Fréttablaðið - 06.09.2014, Qupperneq 78
KYNNING − AUGLÝSINGNámskeið LAUGARDAGUR 6. SEPTEMBER 20146
Stoðkennarinn býður upp á námsefni í ís-lensku, stærðfræði, ensku, dönsku, nátt-úrufræði, samfélagsfræði og tölvufærni,
fyrir miðstig, unglingastig og framhaldsskóla,“
útskýrir Starkaður Barkarson, framkvæmdastjóri
námsvefsins Stoðkennarinn.is, en vefurinn fagn-
ar tíu ára afmæli í ár.
Í ár var vefurinn einnig endurhannaður svo
að hann hentar spjaldtölvum, en lítið námsefni
er til á íslensku fyrir spjaldtölvurnar sem nú eru
að ryðja sér til rúms í íslenskum skólum, að sögn
Starkaðar.
Þá hentar Stoðkennarinn sérstaklega vel þeim
nemendum sem þurfa stuðning við námið.
„Kennari getur að sjálfsögðu ekki sinnt þörf-
um hvers og eins fullkomlega innan skólastof-
unnar, enda geta og hæfileikar nemenda afar
misjafnir. Stoðkennarinn útskýrir efnið og legg-
ur verkefni fyrir nemendur sem hann fer yfir á
svipstundu og skráir einkunn í einkunnabók.
Verkefnin ríma vel við það efni sem nemendur
eru að kljást við í skólanum,“ útskýrir Starkaður.
Vefurinn nýtist foreldrum
Margir skólar kaupa áskrift fyrir nemendahópa
og nota þá efnið meðfram eða í stað hefðbund-
inna kennslubóka. Einnig nýta foreldrar sér vef-
inn.
„Foreldrar hafa ekki allir þá faglegu þekkingu
til að hjálpa börnum með námið heima fyrir.
Stoðkennarinn léttir af þeim áhyggjunum enda
er hann forritaður á þann hátt að hann bregst
ávallt við villum nemenda. Ef nemandi ritar til
dæmis „hrissa“ í staðinn fyrir „hryssa“ í stafsetn-
ingaræfingu, leiðréttir Stoðkennarinn villuna,
minnir á regluna um að y skuli rita ef o finnst
í skyldu orði og bendir á orðið „hross“. Á sama
tíma skráir hann einkunnina í einkunnabók sem
nemandi, kennari og foreldrar hafa aðgang að.“
Aðstoð í skólastofunni
„Stoðkennarinn er mikil hjálp fyrir kennara
innan skólastofunnar en hann getur lagt verk-
efni fyrir allan bekkinn, leiðrétt þau og útskýrt
villurnar fyrir nemendum og skráð einkunnir
á örfáum sekúndum. Kennarinn þarf aðeins að
kalla fram einkunnir og sér á svipstundu hvernig
nemendum gengur. Þetta gerir nám og kennslu
bæði markvissari og skemmtilegri.“
Stoðkennarinn kostar einstaklinga aðeins
1.300 kr. á mánuði fyrir eitt námskeið og verð-
ur hlutfallslega ódýrara eftir því sem fleiri nám-
skeið eru keypt. Skólar sem kaupa aðgang fyrir
hópa greiða minna.
Kerfi Stoðkennarans er einnig vettvangur fyrir
stofnanir og fyrirtæki til að bjóða upp á eigið
námsefni fyrir starfsfólk eða viðskiptavini.
www.stodkennarinn.is
Stoðkennarinn –
nám á netinu
Stoðkennarinn hóf göngu sína árið 2004 og þá eingöngu sem
stafsetningarvefur. Á tíu árum hefur vefurinn þróast og vaxið en
í dag er boðið upp á námsefni í stærðfræði, tungumálum og
tölvufærni svo eitthvað sé nefnt. Í ár var vefurinn endurhannaður
fyrir spjaldtölvur.
1. Byrjið daginn rétt
Fyrsti dagurinn á skólabekk eftir langt hlé mun taka
minna á taugarnar ef við erum úthvíld og með allt
klárt í töskunni sem við þurfum fyrir daginn. Láttu
símann vekja þig tímanlega og helst með hressu lagi
sem þú verður ekki leiður á. Gefðu þér síðan tíma til
að borða staðgóðan morgunmat og skelltu í þig kaffi
til að hrista þig í gang.
2. Mættu snemma fyrir smá andrými
Það getur verið yfirþyrmandi að demba sér strax inn í
iðandi fyrirlestrarsal ef langt er síðan þú sast á skóla-
bekk síðast. Mættu á staðinn nokkrum mínútum áður
en kennsla hefst til að fá smá stund í einrúmi til að
undirbúa þig.
3. Skipuleggðu þig vel
Til að ná sem bestum árangri í náminu er nauðsyn-
legt að útbúa dagskrá til að fara eftir. Til dæmis má
nýta sér tilbúin dagatöl á netinu. Gott er að setja inn
hvar og hvenær þarf að sækja kennslustundir, hve-
nær þú ætlar að læra heima, hvenær á að skila verk-
efnum o.s.frv. Það að setja saman skipulag gefur þér
yfirsýn og hvetur þig til góðra verka.
4. Komdu þér í gírinn
Ekki freistast til að sleppa fyrstu tímunum. Komdu
þér strax í gírinn, til dæmis með því að lesa nám-
skrána spjaldanna á milli til undirbúnings. Vertu klár
með allar bækur og námsgögn sem þarf.
www.lifehacker.com
Gott skipulag
kemur þér í gírinn
Ef langt er síðan setið var á skólabekk síðast getur virst yfirþyrmandi að takast á við
nám á nýjan leik. Með góðu skipulagi og staðgóðum morgunverði má róa taugarnar.
Það getur verið erfitt að setjast á skólabekk eftir langt hlé. NORDICPHOTOS/GETTY
Stoðkennarinn býður
upp á námsefni í
íslensku, stærðfræði,
ensku, dönsku, nátt-
úrufræði, samfélags-
fræði og tölvufærni,
fyrir miðstig,
unglingastig og fram-
haldsskóla.
MYND/STOÐKENNARINN.IS
Starkaður Barkarson, framkvæmdastjóri Stoðkennarans, segir vefinn bæði hjálp fyrir kennara í skólastof-
unni og nýtast foreldrum við að aðstoða börn sín. MYND/AUÐUNN NÍELSSON
Skipuleggjum einnig námsferðir til Englands fyrir hópa og einstaklinga
Enskuskóli Erlu Ara - Let’s speak English
Enskunámskeið í Hafnarfirði fyrir byrjendur og lengra komna
Á hverri önn sækja um 200 nemendur enskunám í skólanum,
langflest konur á aldrinum 35 ára og eldri.
• 10 getustig með áherslu á tal
• Öllu lesefni fylgja hljóðdiskar
• Styrkt af starfsmenntasjóðum
Skráning stendur yfir í síma 891 7576
og erlaara@gmail.com
www.enskafyriralla.is
Innskot í Fréttablaðið skilar árangri!
MEST LESNA
DAGBLAÐ Á ÍSLANDI*
Fréttablaðið er mest lesna dagblaðið landsins
með glæsilegt forskot á keppinautana.
Meðallestur Fréttablaðsins í
aldurshópnum 25-54 ára er 73%
á höfuðborgarsvæðinu.*
Við bendum auglýsendum á að notfæra
sér forskotið þegar þeir velja dreifingarleið
fyrir fjölpóst sinn. Við dreifum sex daga
vikunnar til heimila á stærsta markaðssvæði landsins.
Kannaðu dreifileiðir og verð í síma 512 5448
eða í tölvupóstfangi fjolpostur@frettabladid.is
*P
re
nt
m
ið
lak
ön
nu
n
Ca
pa
ce
nt
o
kt
ób
er
–d
es
em
be
r 2
01
2
–
hö
fu
ðb
or
ga
rs
væ
ði
2
5-
54
á
ra
HAFÐU FJÖLPÓSTINN ÞINN
Í FRÉTTABLAÐINU