytilegu og alþjóðlegu umhverfi.
Starfs- og ábyrgðarsvið:
• Yfirumsjón með rekstri Fríhafnarinnar s.s. samnings-
gerð við alla birgja á verslunarsviði og mótun sölu-
og vörustefnu
• Ábyrgð á innkaupum, birgðahaldi, birgðastýringu og
framlegðarbókhaldi félagsins
• Fagleg og fjárhagsleg ábyrgð á starfsemi Fríhafnar-
innar ásamt áætlanagerð og eftirfylgni
• Öll almenn framkvæmdastjórn og yfirumsjón með
öllum verkefnum félagsins samkvæmt samþykktum,
eigendastefnu og starfsreglum félagsins
• Frumkvæði og stefnumótun varðandi þróun og
skipulag félagsins
• Undirbúningur á verkefnum stjórnar, umfjöllun
og úrvinnsla
Menntunar- og hæfniskröfur:
• Háskólamenntun sem nýtist í starfi
• Reynsla af stjórnunarstörfum er skilyrði
• Reynsla á smásölumarkaði er æskileg
• Þekking á fjármálum í rekstri fyrirtækja
• Hæfni og reynsla í gerð samninga
• Miklir samskiptahæfileikar
Umsókn skal fylgja ítarleg starfsferilsskrá og kynningarbréf þar
sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur
fyrir hæfni viðkomandi í starfið.
Umsóknarfrestur er til og með 17. september nk.
Umsókn óskast fyllt út á www.hagvangur.is
Upplýsingar veita:
Katrín S. Óladóttir, katrin@hagvangur.is
Sverrir Briem, sverrir@hagvangur.is
Fríhöfnin er í hópi framúrskarandi fyrirtækja á Íslandi og hefur hlotið fjölda viðurkenninga
síðastliðin ár, m.a. í starfsmenntamálum, fyrir að vera besta fríhöfn í Evrópu og fjölskylduvænt
fyrirtæki. Fríhöfnin er dótturfyrirtæki Isavia ohf. og annast rekstur fimm verslana í Flugstöð
Leifs Eiríkssonar.
Starfsmenn eru um 140 og stærstu vöruflokkarnir í verslunum félagsins eru áfengi, tóbak,
snyrtivörur og sælgæti. Fríhöfnin hefur sett sér það markmið að vera ávallt til fyrirmyndar í
jafnréttismálum og leggur áherslu á góðan starfsanda.
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/S
ÍA
—
1
4
-2
0
0
0
www.dutyfree.is
LAUGARDAGUR 6. september 2014 11