Fréttablaðið - 06.09.2014, Qupperneq 59
| ATVINNA |
kopavogur.is
Kópavogsbær
Spennandi störf
hjá Kópavogsbæ
Leikskólar
· Starfsmaður á Baug
· Leikskólakennari Núp
· Sérkennslustjóri Austurkór
· Deildarstjóri Sólhvörfum
Grunnskólar
· Skólaliði Smáraskóla
· Skólaliði Salaskóla
· Skólaliði í dægradvöl Lindaskóli
· Stundakennari Kársnesskóli
· Stuðningsfulltrúi Álfhólsskóla
· Grunnskólakennari Hörðuvallaskóla
· Starfsfólk í dægradvöl Vatnsendaskóla
Félagsþjónusta
· Starfsmaður á heimili fatlaðs fólks
Nánari upplýsingar og fleiri störf er að finna á
vef Kópavogsbæjar
Eingöngu er hægt að sækja um störfin rafrænt
á vef Kópavogsbæjar www.kopavogur.is
Vakin er athygli á að öll laus störf hjá bænum
eru auglýst www.kopavogur.is
LNS Saga ehf.
Kt. 701013-0340
Hlíðarsmári 4
200 Kópavogur
Sími +354 511 7040
lnssaga@lns.is
SPENNANDI TÆKIFÆRI
LNS Saga er nýtt íslenskt verktakafyrirtæki, dótturfélag norska félagsins Leonhard Nilsen & Sønner AS, sem er meðal stærstu
verktakafyrirtækja Noregs.
Starfsmenn LNS Saga eru um 250 talsins og sinna nú aðallega verkefnum í Noregi. Verkefnin þar snúa einkum að jarðgangagerð,
eftirvinnu gangagerðar, hafnarmannvirkjum, virkjunum og vegagerð. Á næstu vikum hefst vinna við nýtt stórt verkefni á Íslandi sem er
upphaf af frekari þáttöku LNS Saga í verkefnum á Íslandi. Auk verkefna í Noregi og á Íslandi stefnir félagið jafnframt að þátttöku í verkefnum
í Færeyjum og á Grænlandi.
VERKEFNISSTJÓRI – BYGGINGARSTJÓRI
Við leitum að öflugum stjórnendum til að leiða verklegar framkvæmdir
í Noregi og á Íslandi. Um er að ræða stærri verkefni á sviði bygginga-
og steypuframkvæmda. Nauðsynlegt er að umsækjendur hafi
stjórnunarreynslu og búi yfir hæfni í mannlegum samskiptum. Gerð er
krafa um menntun á sviði byggingarverkfræði, byggingartæknifræði eða
á sambærilegu sviði. Nauðsynlegt er að verkefnisstjóri geti tjáð sig í
ræðu og riti á íslensku, ensku og norðurlandatungumáli.
VERKSTÆÐISMAÐUR
Við leitum að vönum vélaviðgerðarmanni til starfa á verkstæði
fyrirtækisins í Noregi. Viðkomandi þarf að starfa sjálfstætt og stýra
verkefnum og rekstri verkstæðis. Reynsla af viðgerðum á vinnuvélum
er nauðsynleg. Æskilegt er að viðkomandi hafi kunnáttu í ensku eða
einhverju norðurlandatungumáli.
Unnið er samkvæmt vaktakerfi þar sem gert er ráð fyrir ferðum til
og frá Íslandi í vaktafríum.
VERK- OG FLOKKSTJÓRAR Í BYGGINGARVERKEFNI
Við leitum að úrræðagóðum og drífandi verk- og flokkstjórum til að
stýra bygginga- og steypuverkefnum á Íslandi og í Noregi. Umsækjendur
þurfa að hafa góða samskiptahæfni og reynslu af því að leiða vinnuhópa
í verklegum framkvæmdum. Æskilegt er að umsækjendur búi yfir
haldgóðri menntun og reynslu sem nýtist í starfi auk kunnáttu í
íslensku, ensku og norðurlandatungumáli.
VEGNA AUKINNA VERKEFNA Í NOREGI OG Á ÍSLANDI VILJUM VIÐ
BÆTA FLEIRI STARFSMÖNNUM OG STJÓRNENDUM Í HÓPINN
Upplýsingar um störfin veitir Sigríður Guðmundsdóttir í síma 511 7040.
Áhugasamir sendi umsókn merkta tilteknu starfi og hvort sótt er um starf
í Noregi eða á Íslandi, ásamt ferilskrá á umsokn@lns.is.
Umsóknarfrestur er til og með 14. september. Umsóknir eru meðhöndlaðar
sem trúnaðarmál og öllum umsækjendum verður svarað þegar ráðningu er lokið.
Ertu
tölvusnillingur?
Einn fremsti upplýsingatækniskóli landsins, Tækniskólinn, leitar
að þjónustuliprum starfsmanni til að sinna notendaþjónustu og
uppsetningu og þjónustu á tölvum, netkerfum og ýmsum jaðarbúnaði.
Um er að ræða starf í fjölbreyttu og frjóu starfsumhverfi.
Hæfniskröfur:
• Formleg menntun á sviði tölvutækni/bilanagreininga/viðgerða
• Microsoft-gráður og þekking á forritun æskileg
• Reynsla sem nýtist í starfi
• Frumkvæði og metnaður
• Hæfileiki til að vinna undir tímabundnu álagi
Frekari upplýsingar veitir Tryggvi Jóhannsson, kerfisstjóri, í síma 514 9051 eða í
tölvupósti á tj@tskoli.is. Umsóknir skulu sendar til Bjargar Jónsdóttur, rekstrarstjóra,
á bj@tskóli.is fyrir 14. september 2014.
www.tskoli.is
LAUGARDAGUR 6. september 2014 17