Fréttablaðið - 13.10.2014, Síða 4

Fréttablaðið - 13.10.2014, Síða 4
13. október 2014 MÁNUDAGUR| FRÉTTIR | 4 AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS– AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Bryndís Hauksdóttir bryndis@365.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@365.is, Kolbeinn Kolbeinsson kkolbeins@365.is, FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Sólveig Gísladóttir solveig@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is SVONA ERUM VIÐ NEYTENDAMÁL Gert er ráð fyrir að það kosti 745 krónur á dag að fæða hvern einstakling, í frumvarpi fjármálaráðherra um breytingar á virðisaukaskatti. Hver fjölskylda verji rúmlega 2.980 krónum í öll matarinnkaup á dag. Hver máltíð á einstakling kosti 248 kr. Þessar tölur eru byggðar á neyslu- könnun Hagstofu Íslands. Miðað er við hjón með tvö börn, annað yngra en sjö ára. Miðað við þetta er búist við því að fyrirhuguð hækkun á matarskatti kosti heimilin 4.315 krónur á mánuði. Sé kostnaður við matar- og drykkjarinnkaup meiri en þar er gert ráð fyrir má gera ráð fyrir að áhrif af hækkun matar- skatts verði líka meiri. Bryndís Loftsdóttir er húsmóð- ir og jafnframt varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins. Hún er ósam- mála þeim tölum sem lagðar eru til grundvallar í frumvarpinu. Hún segist verja tveimur milljónum í mat á ári, en Bryndís á mann og þrjú börn á aldrinum 6-11 ára. Í frumvarpinu er hins vegar gert ráð fyrir að fjögurra manna fjölskylda verji 988 þúsund krónum í mat og drykk. Bryndís er ósátt við breytingar á virðisaukaskattsfrumvarpinu. „Það er nokkuð ljóst að boðuð ein- földun mun ekki þýða lægri útgjöld fyrir almenning. Matvæli og aðrar vörur sem nú bera sjö prósent virð- isaukaskatt munu samviskusamlega hækka í verði í takt við hækkun á virðisauka og að auki um nokkr- ar krónur og tíkalla umfram það,“ segir Bryndís. Bryndís segir að Danmörk sé eina landið í Evrópu með eitt skattþrep. „Þeir eru með 25% virðisauka- skatt. Vissulega einfaldur en afar hár skattur. Í Sviss og Noregi, sem standa fyrir utan Evrópusamband- ið, líkt og við, eru þrjú virðisauka- skattsþrep,“ segir hún. Bryndís segir að það sem þurfi að horfa til sé að fella niður vöru- gjöld og einfalda tollflokkun. „Það er verðugt verkefni fyrir fjármála- ráðuneytið ásamt afnámi hafta sem vonandi er í algjörum forgangi. Þegar við svo réttum betur úr kútn- um lækkum við efra skattþrepið, um það verður varla neinn ágreining- ur,“ segir Bryndís. jonhakon@frettabladid.is Ríkið segir 250 krónur duga fyrir máltíðinni Gert er ráð fyrir að það kosti 745 krónur að fæða hvern einstakling á dag. Fjögurra manna fjölskylda verji 92 þúsund krónum í mat og drykk á mánuði. Þetta eru þær tölur sem liggja til grundvallar í frumvarpi um breytingar á virðisaukaskatti. BÓNUS Gert er ráð fyrir að fjögurra manna fjölskylda verji 92 þúsund krónum í mat og drykk á mánuði. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA SKIPULAGSMÁL Samstaða er milli borgaryfirvalda í Reykjavík og bæjaryfirvalda í Kópavogi um að fyrirhuguð brú yfir Fossvog verði hönnuð þannig að hún geti borið strætisvagna þótt hún sé fyrst og fremst ætluð fyrir gangandi vegfarendur og hjóla- fólk. Málefni Fossvogs voru rædd á fundi Dags B. Eggertssonar borgarstjóra og Ármanns Kr. Ólafssonar bæjarstjóra fyrir rúmri viku. Þar var samþykkt að halda fund með Vegagerð- inni varðandi Fossvogsbrú því mannvirkið væri svokallaður stofnstígur milli sveitarfélaga. Þá var embættismönnum falið að ræða við siglingamenn sem gagnrýnt hafa brúaráformin. Á fundinum var einnig rætt um staðsetningu sameiginlegr- ar sundlaugar í Fossvogsdal. Skoða á þrjá staði nánar. Að því loknu verður unnið sameiginlegt skipulag fyrir dalinn í heild. - gar Borgarstjóri Reykjavíkur og bæjarstjóri Kópavogs funduðu um sundlaug og samgöngur í Fossvogi: Brúin yfir Fossvog beri líka strætisvagna 46% fjölgun varð á föngum á Íslandi á milli áranna 2002 og 2012. Fyrra árið sátu að meðaltali 85 fangar í fangelsum landsins en árið 2012 dvöldu að meðaltali 119 manns í fangelsi á hverjum tíma. Heimild: Hagstofa Íslands. M YN D /ALARK FOSSVOGSBRÚ Tengja á Kópavog og Reykjavík með brú úr Kársnesi yfir Fossvoginn. Matvæli og aðrar vörur sem nú bera sjö prósent virðisauka- skatt munu samviskusam- lega hækka í verði í takt við hækkun á virðisauka og að auki um nokkrar krónur og tíkalla umfram það Bryndís Loftsdóttir. Heildarútgjöld fjögurra manna fjölskyldu á mánuði 57.0000 kr. Útgjöld í mat og drykk á mánuði 92.340 kr. Dagleg útgjöld í mat og drykk 2978,7 kr. Útgjöld á máltíð miðað við þrjár máltíðir á dag 992,9 kr. Kostnaður við einstaka máltíð hvers einstaklings í fjölskyldunni 248,2 kr. ÚTGJÖLD HEIMILANNA Á MÁNUÐ Ingibjörg Karlsdóttir veðurfréttamaður Veðurspá STILLT HAUSTVEÐUR verður víða á landinu næstu daga og nokkuð sólríkt. Lítilsháttar úrkoma fellur á Norðvesturlandi og með suðausturströndinni í dag en á morgun lítur út fyrir að verði úrkomulaust. 3° 6 m/s 3° 5 m/s 3° 3 m/s 4° 6 m/s Hæg breytileg átt. Fremur hægur vindur víðast hvar. Gildistími korta er um hádegi 18° 30° 12° 18° 22° 11° 21° 13° 13° 25° 16° 24° 25° 24° 20° 21° 13° 20° 3° 3 m/s 6° 5 m/s 3° 2 m/s 3° 3 m/s 2° 2 m/s 2° 4 m/s -3° 2 m/s 4° 5° 2° 2° 3° 5° 3° 3° 0° 0° Alicante Aþena Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur MIÐVIKUDAGUR Á MORGUN HEILBRIGÐISMÁL „Ef það kæmi ebólusmitaður sjúklingur hingað í dag þá myndi ég segja að við værum ekki undirbúin,“ segir Páll Matthíasson, forstjóri Land- spítalans. Mikil hræðsla hefur gripið um sig eftir að heilbrigðisyfirvöld í Texas fullyrtu í gær að starfs- maður hefði smitast af ebólu. Það er annað smitið sem upp kemur utan Vestur-Afríku. Páll segir viðbragðsteymi hér á landi ekki fullmannað en að lokaundirbún- ingur sé nú í gangi. Leit standi yfir af fólki sem er tilbúið að ganga til liðs við viðbragðsteymi þar sem eru um 30 stöðugildi. - þþ Ekki búin undir ebólu: Viðbragðsteymi ekki fullskipað PÁLL MATTHÍASSON Forstjóri Land- spítalans. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM JAPAN, AP Japanar bjuggu sig í gær undir heljarmikið fárviðri, sem strax í gær var reyndar komið til syðstu eyja landsins en heldur síðan áfram norður eftir eyjunum. Stormsveipurinn nær til Tókýó á morgun, standist spár veðurfræð- inga. Það er fellibylurinn Vongfong, sem þarna er á ferðinni, og er sagður öflugasti fellibylur ársins. Í gær feykti hann um koll rafmagns- möstrum og umferðarmerkjum. Reiknað var með að fella þyrfti niður lestarsamgöngur að hluta í Tókýó og nágrenni. Varað er við aurskriðum. - gb Öflugasti bylur ársins: Fárviðri á leið til Japans FYLGST MEÐ ÖLDUGANGI Háar öldur skullu á ströndum eyjunnar Okinawa í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP STJÓRNMÁL Geir H. Haarde, fyrr- verandi forsætisráðherra, segir 500 milljóna evra neyðarlán sem Seðlabankinn veitti Kaupþingi þann 6. október árið 2008 hafa verið tilraun til að bjarga bankan- um. Ef það hefði tekist og Kaup- þing lifað þá hefði myndin orðið allt önnur og miklu viðráðanlegri. Þetta kom fram í gær í sjón- varpsþættinum Eyjunni á Stöð 2. Tap Seðlabankans og þar með skattgreiðenda vegna lánsins er um 35 milljarðar króna. Geir segir ákvörðunina um lánið verða að meta í ljósi þeirra aðstæðna sem þá voru uppi, ekki þess sem menn vita núna. - gag Risalánið til Kaupþings: Ákvörðun tekin í ljósi aðstæðna STJÓRNMÁL Gunnar Bragi Sveins- son utanríkisráðherra sat á laugardag fund þróunarnefnd- ar Alþjóðabankans fyrir hönd Norðurlandanna og Eystrasalts- ríkjanna. Nefndin ræddi hvernig Alþjóðabankinn gæti betur brugðist við ójafnræði í heim- inum og aukið velmegun og hag- sæld fyrir þá fátækustu. Í frétt frá utanríkisráðuneytinu segir að Gunnar Bragi hafi lagt áherslu á að fjárfesta þurfi frekar í mannauði í fátækustu ríkjunum, tryggja jafnrétti kynja og efla tekjuöflun í þróunarlöndunum sjálfum. - gar Utanríkisráðherra ytra: Þarf af fjárfesta í mannauði

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.